Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Árni Sæberg skrifar 25. október 2024 16:45 Play á ekki sjö dagana sæla í Kauphöllinni. Vísir/Vilhelm Gengi bréfa í Play féll um tæp þrettán prósent í dag og verð á bréfum í félaginu er nú 0,82 krónur á hlut. Sú var staðan þegar lokað var fyrir viðskipti með bréf í Kauphöllinni á fjórða tímanum í dag. Í gær birti félagið uppgjör þar sem kom fram að hagnaður á þriðja ársfjórðungi hefði dregist saman um þriðjung milli ára. Forstjóri félagsins kynnti grundvallarbreytingar á rekstrarmódeli félagsins á fundi í gær. Í uppgjörinu sagði að Play hefði hagnast um hálfan milljarð króna á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Á sama tíma í fyrra hagnaðist félagið um 724 milljónir króna. Í tilkynningu um uppgjörið til Kauphallar sagði sömuleiðis að félagið skoðaði að ráðast í hlutafjáraukningu og eftir atvikum sækja fjármögnun í tengslum við nýtt flugrekstrarleyfi, sem sótt hefur verið um á Möltu. Lækkað um 97 prósent á þremur árum Gengi Play hefur verið á nokkuð hraðri niðurleið undanfarið. Dagana eftir að tilkynnt var að afkoma hefði verið lakari en búist hafði verið við og að félagið hefði sótt um flugrekstrarleyfi á Möltu á dögunum lækkaði gengið hressilega. Daginn eftir nam lækkunin 28,13 prósentum og hinn daginn 26,09 prósentum. Þá fór gengið lægst niður í eina krónu. Gengið fór fyrst niður fyrir eina krónu á þriðjudaginn og stendur nú í 0,82 krónum á hlut. Þó er vert að taka fram að 12,77 prósenta lækkun dagsins varð í svo gott sem engum viðskiptum með bréfin. Sýslað var með bréf í félaginu 75 sinnum í dag og veltan nam aðeins 16 milljónum króna. Fyrir rétt liðlega þremur árum, þann 14. október árið 2021, var gengi Play hæst þegar það stóð í 29,2 krónum. Það gerir lækkun upp á um 97 prósent á þremur árum. Play Kauphöllin Fréttir af flugi Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Í uppgjörinu sagði að Play hefði hagnast um hálfan milljarð króna á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Á sama tíma í fyrra hagnaðist félagið um 724 milljónir króna. Í tilkynningu um uppgjörið til Kauphallar sagði sömuleiðis að félagið skoðaði að ráðast í hlutafjáraukningu og eftir atvikum sækja fjármögnun í tengslum við nýtt flugrekstrarleyfi, sem sótt hefur verið um á Möltu. Lækkað um 97 prósent á þremur árum Gengi Play hefur verið á nokkuð hraðri niðurleið undanfarið. Dagana eftir að tilkynnt var að afkoma hefði verið lakari en búist hafði verið við og að félagið hefði sótt um flugrekstrarleyfi á Möltu á dögunum lækkaði gengið hressilega. Daginn eftir nam lækkunin 28,13 prósentum og hinn daginn 26,09 prósentum. Þá fór gengið lægst niður í eina krónu. Gengið fór fyrst niður fyrir eina krónu á þriðjudaginn og stendur nú í 0,82 krónum á hlut. Þó er vert að taka fram að 12,77 prósenta lækkun dagsins varð í svo gott sem engum viðskiptum með bréfin. Sýslað var með bréf í félaginu 75 sinnum í dag og veltan nam aðeins 16 milljónum króna. Fyrir rétt liðlega þremur árum, þann 14. október árið 2021, var gengi Play hæst þegar það stóð í 29,2 krónum. Það gerir lækkun upp á um 97 prósent á þremur árum.
Play Kauphöllin Fréttir af flugi Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira