Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. október 2024 18:24 Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa, sagði að ýmis mál og atvik hefðu spilað inn í ákvörðun Samkaupa um að slíta viðræðunum. aðsend Viðræðum Samkaupa og Skeljar fasteignarfélags um samruna Samkaupa og dótturfélaga Skeljar, Heimkaupa og Orkunnar, hefur verið slitið. Áhyggjur af yfirstandandi rannsókn ESA á Skel hafi haft áhrif á slitin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkaupum. Þar segir að aðilar hafi framkvæmt áreiðanleikakönnun á samrunafélögunum með aðstoð sérfræðiráðgjafar og í samræmi við ákvæði samkeppnislaga. Stjórn og starfsfólk Samkaupa hafi tekið þátt viðræðunum og lagt í þær bæði vinnu og fjármagn. „Á síðustu vikum hafa hins vegar komið fram upplýsingar og upp komið atvik sem hafa orðið til þess að upphaflegar forsendur samruna voru teknar til endurskoðunar. Niðurstaða þeirra skoðunar var að skynsamlegast væri fyrir fyrirtækið og hluthafa að viðræðum væri hætt og var það samþykkt á stjórnarfundi Samkaupa í dag,“ segir einnig í tilkynningunni. Áhyggjur af yfirstandandi rannsókn ESA Fréttastofa hafði samband við Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóra Samkaupa, til að spyrja út í viðræðuslitin og þessi mál sem ýjað er að í tilkynningunni. Hvaða atvik og upplýsingar er verið að vísa í þarna? „Það er í raun og veru kannski erfitt að tjá sig um það í smáatriðum af því viðsemjandinn er skráður á markað. Það hefur opinberlega komið í ljós eitt mál sem hefur valdið okkur áhyggjum, yfirstandandi samkeppnisrannsókn sem ESA er í núna, og fleiri mál sem er erfitt að tjá sig um sem ollu því að menn mátu að það væri betra að slíta þessu en halda áfram,“ sagði Gunnar Egill í samtali við fréttastofu. Gunnar segir að búið sé að vinna að viðræðunum síðan í janúar og því mikill tími farið í þær. „Fyrir mitt leyti eru þetta vonbrigði að menn hafi ekki náð að klára þennan samruna en svosem áfram gakk okkar megin,“ sagði hann. Þetta hefði orðið ansi stór samruni. „Ef af hefði orðið hefðu Samkaup verið með 75 milljarða veltu og komin með starfsemi á dagvöru-, orku-, apóteka- og veitingamarkaði. Og það er vegferð sem við höfum verið í og þessi félög passa öll vel saman en að þessu sinni náði ekki að ljúka því farsællega,“ sagði Gunnar. Kaup og sala fyrirtækja Verslun Lyf Bensín og olía Skel fjárfestingafélag Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkaupum. Þar segir að aðilar hafi framkvæmt áreiðanleikakönnun á samrunafélögunum með aðstoð sérfræðiráðgjafar og í samræmi við ákvæði samkeppnislaga. Stjórn og starfsfólk Samkaupa hafi tekið þátt viðræðunum og lagt í þær bæði vinnu og fjármagn. „Á síðustu vikum hafa hins vegar komið fram upplýsingar og upp komið atvik sem hafa orðið til þess að upphaflegar forsendur samruna voru teknar til endurskoðunar. Niðurstaða þeirra skoðunar var að skynsamlegast væri fyrir fyrirtækið og hluthafa að viðræðum væri hætt og var það samþykkt á stjórnarfundi Samkaupa í dag,“ segir einnig í tilkynningunni. Áhyggjur af yfirstandandi rannsókn ESA Fréttastofa hafði samband við Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóra Samkaupa, til að spyrja út í viðræðuslitin og þessi mál sem ýjað er að í tilkynningunni. Hvaða atvik og upplýsingar er verið að vísa í þarna? „Það er í raun og veru kannski erfitt að tjá sig um það í smáatriðum af því viðsemjandinn er skráður á markað. Það hefur opinberlega komið í ljós eitt mál sem hefur valdið okkur áhyggjum, yfirstandandi samkeppnisrannsókn sem ESA er í núna, og fleiri mál sem er erfitt að tjá sig um sem ollu því að menn mátu að það væri betra að slíta þessu en halda áfram,“ sagði Gunnar Egill í samtali við fréttastofu. Gunnar segir að búið sé að vinna að viðræðunum síðan í janúar og því mikill tími farið í þær. „Fyrir mitt leyti eru þetta vonbrigði að menn hafi ekki náð að klára þennan samruna en svosem áfram gakk okkar megin,“ sagði hann. Þetta hefði orðið ansi stór samruni. „Ef af hefði orðið hefðu Samkaup verið með 75 milljarða veltu og komin með starfsemi á dagvöru-, orku-, apóteka- og veitingamarkaði. Og það er vegferð sem við höfum verið í og þessi félög passa öll vel saman en að þessu sinni náði ekki að ljúka því farsællega,“ sagði Gunnar.
Kaup og sala fyrirtækja Verslun Lyf Bensín og olía Skel fjárfestingafélag Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira