Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Árni Sæberg skrifar 23. október 2024 16:29 Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 7,3 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi 2024. Hagnaðurinn á sama tímabili í fyrra var sex milljarðar króna. Hreinar vaxtatekjur námu 11,8 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi 2024 og lækkuðu um 69 milljónir króna frá fyrra ári. Þetta kemur fram í árshlutareikningi bankans, sem gefinn var út í dag. Þar er haft eftir Jóni Guðna Ómarssyni, bankastjóra, að rekstur bankans hafi gengið vel á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eigin fjár hafi verið 13,2 prósent á fjórðungnum, sem sé yfir fjárhagsmarkmiðum bankans. Arðsemi eiginfjár á fyrstu níu mánuðum ársins hafi verið 10,9 prósent, sem sé einnig yfir fjárhagsmarkmiðum. Tekjur hafi aukist um tæp 4 prósent samanborið við sama ársfjórðung í fyrra og kostnaðarhlutfall hafi verið 41,4 prósent á þriðja ársfjórðungi, og 44,2 prósent fyrir fyrstu níu mánuði ársins, en markmið bankans sé að það hlutfall sé undir 45 prósentum. Unnið hafi verið að straumlínulögun í rekstri með hagræðingu að leiðarljósi. Bankinn vel í stakk búinn til að mæta eftirspurn Í lok septembermánaðar hafi bankinn haldið vel sótt Fjármálaþing þar sem ný þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka hafi verið kynnt fyrir viðskiptavinum. Að þessu sinni hafi einnig verið sérstök áhersla á landeldi og ljóst að mikil þörf verði á aðkomu fjármögnunaraðila í þessari vaxandi atvinnugrein á komandi árum. Mikil þörf sé einnig á uppbyggingu og fjármögnun margvíslegra innviða og bankinn sé vel í stakk búinn til að taka þátt í þeim verkefnum sem framundan eru. Fagnar vaxtalækkun Eignagæði séu áfram góð og langvarandi hátt vaxtastig hafi ekki haft teljandi áhrif á lánabók bankans, þó aðeins beri á auknum vanskilum á ótryggðum lánum, en heildarfjárhæð ótryggðra lána bankans sé lítil í samhengi við heildarumfang útlána. Fregnir af þverrandi verðbólgu á haustmánuðum og vaxtalækkunarákvörðun Seðlabankans í byrjun októbermánaðar hafi því verið góðar fréttir og gangi spár greiningaraðila eftir muni verðbólga halda áfram að hjaðna á komandi mánuðum, sem ætti að skapa rými til frekari vaxtalækkana Seðlabankans. „Við leggjum mikla áherslu á að efla fjárhagslega heilsu viðskiptavina okkar og nýtum til þess margvísleg verkfæri. Að undanförnu höfum við verið í samskiptum við viðskiptavini sem eru með lán þar sem komið er að vaxtaendurskoðun og verið viðskiptavinum innan handar í krefjandi vaxtaumhverfi. Þá mun bankinn áfram leggja mikla áherslu á fræðslu um fjármál til að tryggja að viðskiptavinir okkar séu vel upplýstir um þá kosti sem í boði eru.“ Helstu atriði í fjárhagslegri afkomu Íslandsbanka á fyrstu níu mánuðum ársins 2024: Hagnaður af rekstri bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 nam 18,0 milljörðum króna (9M23: 18,4 milljarðar króna). Arðsemi eigin fjár var 10,9% á ársgrundvelli (9M23: 11,3%). Hreinar vaxtatekjur á fyrstu níu mánuðum ársins námu 36,4 milljörðum króna, sem er samdráttur um 1,3% á milli ára. Hreinar þóknanatekjur drógust saman um 1,7% á milli ára, og námu 10,3 milljörðum króna á fyrstu 9 mánuðum ársins, samanborið við 10,5 milljarða króna á sama tímabili árið 2023. Hrein fjármagnsgjöld voru 507 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2024, samanborið við fjármagnsgjöld að fjárhæð 214 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins í fyrra. Stjórnunarkostnaður var 21,3 milljarðar króna fyrstu níu mánuði ársins, ef frá er talin 470 milljón króna stjórnvaldssekt sem gjaldfærð var á öðrum ársfjórðungi, samanborið við 19,8 milljarða króna stjórnunarkostnað á fyrstu níu mánuðum ársins 2023, ef frá er talin gjaldfærsla að fjárhæð 860 milljónir króna vegna stjórnvaldssektar. Kostnaðarhlutfall bankans, leiðrétt fyrir stjórnvaldssektum, hækkaði úr 41,3% á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 í 44,2% á fyrstu níu mánuðum ársins 2024. Virðisbreyting fjáreigna var jákvæð um 293 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2024, samanborið við virðisrýrnun sem nam 13 milljónum króna fyrir sama tímabil árið áður. Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Mest lesið Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Þetta kemur fram í árshlutareikningi bankans, sem gefinn var út í dag. Þar er haft eftir Jóni Guðna Ómarssyni, bankastjóra, að rekstur bankans hafi gengið vel á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eigin fjár hafi verið 13,2 prósent á fjórðungnum, sem sé yfir fjárhagsmarkmiðum bankans. Arðsemi eiginfjár á fyrstu níu mánuðum ársins hafi verið 10,9 prósent, sem sé einnig yfir fjárhagsmarkmiðum. Tekjur hafi aukist um tæp 4 prósent samanborið við sama ársfjórðung í fyrra og kostnaðarhlutfall hafi verið 41,4 prósent á þriðja ársfjórðungi, og 44,2 prósent fyrir fyrstu níu mánuði ársins, en markmið bankans sé að það hlutfall sé undir 45 prósentum. Unnið hafi verið að straumlínulögun í rekstri með hagræðingu að leiðarljósi. Bankinn vel í stakk búinn til að mæta eftirspurn Í lok septembermánaðar hafi bankinn haldið vel sótt Fjármálaþing þar sem ný þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka hafi verið kynnt fyrir viðskiptavinum. Að þessu sinni hafi einnig verið sérstök áhersla á landeldi og ljóst að mikil þörf verði á aðkomu fjármögnunaraðila í þessari vaxandi atvinnugrein á komandi árum. Mikil þörf sé einnig á uppbyggingu og fjármögnun margvíslegra innviða og bankinn sé vel í stakk búinn til að taka þátt í þeim verkefnum sem framundan eru. Fagnar vaxtalækkun Eignagæði séu áfram góð og langvarandi hátt vaxtastig hafi ekki haft teljandi áhrif á lánabók bankans, þó aðeins beri á auknum vanskilum á ótryggðum lánum, en heildarfjárhæð ótryggðra lána bankans sé lítil í samhengi við heildarumfang útlána. Fregnir af þverrandi verðbólgu á haustmánuðum og vaxtalækkunarákvörðun Seðlabankans í byrjun októbermánaðar hafi því verið góðar fréttir og gangi spár greiningaraðila eftir muni verðbólga halda áfram að hjaðna á komandi mánuðum, sem ætti að skapa rými til frekari vaxtalækkana Seðlabankans. „Við leggjum mikla áherslu á að efla fjárhagslega heilsu viðskiptavina okkar og nýtum til þess margvísleg verkfæri. Að undanförnu höfum við verið í samskiptum við viðskiptavini sem eru með lán þar sem komið er að vaxtaendurskoðun og verið viðskiptavinum innan handar í krefjandi vaxtaumhverfi. Þá mun bankinn áfram leggja mikla áherslu á fræðslu um fjármál til að tryggja að viðskiptavinir okkar séu vel upplýstir um þá kosti sem í boði eru.“ Helstu atriði í fjárhagslegri afkomu Íslandsbanka á fyrstu níu mánuðum ársins 2024: Hagnaður af rekstri bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 nam 18,0 milljörðum króna (9M23: 18,4 milljarðar króna). Arðsemi eigin fjár var 10,9% á ársgrundvelli (9M23: 11,3%). Hreinar vaxtatekjur á fyrstu níu mánuðum ársins námu 36,4 milljörðum króna, sem er samdráttur um 1,3% á milli ára. Hreinar þóknanatekjur drógust saman um 1,7% á milli ára, og námu 10,3 milljörðum króna á fyrstu 9 mánuðum ársins, samanborið við 10,5 milljarða króna á sama tímabili árið 2023. Hrein fjármagnsgjöld voru 507 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2024, samanborið við fjármagnsgjöld að fjárhæð 214 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins í fyrra. Stjórnunarkostnaður var 21,3 milljarðar króna fyrstu níu mánuði ársins, ef frá er talin 470 milljón króna stjórnvaldssekt sem gjaldfærð var á öðrum ársfjórðungi, samanborið við 19,8 milljarða króna stjórnunarkostnað á fyrstu níu mánuðum ársins 2023, ef frá er talin gjaldfærsla að fjárhæð 860 milljónir króna vegna stjórnvaldssektar. Kostnaðarhlutfall bankans, leiðrétt fyrir stjórnvaldssektum, hækkaði úr 41,3% á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 í 44,2% á fyrstu níu mánuðum ársins 2024. Virðisbreyting fjáreigna var jákvæð um 293 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2024, samanborið við virðisrýrnun sem nam 13 milljónum króna fyrir sama tímabil árið áður.
Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Mest lesið Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent