„Förum varlega nú þegar við erum komin á lokasprettinn“ Tinni Sveinsson skrifar 17. desember 2020 14:00 Guðni Th. Jóhannesson forseti flutti ræðu hjá Samtökum iðnaðarins í gær. Samtök iðnaðarins héldu í gær viðburð í tilefni þess að ár nýsköpunar er senn á enda. Guðni Th. Jóhannesson forseti flutti ræðu af þessu tilefni þar sem hann hvatti landsmenn til dáða, bæði í virkjun hugvits og í baráttunni við heimsfaraldurinn. Í ársbyrjun blésu Samtök iðnaðarins formlega til Árs nýsköpunar hér á landi. Með viðburðinum í gær lauk því formlega og var af því tilefni frumsýnt myndband, sem sjá má hér fyrir neðan, þar sem Íslendingar eru hvattir til þess að virkja hugvitið í meira mæli en áður. Lausn faraldursins „Nýsköpun stendur fyrir að leita lausna. Um allan heim hafa vísindamenn unnið að lausnum. Leitað lyfja, lækninga, leitað að bóluefni. Lausn okkar vanda liggur í vísindum, rannsóknum, þekkingu, frumkvæði. Í nýsköpun. Við getum leyft okkur að horfa björtum augum fram á veg,“ sagði Guðni í ræðu sinni. Sýnum áfram samstöðuanda „Ár nýsköpunar er á enda runnið með formlegum hætti en andi nýsköpunar svífur enn yfir vötnum hér á landi. Okkur öllum til heilla,“ sagði forsetinn áður en hann óskaði landsmönnum gleðilegra jóla og hvatti þá til dáða. „Ég bið ykkur um að fara varlega nú þegar við erum komin á lokasprettinn, að því er vænta má, í þessari baráttu okkar. Á ég þá von á því að við sýnum áfram þann samstöðuanda sem við höfum búið yfir og hefur gert okkur kleyft að takast eins vel og unnt er á við vanda þess árs sem nú er senn á enda.“ Hægt er að horfa á útsendinguna frá viðburðinum í gær hér fyrir neðan. Auk ræðu forsetans flytja Árni Sigurjónsson, formaður Samtaka iðnaðarins, og Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri ávörp. Sigríður Mogensen, sviðstjóri hugverkasviðs, var fundarstjóri. Nýsköpun Forseti Íslands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Í ársbyrjun blésu Samtök iðnaðarins formlega til Árs nýsköpunar hér á landi. Með viðburðinum í gær lauk því formlega og var af því tilefni frumsýnt myndband, sem sjá má hér fyrir neðan, þar sem Íslendingar eru hvattir til þess að virkja hugvitið í meira mæli en áður. Lausn faraldursins „Nýsköpun stendur fyrir að leita lausna. Um allan heim hafa vísindamenn unnið að lausnum. Leitað lyfja, lækninga, leitað að bóluefni. Lausn okkar vanda liggur í vísindum, rannsóknum, þekkingu, frumkvæði. Í nýsköpun. Við getum leyft okkur að horfa björtum augum fram á veg,“ sagði Guðni í ræðu sinni. Sýnum áfram samstöðuanda „Ár nýsköpunar er á enda runnið með formlegum hætti en andi nýsköpunar svífur enn yfir vötnum hér á landi. Okkur öllum til heilla,“ sagði forsetinn áður en hann óskaði landsmönnum gleðilegra jóla og hvatti þá til dáða. „Ég bið ykkur um að fara varlega nú þegar við erum komin á lokasprettinn, að því er vænta má, í þessari baráttu okkar. Á ég þá von á því að við sýnum áfram þann samstöðuanda sem við höfum búið yfir og hefur gert okkur kleyft að takast eins vel og unnt er á við vanda þess árs sem nú er senn á enda.“ Hægt er að horfa á útsendinguna frá viðburðinum í gær hér fyrir neðan. Auk ræðu forsetans flytja Árni Sigurjónsson, formaður Samtaka iðnaðarins, og Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri ávörp. Sigríður Mogensen, sviðstjóri hugverkasviðs, var fundarstjóri.
Nýsköpun Forseti Íslands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira