Play greindi frá því þann 16. október að félagið hefði sótt um flugrekstrarleyfi á Möltu og ætli að draga verulega úr umsvifum tengiflugs á milli Norður-Ameríku og Evrópu.
Meiri fókus verði settur á sólarlandaáfangastaði frá Íslandi. Eftir breytingarnar verði um sex til sjö vélar staðsettar á Íslandi á íslenska flugrekstrarleyfinu og þrjár til fjórar erlendis.
Þessar breytingar verða kynntar nánar á fundinum, sem hefst klukkan 16, og farið verður yfir uppgjör félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. Fundinn má sjá í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan.