Mun minna bóluefni til Íslands á næstunni en búist var við Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. desember 2020 11:22 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Egill Sóttvarnalæknir telur að ekki náist gott hjarðónæmi hér á landi fyrr en á seinni hluta næsta árs. Áfram verði kórónuveiruaðgerðir í gildi þar til mitt ár 2021 hið minnsta. Vonast hefði verið til að geta ráðist í umfangsmeiri bólusetningar eftir áramót en raunin verður. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar fór hann ítarlega yfir stöðu bólusetninga á Íslandi, sem eiga að hefjast nú í desember. Samkvæmt samningi Íslands við ESB og Pfizer hafi verið tryggðir skammtar fyrir alls 85 þúsund manns. Vegna skorts á hráefni seinkar framleiðslunni og við fáum minna bóluefni til landsins en til stóð á næstu mánuðum. Bóluefni fyrir 5000 manns kemur til landsins um jólin og aftur fáum við sendingu í janúar eða febrúar, skammta fyrir 8000 manns. Þetta þýði að aftur þurfi að stokka upp í forgangsröðun bólusetningarinnar og áformað að hefja strax bólusetningu eftir jólin eins fljótt og hægt er. Byrjað verður á því að bólusetja framlínufólk í heilbrigðisstéttum, um þúsund manns, og vistmenn á hjúkrunarheimilum, sem telja um 3-4000 manns. Í janúar og febrúar verði elstu aldurshópar áfram bólusettir. Áfram aðgerðir fram á mitt næsta ár hið minnsta Eftir það sagði Þórólfur framhaldið óljóst. Hann kvaðst ekki búast við að gott hjarðónæmi, þ.e. ónæmi fyrir a.m.k. 65 prósent þjóðarinnar, náist fyrr en á seinni hluta næsta árs, 2021. Ekki væri reiknað með frekara bóluefni til landsins fyrr en um mitt næsta ár eða seinni hluta ársins. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafði áður talið að hjarðónæmi gæti verið komið hér á landi í lok mars. Landsmenn muni því að sögn Þórólfs áfram þurfa að búa við takmarkanir á næsta ári og þurfa að viðhalda einstaklingsbundnum sóttvörnum. Hægt verði að aflétta einhverjum takmörkunum undir mitt ár þegar búið verður að bólusetja viðkvæmustu hópa. Vonast hefði verið til að sjá hraðari og fjölmennari bólusetningar strax eftir áramót en raunin verður. Ekki verði hægt að slaka á þeim takmörkunum sem nú eru í gangi fyrr en skýrist hvernig faraldurinn hegðar sér á næstu dögum og vikum. Tilslakanir væru þó alltaf í skoðun en þjóðin þyrfti áfram að standa saman og passa sig. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar fór hann ítarlega yfir stöðu bólusetninga á Íslandi, sem eiga að hefjast nú í desember. Samkvæmt samningi Íslands við ESB og Pfizer hafi verið tryggðir skammtar fyrir alls 85 þúsund manns. Vegna skorts á hráefni seinkar framleiðslunni og við fáum minna bóluefni til landsins en til stóð á næstu mánuðum. Bóluefni fyrir 5000 manns kemur til landsins um jólin og aftur fáum við sendingu í janúar eða febrúar, skammta fyrir 8000 manns. Þetta þýði að aftur þurfi að stokka upp í forgangsröðun bólusetningarinnar og áformað að hefja strax bólusetningu eftir jólin eins fljótt og hægt er. Byrjað verður á því að bólusetja framlínufólk í heilbrigðisstéttum, um þúsund manns, og vistmenn á hjúkrunarheimilum, sem telja um 3-4000 manns. Í janúar og febrúar verði elstu aldurshópar áfram bólusettir. Áfram aðgerðir fram á mitt næsta ár hið minnsta Eftir það sagði Þórólfur framhaldið óljóst. Hann kvaðst ekki búast við að gott hjarðónæmi, þ.e. ónæmi fyrir a.m.k. 65 prósent þjóðarinnar, náist fyrr en á seinni hluta næsta árs, 2021. Ekki væri reiknað með frekara bóluefni til landsins fyrr en um mitt næsta ár eða seinni hluta ársins. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafði áður talið að hjarðónæmi gæti verið komið hér á landi í lok mars. Landsmenn muni því að sögn Þórólfs áfram þurfa að búa við takmarkanir á næsta ári og þurfa að viðhalda einstaklingsbundnum sóttvörnum. Hægt verði að aflétta einhverjum takmörkunum undir mitt ár þegar búið verður að bólusetja viðkvæmustu hópa. Vonast hefði verið til að sjá hraðari og fjölmennari bólusetningar strax eftir áramót en raunin verður. Ekki verði hægt að slaka á þeim takmörkunum sem nú eru í gangi fyrr en skýrist hvernig faraldurinn hegðar sér á næstu dögum og vikum. Tilslakanir væru þó alltaf í skoðun en þjóðin þyrfti áfram að standa saman og passa sig.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Sjá meira