Harpa og Isavia fá ríkisaðstoð Sylvía Hall skrifar 18. desember 2020 11:42 Lítið hefur verið um samgöngur milli landa vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm ESA, eftirlitsstofnun EFTA, samþykkti í dag ríkisaðstoð Íslands til Hörpu og Isavia vegna tjóns af völdum kórónuveirufaraldursins. Harpa mun fá beinan 400 milljón króna styrk en tjón Isavia verður bætt með auknu hlutafé. Ráðstöfun ríkisins til Isavia felst í því að bæta fjárhagslegt tjón frá 1. mars á þessu ári til 30. júní á næsta ári og er hámarkskostnaður ráðstöfunarinnar 15 milljarðar íslenskra króna. Í tilkynningu um aðstoðina segir að sóttvarnaaðgerðir og ferðatakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins hafi haft verulega slæm áhrif á ferðaþjónustu á Íslandi og ekki sé útlit fyrir að úr rætist á næstu mánuðum. Hvað varðar aðstoð til Hörpu segir að menningarstofnanir hafi átt í erfiðleikum með að viðhalda eðlilegum rekstri í ljósi þess hversu mörgum stórviðburðum hafi verið aflýst. Ekkert varð úr mörgum stórviðburðum í Hörpu vegna sóttvarnaaðgerða í kjölfar kórónuveirufaraldursins.Vísir/Vilhelm Alþjóðlegar ráðstefnur og innlendir fyrirtækjaviðburðir hafi þurft að fara fram á rafrænan hátt, enda menningarstofnanir þurft að hafa lokað eða starfa við takmarkanir síðan í mars. Aðstoðinni er ætlað að bæta fjárhagslegt tjón frá 1. mars á þessu ári til 30. júní 2021 og kemur Reykjavíkurborg einnig að þeim stuðningi. Áætlað er að Ísland geri úttekt á tjóni beggja aðila árin 2021 og 2022. Reynist stuðningur þeirra hærri en sem nemur tjóninu verður mismuninum skilað til baka til baka til ríkisins. Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Harpa Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira
Ráðstöfun ríkisins til Isavia felst í því að bæta fjárhagslegt tjón frá 1. mars á þessu ári til 30. júní á næsta ári og er hámarkskostnaður ráðstöfunarinnar 15 milljarðar íslenskra króna. Í tilkynningu um aðstoðina segir að sóttvarnaaðgerðir og ferðatakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins hafi haft verulega slæm áhrif á ferðaþjónustu á Íslandi og ekki sé útlit fyrir að úr rætist á næstu mánuðum. Hvað varðar aðstoð til Hörpu segir að menningarstofnanir hafi átt í erfiðleikum með að viðhalda eðlilegum rekstri í ljósi þess hversu mörgum stórviðburðum hafi verið aflýst. Ekkert varð úr mörgum stórviðburðum í Hörpu vegna sóttvarnaaðgerða í kjölfar kórónuveirufaraldursins.Vísir/Vilhelm Alþjóðlegar ráðstefnur og innlendir fyrirtækjaviðburðir hafi þurft að fara fram á rafrænan hátt, enda menningarstofnanir þurft að hafa lokað eða starfa við takmarkanir síðan í mars. Aðstoðinni er ætlað að bæta fjárhagslegt tjón frá 1. mars á þessu ári til 30. júní 2021 og kemur Reykjavíkurborg einnig að þeim stuðningi. Áætlað er að Ísland geri úttekt á tjóni beggja aðila árin 2021 og 2022. Reynist stuðningur þeirra hærri en sem nemur tjóninu verður mismuninum skilað til baka til baka til ríkisins.
Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Harpa Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira