Rannsakendur WHO á leið til Kína Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2020 23:22 Heilbrigðisstarfsmaður að störfum í Wuhan í Kína fyrr á árinu. AP/Chinatopix Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mun senda tíu manna teymi vísindamanna til Wuhan í Kína í næsta mánuði. Þar eiga þeir að reyna að varpa ljósi á uppruna nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Ráðamenn í Kína hafa ekki viljað hleypa alþjóðlegum rannsakendum til borgarinnar hingað til en í frétt BBC segir að það að leyfi hafi fengist til rannsóknarinnar í næsta mánuði hafi tekið margra mánaða viðræður milli forsvarsmanna WHO og ráðamanna í Kína. Talið er að veiran komi upprunalega frá leðurblökum en ekki er vitað hvenær né hvar hún barst fyrst í menn. Hún greindist þó fyrst í Kína og voru mörg tilfelli tengd við tiltekin markað í Wuhan þar sem lifandi dýr voru seld til manneldis. Það hefur þó aldrei verið ljóst hvort veiran barst fyrst í menn þar og er jafnvel talið að dreifing veirunnar hafi verið mikil á markaðnum. BBC segir að á árinu hafi rannsóknir sýnt að mögulega hafi veiran getað borist í menn um árabil en það hafi einfaldlega ekki gerst fyrr en í fyrra. Rannsakendum WHO sem heimsóttu Kína fyrr á þessu ári var ekki gert kleift að fara til Wuhan og rannsaka uppruna veirunnar. Leitin að uppruna veirunnar hefur blandast milliríkjapólitík og þá sérstaklega vegna deilna Bandaríkjanna og Kína. Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, hefur sakað ráðamenn í Kína um að bera ábyrgð á veirunni og afleiðingum hennar og sakað þá um að hafa reynt að hylma yfir faraldurinn. Í samtali við AP fréttaveitunna í gærkvöldi, sagði þó þýskur vísindamaður sem tilheyrir teymi WHO, að markmið þeirra væri ekki að finna sökudólg. Þeir myndu skoða sýni og gögn í Wuhan til að reyna að finna hvar veiran barst fyrst úr dýrum í menn og frá hvaða tegund dýra. Markmiðið væri að skilja hvað hefði gerst og hvernig væri hægt að draga úr hættunni á sambærilegum atvikum í framtíðinni. Talið er að vísindamennirnir muni verja minnst fjórum eða fimm vikum í Kína. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Ráðamenn í Kína hafa ekki viljað hleypa alþjóðlegum rannsakendum til borgarinnar hingað til en í frétt BBC segir að það að leyfi hafi fengist til rannsóknarinnar í næsta mánuði hafi tekið margra mánaða viðræður milli forsvarsmanna WHO og ráðamanna í Kína. Talið er að veiran komi upprunalega frá leðurblökum en ekki er vitað hvenær né hvar hún barst fyrst í menn. Hún greindist þó fyrst í Kína og voru mörg tilfelli tengd við tiltekin markað í Wuhan þar sem lifandi dýr voru seld til manneldis. Það hefur þó aldrei verið ljóst hvort veiran barst fyrst í menn þar og er jafnvel talið að dreifing veirunnar hafi verið mikil á markaðnum. BBC segir að á árinu hafi rannsóknir sýnt að mögulega hafi veiran getað borist í menn um árabil en það hafi einfaldlega ekki gerst fyrr en í fyrra. Rannsakendum WHO sem heimsóttu Kína fyrr á þessu ári var ekki gert kleift að fara til Wuhan og rannsaka uppruna veirunnar. Leitin að uppruna veirunnar hefur blandast milliríkjapólitík og þá sérstaklega vegna deilna Bandaríkjanna og Kína. Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, hefur sakað ráðamenn í Kína um að bera ábyrgð á veirunni og afleiðingum hennar og sakað þá um að hafa reynt að hylma yfir faraldurinn. Í samtali við AP fréttaveitunna í gærkvöldi, sagði þó þýskur vísindamaður sem tilheyrir teymi WHO, að markmið þeirra væri ekki að finna sökudólg. Þeir myndu skoða sýni og gögn í Wuhan til að reyna að finna hvar veiran barst fyrst úr dýrum í menn og frá hvaða tegund dýra. Markmiðið væri að skilja hvað hefði gerst og hvernig væri hægt að draga úr hættunni á sambærilegum atvikum í framtíðinni. Talið er að vísindamennirnir muni verja minnst fjórum eða fimm vikum í Kína.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira