Erlent

Sjö látnir eftir flug­slysið í Kentucky

Atli Ísleifsson skrifar
Mikinn reyk lagði frá flugvellinum í Louisville í gær.
Mikinn reyk lagði frá flugvellinum í Louisville í gær. Getty

Að minnsta kosti sjö eru látnir eftir að póstflutningavél frá UPS fór út af flugbraut sinni í Kentucky í Bandaríkjunum í gær og brann til kaldra kola.

Vélin, sem var í flugtaki þegar hún fór út af brautinni lenti á nokkrum byggingum og kveikti í þeim einnig og er óttast að tala látinna eigi jafnvel eftir að hækka nokkuð.

Slysið átti sér stað á Louisville-alþjóðaflugvellinum í gærkvöldi og flutningavélin, sem er af gerðinni McDonnell Douglas MD-11 virðist meðal annars hafa rekist á verksmiðju þar sem eldsneyti er endurunnið.

Að auki var vélin sjálf full af bensíni og því kom upp gríðarlegur eldur við áreksturinn sem breiddist síðan út um hverfið.

Vélin, sem var með um 144 þúsund lítra af eldsneyti við flugtak, var á leiðinni til Havaí.


Tengdar fréttir

Féll til jarðar rétt eftir flugtak

Fraktflugvél frá UPS brotlenti við flugtak í Louisville í Kentucky í kvöld. Myndbönd af vettvangi sýna að eldur kviknaði í flugvélinni við flugtak og að umfangsmikill eldur logar á jörðu niðri. Eldurinn virðist ná til þó nokkurra húsa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×