Spáir yfir 15 prósenta arðsemi hjá Arion og hækkar verðmat á bankann Útlit er fyrir að Arion banki muni skila vel yfir 15 prósent arðsemi á eigið fé á árinu 2023 á grunni væntinga um hærri vaxtamun og meiri vaxtatekna en áður var spáð, að mati hlutabréfagreinenda, sem varar samt við því að virðisrýrnun útlána eigi eftir að aukast talsvert á næstunni. Verðmat bankans hefur verið hækkað nokkuð en uppgjör Arion á öðrum ársfjórðungi, sem var lítillega yfir spám greinenda, er sagt hafa verið „drullufínt.“ Innherji 4. ágúst 2023 12:08
Hlutabréfasjóðir halda stöðu sinni þrátt fyrir verðfall Alvotech Þrátt fyrir talsverða lækkun á gengi bréfa Alvotech frá því um miðjan aprílmánuð er stór hluti umsvifamestu hlutabréfasjóða landsins enn með íslenska líftæknilyfjafyrirtækið sem sína stærstu eign. Hlutabréfasjóðurinn Akta Stokkur, sem hefur minnkað nokkuð að stærð samhliða verðlækkunum á mörkuðum og innlausnum frá sjóðsfélögum, hefur veðjað hlutfallslega mest á Alvotech og er með nálægt 30 prósentum af eignum sjóðsins bundið í bréfum félagsins. Innherji 3. ágúst 2023 12:18
Sú stóra er framundan Framundan er ein stærsta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgin. Þessa línu höfum við heyrt oft áður og varnaðarorð í aðdraganda verslunarmannahelgar. En sjaldan er góð vísa of oft kveðin. Sér í lagi þegar stóraukinn fjöldi ferðamanna hefur bæst við umferðina á vegum landsins. Við viljum að allir skili sér heilir heim og til þess að svo megi verða þurfum við að taka höndum saman um að fara varlega í akstri og öðru atferli. Skoðun 3. ágúst 2023 11:45
Skila betri arðsemi en íslensku bankarnir vegna stóraukinna vaxtatekna Helstu bankarnir á hinum Norðurlöndunum skiluðu í flestum tilfellum umtalsvert betri arðsemi en íslensku viðskiptabankarnir á fyrri árshelmingi sem má einkum rekja til þess að hreinar vaxtatekjur þeirra jukust mun meira og vaxtamunur fór hækkandi. Bankastjóri Arion hefur sagt að vegna meðal annars strangari eiginfjárkrafna þurfi íslensku bankarnir að viðhalda hærri vaxtamun en aðrir norrænir bankar til að ná viðunandi arðsemi á eigið fé. Innherji 2. ágúst 2023 16:16
„Stóra spurningin“ er hvað Icelandair ætlar að gera með sterka sjóðstöðu Útlit er fyrir að Icelandair muni fara langt með að skila nærri hundrað milljóna Bandaríkjadala rekstrarhagnaði á árinu 2023, um fimmfalt meira en í fyrra, að sögn hlutabréfagreinenda sem verðmetur félagið um 50 prósentum yfir núverandi markaðsgengi. Sjóðstaða Icelandair, sem nemur um 75 prósentum af markaðsvirði flugfélagsins, hefur aldrei verið sterkari en stjórnendur segja að ekki standi til að nýta þá fjármuni til að greiða hraðar niður skuldir. Innherji 2. ágúst 2023 11:01
JP Morgan lækkar verðmat sitt á Marel vegna útlits fyrir lakari afkomu Eftir að stjórnendur Marels þurftu að falla frá yfirlýstu markmiði sínu um að ná 14 til 16 prósenta framlegðarhlutfalli í lok þessa árs hafa greinendur bandaríska stórbankans JP Morgan lækkað nokkuð verðmat sitt á íslenska félaginu enda þótt þeir telji það engu að síður verulega undirverðlagt á markaði. Bankinn spáir því að framlegðarhlutfallið á árinu 2023 verði undir tíu prósentum. Innherji 1. ágúst 2023 16:33
Lífeyrissjóðir keyptu breytanleg bréf á Alvotech fyrir um þrjá milljarða Rúmlega fjörutíu fjárfestar, meðal annars að stórum hluta íslenskir lífeyrissjóðir, komu að kaupum á breytanlegum skuldabréfum útgefnum af Alvotech upp á samtals meira en níu milljarða króna í lokuðu útboði sem kláraðist um liðna helgi. Með þeirri fjármögnun, ásamt einnig fjárfestingu lyfjarisans Teva fyrir jafnvirði um fimm milljarða í skuldabréfum með breytirétti í hlutafé Alvotech, hefur íslenska líftæknilyfjafélagið tryggt rekstur og áframhaldandi fjárfestingar í þróun hliðstæðulyfja vel inn á næsta ár. Innherji 1. ágúst 2023 11:51
Útflæði úr sjóðum tæplega tvöfaldast á milli ára Samfellt hreint útflæði var úr helstu verðbréfasjóðum á fyrstu sex mánuðum ársins og jókst það talsvert á milli ára samtímis erfiðu árferði á fjármálamörkuðum sem einkenndist af þrálátri verðbólgu og hækkandi vaxtastigi. Innlausnir fjárfesta í hlutabréfa- og blönduðum sjóðum var samanlagt um 13 milljarðar og næstum tvöfaldaðist á fyrri árshelmingi þessa árs. Innherji 31. júlí 2023 10:54
Kaupa 2,9 milljarða króna frystitogara Sjávarútvegsfyrirtækið Brim hefur fest kaup á frystitogaranum Tuukkaq frá Grænlandi. Kaupverð er sagt vera 148 milljónir danskra króna, eða tæpir 2,9 milljarðar íslenskra króna. Viðskipti innlent 31. júlí 2023 09:05
Íslenskir fjárfestar kaupa breytanleg bréf á Alvotech fyrir um níu milljarða Íslenska líftæknilyfjafélagið Alvotech hefur klárað hundrað milljóna Bandaríkjadala útboð, jafnvirði 13,2 milljarða íslenskra króna, á breytanlegum skuldabréfum sem var beint að hæfum fjárfestum á Íslandi. Fjárfestingafélag Róberts Wessman, sem er stærsti hluthafi Alvotech og hafði sölutryggt útboðið, kaupir skuldabréf fyrir tæplega 30 milljónir dala en afgangurinn er seldur innlendum fjárfestum. Innherji 31. júlí 2023 08:37
Áfengisneysla og „Spánarfílingur“ í flugi sé miklu minni en áður Flugfreyja sem starfað hefur sem slík í þrjá áratugi segir að áfengisneysla í flugi hafi minnkað til muna síðan hún hóf störf sem flugfreyja. Þá finnst henni farþegar vera orðnir kurteisari á þessum tíma. Innlent 29. júlí 2023 17:04
Bankarnir geti lækkað vexti miðað við hagnaðinn Formaður Neytendasamtakanna segir ljóst að stóru viðskiptabankarnir geti lækkað vexti sína miðað við hve mikið þeir hafa hagnast á fyrri hluta ársins. Bankarnir eigi ekki að vera undanskildir þegar kallað er eftir aðhaldi. Neytendur 29. júlí 2023 12:10
Síminn ósammála Samkeppniseftirlitinu: Áskrifendur Nova fái aðgang að enska boltanum Samkeppniseftirlitið gaf í dag frá sér bráðabirgðaákvörðun vegna sennilegs brots símans gegn samkeppnislögum. Með því að synja Nova um heildsölu og dreifingu á sjónvarpsstöðinni Símanum Sport segir eftirlitið sennilegt að samkeppnislög hafi verið brotin. Í yfirlýsingu frá Símanum segir að fyrirtækið sé ósammála ákvörðun eftirlitsins. Viðskipti innlent 28. júlí 2023 20:32
„Ábyrgð ríkisins og Bankasýslunnar rík“ Nýkjörinn stjórnarmaður í Íslandsbanka segir ábyrgð ríkisins og Bankasýslunnar á mistökum sem gerð voru við Íslandsbankasöluna svokölluðu ríka. Fráfarandi stjórnarformaður segir skýrt að lög hafi verið brotin við söluna. Viðskipti innlent 28. júlí 2023 18:31
Ananas varð ofan á pepperóní hjá hluthöfum Íslandsbanka Þrátt fyrir að það sé umdeilt hvort ananas eigi heima á pizzu þá fékk ávöxturinn næst flest atkvæði þegar kosið var um pizzuálegg á hluthafafundi Íslandsbanka í dag. Skinka fékk flest atkvæði en pepperóní lenti í þriðja sæti. Beikon fékk lang fæst atkvæði. Lífið 28. júlí 2023 15:43
Úrslitaleikirnir á Rey Cup sýndir á Stöð 2 Sport Stöð 2 Sport sýnir beint frá úrslitaleikjunum á Rey Cup á sunnudaginn. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta er gert. Íslenski boltinn 28. júlí 2023 14:30
Virðisbreyting hífði upp afkomu Íslandsbanka en tekjur undir væntingum Umtalsverð jákvæð virðisbreyting á lánasafni Íslandsbanka – sem hlutabréfagreinendur sáu ekki fyrir – gerði það að verkum að hagnaður bankans fyrir skatta á öðrum ársfjórðungi var níu prósentum hærri en meðalspá fimm greinenda. Virðisbreytingin gerði það að verkum að arðsemi eiginfjár var í takt við meðaltalsspá greiningardeilda eða 11,5 prósent. Hlutabréf Íslandsbanka hafa lækkað um 1,2 prósent það sem af er degi. Innherji 28. júlí 2023 13:15
Ekki víst að allir haldi vinnunni hjá Brim Alls missir 31 vinnuna við sameiningu fiskvinnslu Brims í Hafnarfirði og Reykjavík. Starfsfólki hefur verið boðin vinna í Reykjavík en ólíklegt er að allir fái vinnu. Formaður stéttarfélags segir fólk hafa tekið uppsögninni ágætlega og hafi líklega búist við þessu. Viðskipti innlent 28. júlí 2023 13:01
Haukur Örn hlaut flest atkvæði og Helga Hlín komst að Helga Hlín Hákonardóttir hlaut brautargengi í stjórn Íslandsbanka þrátt fyrir að hafa ekki hlotið tilnefningu til stjórnarsetu. Haukur Örn Birgisson hlaut flest atkvæði í stjórnarkjörinu. Linda Jónsdóttir var ein í framboði til formanns stjórnar og fékk brautargengi í stjórnina. Hún var því sjálfkjörinn stjórnarformaður. Viðskipti innlent 28. júlí 2023 12:40
Segist hafa fengið skýra heimild til þátttöku Ari Daníelsson, fráfarandi stjórnarmaður í Íslandsbanka, segist hafa fengið skýra og afdráttarlausa heimild til þátttöku í útboði á hlut ríkisins í bankanum. Hann keypti fyrir 55 milljónir króna í útboðinu. Viðskipti innlent 28. júlí 2023 11:52
Hluthafafundur Íslandsbanka: Biður alla hlutaðeigandi afsökunar á slakri framkvæmd bankans Hluthafafundur Íslandsbanka hefst klukkan 11 í dag. Þar verður fyrst á dagskrá umfjöllun um sátt Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands og viðbrögð Íslandsbanka við henni. Fylgjast má með fundinum í beinu streymi. Viðskipti innlent 28. júlí 2023 10:10
Lokar fiskvinnslu í Hafnarfirði og segir upp þorra starfsfólks Forsvarsmenn sjávarútvegsfyrirtækisins Brims hf. áforma að sameina botnfiskvinnslu Fiskvinnslunnar Kambs ehf. í Hafnarfirði við botnfiskvinnslu Brims hf. í Norðurgarði í Reykjavík. Áætlað er að hætta fiskvinnslu í Hafnarfirði í síðasta lagi 30. október næstkomandi og verður því flestum eða 31 starfsmanni Fiskvinnslunnar Kambs sagt upp störfum með samningsbundnum fyrirvara, frá og með 27. júlí. Viðskipti innlent 27. júlí 2023 17:30
Íslandsbanki hagnaðist um 12,4 milljarða Íslandsbanki hagnaðist um 12,4 milljarða króna á fyrri helmingi ársins og þar af um 6,1 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Hagnaður eykst milli ára en hann nam 11,1 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2022. Bankastjóri segir rekstur bankans hafa gengið vel á ársfjórðungnum sem hafi einnig einkennst af stórum áskorunum í tengslum við sölu á hlutum ríkisins í bankanum. Viðskipti innlent 27. júlí 2023 16:22
Meiriháttar viðsnúningur á Play milli ára Flugfélagið Play skilaði 53 milljóna króna rekstrarhagnaði á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Um töluverðan viðsnúning er að ræða þegar miðað er við sama tímabil í fyrra en þá skilaði félagið 1,9 milljarða rekstrartapi. Viðskipti innlent 27. júlí 2023 15:45
Eftir tímabil hægagangs hjá Marel hefur komið kröftugur vöxtur Fjóra ársfjórðunga í röð hafa pantanir verið með minna móti (e. soft) hjá Marel. Það gerðist síðast árið 2009 að pantanir voru ekki ýkja miklar fjóra fjórðunga í röð. Í kjölfarið jukust pantanir um 21 prósent á tólf mánuðum. Pantanir voru dræmar þrjá fjórðunga í röð á árunum 2013-2014. Að þeim tíma liðnum jukust pantanir líka mikið á næstu tólf mánuðum, upplýsti forstjóri Marels á afkomufundi með fjárfestum. Innherji 27. júlí 2023 15:07
Umframfé Arion allt að 24 milljarðar en útgreiðsla háð matsfyrirtækjum Arion banki bindur vonir við að eiginfjárkröfur fjármálaeftirlitsins annars vegar og erlendra matsfyrirtækja hins vegar muni leita í sama horf sem mun gera bankanum kleift að greiða út umfram eigið fé, sem er metið á bilinu 15-25 milljarðar króna, til hluthafa. Innherji 27. júlí 2023 13:32
Uppgjör Marels var undir væntingum greinenda Afkoma Marels var undir væntingum greinenda á flesta mælikvarða. Mótteknar pantanir voru þó tæplega tveimur prósentum yfir meðaltalsspá. Engu að síður hafa stjórnendur Marels lækkað afkomuspá sína fyrir fjórða ársfjórðung en það var líka gert á sama tíma fyrir ári. Gengi Marels hefur lækkað um þrjú prósent það sem af er degi í Kauphöll. Innherji 27. júlí 2023 10:45
Play bætir við áfangastað í Þýskalandi Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til Frankfurt í Þýskalandi. Forstjóri Play segir félagið vera vel í stakk búið til að stækka leiðakerfið. Fyrsta flug Play til þýsku borgarinnar er áætlað í desember á þessu ári. Viðskipti innlent 27. júlí 2023 10:17
Skipulagsbreytingar kostuðu Festi 154 milljónir króna Einskiptiskostnaður Festi vegna starfsloka tengdum skipulagsbreytingum á öðrum ársfjórðungi nam 154 milljónum króna. Vörusala félagsins jókst um 14,2 prósent milli ára á tímabilinu. Viðskipti innlent 26. júlí 2023 21:07
Marel í áframhaldandi samstarf við kínverskan svínakjötsrisa Árni Oddur Þórðarsson, forstjóri Marel, skrifaði á dögunum fyrir hönd fyrirtækisins undir samning við kínverska svínakjötsframleiðandann Muyuan. Samningurinn mun tryggja áframhaldandi samstarf fyrirtækjanna tveggja en Muyuan er stærsti framleiðandi svínakjöts á heimsvísu. Viðskipti erlent 26. júlí 2023 17:46