Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá á ný Frá og með mánudeginum 15. apríl munu allir landsmenn hafa greiðan aðgang að kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá, alla daga ársins klukkan 18:30. Opinn fréttagluggi mun ná yfir fréttir, sportpakkann og Ísland í dag. Innlent 12. apríl 2024 10:28
Arion áminntur fyrir verklag í skoðun á mögulegum innherjasvikum Viðurlaganefnd Kauphallarinnar áminnti Arion banka opinberlega í dag fyrir að brjóta þannig gegn reglum hennar að hún gat ekki sinnt eftirliti þegar grunur um möguleg innherjasvik kom upp. Ekki var til upptaka af símtali miðlara við fjárfesti sem Kauphöllin sóttist eftir. Viðskipti innlent 11. apríl 2024 19:13
Lítil eftirspurn eftir hlutum Play Áskriftir að fjárhæð 105 milljónum króna bárust í almennu hlutafjárútboði Play. Boðnir voru út hlutir að andvirði hálfs milljarðar og eftirspurnin því um tuttugu prósent. Áður höfðu borist bindandi áskriftarloforð frá núverandi hluthöfum og öðrum fjárfestum upp á 4,5 milljarða. Viðskipti innlent 11. apríl 2024 18:26
Ragnar Páll og Petrea Ingileif koma ný inn í stjórn Sýnar Ragnar Páll Dyer og Petrea Ingileif Guðmundsdóttir voru kjörin í stjórn Sýnar á aðalfundi félagsins, sem lauk nú á fimmta tímanum. Viðskipti innlent 11. apríl 2024 17:05
Þrjú ný andlit í framkvæmdastjórn Sýnar Þrjú koma ný inn í framkvæmdastjórn Sýnar hf. Stjórn félagsins samþykkti nýtt skipulag á aðalfundi sínum í dag og tilkynnti til Kauphallar. Skipulagsbreytingarnar eiga að miða að því að auka skilvirkni í rekstri félagsins. Viðskipti innlent 11. apríl 2024 15:21
Oculis að klára milljarða hlutafjárútboð og áformar skráningu í Kauphöllina Augnlyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, stofnað af tveimur íslenskum prófessorum, er núna á lokametrunum með að klára stóra hlutafjáraukningu frá meðal annars íslenskum fjárfestum og setur stefnuna í kjölfarið á skráningu í Kauphöllina hér heima. Félagið yrði þá tvískráð – því var fleytt á markað í Bandaríkjunum fyrir rétt rúmlega einu ári – en það er í dag með markaðsvirði upp á liðlega sextíu milljarða króna. Innherji 11. apríl 2024 12:14
Mun stýra mannauðsmálum Alvotech Jenný Sif Steingrímsdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra mannauðsmála hjá Alvotech. Jenný gekk til liðs við Alvotech í október 2022 og hefur verið mannauðsráðgjafi fyrir rannsóknar- og þróunarsvið Alvotech. Viðskipti innlent 11. apríl 2024 09:37
Verður samskiptastjóri Skaga Erla Tryggvadóttir hefur verið ráðin samskiptastjóri Skaga, móðurfélags VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og SIV eignastýringar. Hún hefur síðustu ár gegnt stöðu samskiptastjóra VÍS. Viðskipti innlent 11. apríl 2024 09:34
Eimskip og Mærsk fylgjast að í miklum gengislækkunum Eftir nærri þrjátíu prósenta lækkun frá áramótum er hlutabréfaverð Eimskips komið á svipaðar slóðir og fyrir þremur árum. Það er svipuð lækkun og hjá risanum A.P. Møller-Mærsk sem margir innlendir fjárfestar horfa til þegar rýnt er í þróun í skipaflutningi. Eimskip sendi frá afkomuviðvörun í lok síðustu viku en félagið er hins vegar betur rekið og arðbærar en fyrir faraldurinn, að mati hlutabréfagreinanda. Innherji 10. apríl 2024 13:22
Segir Play með 45 prósent íslenskra farþega í Keflavík Nýr forstjóri Play segir flugfélagið komið með 45 prósent íslenskra farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll. Hann segir vísbendingar um að ferðamannafjöldi til Íslands í ár verði svipaður og í fyrra, jafnvel meiri. Viðskipti innlent 9. apríl 2024 21:21
Stærsti fjárfestirinn í frumútboði Ísfélagsins heldur áfram að bæta við sig Helstu íslensku lífeyrissjóðirnir í hluthafahópi Ísfélagsins hafa á undanförnum vikum og mánuðum haldið áfram að bæta við eignarhlut sinn í sjávarútvegsfyrirtækinu en það var skráð á markað undir lok síðasta árs. Sá fjárfestir sem var langsamlega umsvifamestur í frumútboði félagsins, Lífeyrissjóður verslunarmanna, hefur frá þeim tíma stækkað hlut sinn um meira en þriðjung í viðskiptum á eftirmarkaði. Innherji 9. apríl 2024 14:59
Play hefur flug til „heimkynna jólasveinsins“ Flugfélagið Play hefur sett í sölu flug til þorpsins Rovaniemi í norðurhluta Finnlands. Viðskipti innlent 9. apríl 2024 12:40
Vogunarsjóðum Akta reitt þungt högg eftir óvænt gengisfall Alvotech Ævintýralegar sveiflur hafa verið á gengi vogunarsjóða í stýringu Akta á undanförnum vikum samhliða hröðu risi og síðan falli á hlutabréfaverði Alvotech. Sjóðastýringarfélagið hefur lagt mikið undir á Alvotech, sem fékk undir lok febrúar langþráð samþykki fyrir markaðsleyfi í Bandaríkjunum, en einn af flaggskipssjóðum Akta tók dýfu um nærri fimmtíu prósent á nokkrum viðskiptadögum þegar það fór að síga á ógæfuhliðina hjá líftæknilyfjafyrirtækinu á hlutabréfamarkaði. Innherji 9. apríl 2024 10:29
Bein útsending: Hlutafjárútboð Play hefst í dag Hlutafjárútboð Fly Play hf. hefst klukkan 10 í dag og lýkur fimmtudaginn 11. apríl 2024 klukkan 16. Opinn kynningarfundur hefst klukkan 10 á skrifstofum Play að Suðurlandsbraut 14. Sýnt verður frá fundinum hér á Vísi. Viðskipti innlent 9. apríl 2024 09:50
Samkeppni á áætlunarflugi til og frá Íslandi hefur verið þjóðfélaginu öllu til mikilla hagsbóta Á aðalfundi Icelandair í mars sl. fjallaði Bogi Nils Bogason forstjóri félagsins í ræðu um samkeppni í áætlunarflugi til og frá Íslandi. Vék hann m.a. að rekstrarumhverfi flugfélaga sem starfa hér á landi og bar þær saman við aðstæður annars staðar í Evrópu. Skoðun 8. apríl 2024 15:30
Óvænt sjötta framboð til stjórnar Sýnar Mariam Laperashvili, fyrrverandi markaðsstjóri miðla hjá Sýn, hefur boðið sig fram til stjórnar félagsins. Tilnefningarnefnd hafði áður tilkynnt um þau fimm sem lagt er til að taki sæti í stjórn. Viðskipti innlent 8. apríl 2024 09:35
Stjórnarformaðurinn getur ekki tjáð sig Arnar Þór Másson, stjórnarformaður Marels, segist ekki geta tjáð sig um samþykkt á yfirtökutilboði JBT í Marel. Viðskipti innlent 5. apríl 2024 12:21
Stórum hluthafa í Marel snýst hugur og styður nú yfirtökutilboð JBT Adam Epstein, sem fer fyrir vogunarsjóði sem er einn stærsti erlendi hluthafi Marels, styður yfirtökutilboð John Bean Technologies (JBT) í núverandi mynd. Þegar bandaríska matvælatæknifyrirtækið lagði fyrst fram tilboð sitt var hann algerlega andvígur því. Innherji 5. apríl 2024 10:53
Stækkar stöðuna í Reitum og segir vöntun á fjárfestum sem veiti aðhald Einkafjárfestir, með mikla reynslu af fasteignarekstri, hefur gert sig gildandi í hluthafahópi Reita með því að bæta við hlut sinn fyrir um það bil einn milljarð króna að undanförnu. Hann telur að markaðsvirði fasteignafélaganna í Kauphöllinni sé „alltof lágt“ og bendir á að það sé ekki í samhengi við endurstofnvirði fasteigna þeirra. Innherji 5. apríl 2024 08:17
Samkomulag í höfn um skilmála yfirtökutilboðs JBT í allt hlutafé í Marel Marel hefur undirritað samkomulag við John Bean Technologies Corporation (JBT) um helstu skilmála í tengslum við fyrirhugað yfirtökutilboð í allt útistandandi hlutafé í Marel, líkt og áður hefur verið tilkynnt um. Yfirtökutilboðið, sem felur í sér valfrjálst yfirtökutilboð á verðinu 3,60 evrur á hlut, verði lagt fram í maí næstkomandi og gert ráð fyrir að viðskiptin verði frágengin fyrir árslok. Viðskipti innlent 5. apríl 2024 07:06
Fyrstu 757-þotu Íslendinga lagt eftir 33 ára þjónustu Fyrstu Boeing 757-þotunni sem Íslendingar eignuðust, TF-FIH, hefur núna verið lagt, eftir 33 ára þjónustu hjá Icelandair. Engin flugvélartegund hefur þjónað íslenskum flugfarþegum jafn lengi og þessi. Innlent 4. apríl 2024 21:07
Hækka lánshæfismat bankanna Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings (S&P) hækkaði í dag lánshæfismat Íslandsbanka, Landsbankans og Arion banka úr BBB í BBB+. Efnahagslegt ójafnvægi er sagt hafa dvínað og eru horfur stöðugar. Viðskipti innlent 4. apríl 2024 12:52
Lækkar óverðtryggða en hækkar verðtryggða Arion banki hefur breytt inn- og útlánavöxtum bankans frá og með deginum í dag. Óverðtryggðir fastir 3 ára íbúðalánavextir lækka um 0,50 prósentustig og verða 8,95 prósent og verðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir hækka um 0,25 prósentustig og verða 4,04 prósent. Viðskipti innlent 4. apríl 2024 10:07
Fjárfestar tóku dræmt í skilaboð Alvotech um stóran sölusamning „á næstu vikum“ Skilaboð Alvotech um stöðuna í viðræðum vegna sölusamninga vestanhafs á stuttum kynningarfundi í hádeginu ollu nokkrum vonbrigðum meðal innlendra fjárfesta og féll hlutabréfaverð félagsins skarpt strax að afloknum fundi. Félagið segist vera á „lokastigi“ með að klára samning við einn stærsta söluaðilann í Bandaríkjunum vegna líftæknilyfjahliðstæðunnar Simlandi. Innherji 3. apríl 2024 14:19
Alvotech í mótvindi þegar eftirspurn innlendra fjárfesta mettaðist Gæfan hefur snúist hratt gegn hlutabréfafjárfestum í Alvotech sem hafa séð bréfin lækka um þriðjung eftir að félagið náði hinum langþráða áfanga að fá markaðsleyfi í Bandaríkjunum. Enn er beðið eftir að fyrirtækið ljúki stórum sölusamningum vestanhafs og væntingar um innkomu nýrra erlendra fjárfesta á kaupendahliðina hafa ekki gengið eftir. Skarpt verðfall síðustu viðskiptadaga framkallaði veðköll á skuldsetta fjárfesta en á sama tíma og búið er að þurrka út stóran hluta af hækkun ársins hafa erlendir greinendur tekið vel í uppfærða afkomuáætlun Alvotech og hækkað verðmöt sín á félagið. Innherji 3. apríl 2024 10:55
Ráðin yfirlögfræðingur VÍS trygginga Bergrún Elín Benediktsdóttir hefur verið ráðin sem yfirlögfræðingur VÍS trygginga. Viðskipti innlent 2. apríl 2024 10:44
Reikna með 220 milljörðum króna í tekjur Í afkomuspá Icelandair fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að heildartekjur ársins nemi 220 milljörðum króna. Gert er ráð fyrir tveggja til fjögurra prósenta rekstrarhagnaði af tekjum. Viðskipti innlent 2. apríl 2024 10:05
Wow lifir enn góðu lífi í undraheimi Roosevelt Edwards Michele Roosevelt Edwards sendi páskakveðju frá Wow Air til fylgjenda sinna á LinkedIn í ár eins og hún hefur gert síðustu fjögur ár. Hún endurnýtir eldgamlar myndir og auglýsingar með kveðjunum. Þar að auki virðist hún hafa víkkað starfsemina út í veðreiðar með Wow Equine Services. Viðskipti erlent 2. apríl 2024 09:01
Lækkun Úrvalsvísitölunnar tók niður CAPE-hlutfallið í marsmánuði Úrvalsvísitalan lækkaði talsvert í síðasta mánuði á sama tíma og ávöxtunarkrafa óverðtryggðra ríkisskuldabréfa hækkaði. Virði félaga í Kauphöllinni hefur fallið nokkuð á árinu sem hlutfall af hagsveifluleiðréttum hagnaði þeirra. Umræðan 2. apríl 2024 08:28
Hagnaður Stefnis minnkaði um ellefu prósent eftir sveiflukennt ár á mörkuðum Sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir, sem er í eigu Arion banka, skilaði um 1.095 milljóna króna hagnaði í fyrra og dróst hann saman um meira en ellefu prósent en eignir í stýringu minnkuðu jafnframt lítillega á ári sem einkenndist af sveiflum á verðbréfamörkuðum. Innlausnir hjá fjárfestum í stærsta innlenda hlutabréfasjóði landsins voru samtals tæplega 2,5 milljarðar á síðasta ári. Innherji 1. apríl 2024 11:03