Ætla að herða eftirlit með sóttvörnum á Keflavíkurflugvelli Samúel Karl Ólason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 16. desember 2020 19:10 Lögreglan á Keflavíkurflugvelli ætlar að herða eftirlit með sóttvörnum. Til greina kemur að sekta fólk fyrir að brjóta gegn sóttvarnareglum varðandi það að sækja vini og vandamenn á flugvöllinn. Fyrr í dag var sagt frá því að nokkuð hafi borið á því að farþegar sem hafi komið til landsins með flugi síðustu daga, hafi verið sóttir á Keflavíkurflugvöll og þá þvert á tilmæli yfirvalda. Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra sagði í samtali við Vísi að almannavarnir hafi heyrt af slíkum málum. Mælt sé með því að fólk sé ekki sótt á flugvöllinn en ferðalangar eru í sóttkví að minnsta kosti fram að seinni skimun við komuna til landsins. Rætt var við nokkra á flugvellinum í dag sem höfðu lagt leið sína þangað til að sækja einhverja sem voru að fljúga til landsins. Þar virtist fólk meðvitað um sóttvarnarreglur og viðmið. Leigubílstjóri sem hefur fylgst með á flugvellinum dregur þó verulega í efa að reglum hafi verið fylgt og að allir þeir sem hafi sótt fólk og keyrt með þeim til byggða muni fara í sóttkví. Elma Cates var mætt til að sækja barnabörn sín og hún sagði að allir færu saman í sóttkví eftir á. Það væri þess virði að fá börnin heim yfir jólin. Þorgerður Gylfadóttir greip til ráðstafana og kom með aukabíl til að sækja dóttur sína og tengdason. Þá var búið að koma þeim fyrir í annarri íbúð þar sem þau gætu verið í sóttkví. Edith Louise Carlson, leigubílstjóri, sagði marga hafa verið sótta á einkabílum og hún hefði ekki trú á því að allt það fólk færi í sóttkví. Þá hefðu margir verið að faðmast. Fólk að kyssast og knúsast Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, sagðist hafa áhyggjur af stöðunni. Enn og aftur væri fólk að sækja vini og vandamenn á flugvöllinn, þrátt fyrir að margsinnis væri búið að benda fólki á að gera það ekki. Fólk væri „jafnvel að kyssast og knúsast og taka af sér grímurnar,“ eins og Sigurgeir orðaði það. Hann sagði fjórar leiðir í boði fyrir fólk. Bílaleigubíl, flugrútu, leigubílar eða þá að skilja eftir bíla fyrir þá sem séu að koma til landsins erlendis frá. Hann sagði að eftirlit með þessu yrði hert en vildi ekki segja til um hvort fólk gæti átt von á sektum. Sigurgeir segði að alltaf væri reynt að fara hina leiðina en það væri ekki útilokað að sekta fólk. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Fyrr í dag var sagt frá því að nokkuð hafi borið á því að farþegar sem hafi komið til landsins með flugi síðustu daga, hafi verið sóttir á Keflavíkurflugvöll og þá þvert á tilmæli yfirvalda. Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra sagði í samtali við Vísi að almannavarnir hafi heyrt af slíkum málum. Mælt sé með því að fólk sé ekki sótt á flugvöllinn en ferðalangar eru í sóttkví að minnsta kosti fram að seinni skimun við komuna til landsins. Rætt var við nokkra á flugvellinum í dag sem höfðu lagt leið sína þangað til að sækja einhverja sem voru að fljúga til landsins. Þar virtist fólk meðvitað um sóttvarnarreglur og viðmið. Leigubílstjóri sem hefur fylgst með á flugvellinum dregur þó verulega í efa að reglum hafi verið fylgt og að allir þeir sem hafi sótt fólk og keyrt með þeim til byggða muni fara í sóttkví. Elma Cates var mætt til að sækja barnabörn sín og hún sagði að allir færu saman í sóttkví eftir á. Það væri þess virði að fá börnin heim yfir jólin. Þorgerður Gylfadóttir greip til ráðstafana og kom með aukabíl til að sækja dóttur sína og tengdason. Þá var búið að koma þeim fyrir í annarri íbúð þar sem þau gætu verið í sóttkví. Edith Louise Carlson, leigubílstjóri, sagði marga hafa verið sótta á einkabílum og hún hefði ekki trú á því að allt það fólk færi í sóttkví. Þá hefðu margir verið að faðmast. Fólk að kyssast og knúsast Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, sagðist hafa áhyggjur af stöðunni. Enn og aftur væri fólk að sækja vini og vandamenn á flugvöllinn, þrátt fyrir að margsinnis væri búið að benda fólki á að gera það ekki. Fólk væri „jafnvel að kyssast og knúsast og taka af sér grímurnar,“ eins og Sigurgeir orðaði það. Hann sagði fjórar leiðir í boði fyrir fólk. Bílaleigubíl, flugrútu, leigubílar eða þá að skilja eftir bíla fyrir þá sem séu að koma til landsins erlendis frá. Hann sagði að eftirlit með þessu yrði hert en vildi ekki segja til um hvort fólk gæti átt von á sektum. Sigurgeir segði að alltaf væri reynt að fara hina leiðina en það væri ekki útilokað að sekta fólk.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira