RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. ágúst 2025 23:31 Eiríkur Rögnvaldsson er prófessor emerítus í íslenskri málfræði. Vísir/Samsett Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, segir Ríkisútvarpið ekki bara grafa undan íslenskunni heldur einnig undan eigin tilvist með því að birta auglýsingu Sýnar. Um er að ræða auglýsingu þar sem vakin er athygli á útsendingu Sýnar á leikjum í ensku úrvalsdeildinni en hún hefst á orðunum „Here it is. The Premier League is back!“ Allt tal í auglýsingunni er á ensku og eina íslenskan í henni kemur fram á textaspjaldi í lok auglýsingarinnar. Eiríkur Rögnvaldsson skrifaði grein í dag þar sem hann segir auglýsinguna ganga í berhögg við lög og málstefnu Ríkisútvarpsins. Hann hafi einnig skrifað Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra bréf í þeirri von að Ríkisútvarpið birti ekki auglýsinguna aftur í sömu mynd. Áhyggjuefni og óskiljanlegt Í grein sinni segir Eiríkur að auglýsingin samræmist engan veginn sjöttu grein laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu en þau kveða meðal annars á um að auglýsingar sem höfða eigi til íslenskra neytenda skuli vera á íslensku. Ekki nóg með það heldur segir Eiríkur auglýsinguna jafnframt „skýlaust brot“ á grein 7.5 í málstefnu Ríkisútvarpsins þar sem segir að auglýsingar skuli almennt vera á íslensku en að heimilt sé að erlendir söngtextar séu hluti auglýsingar. Erlent tal í auglýsingum sé heimilt ef sérstök ástæða sé fyrir því en að því skuli fylgja þýðing. „Það er áhyggjuefni og raunar óskiljanlegt að svona augljóst brot á lögum og málstefnu skuli komast í gegn hjá auglýsingadeild Ríkisútvarpsins og ég vonast til að það séu mistök en ekki „einbeittur brotavilji“ sem liggi þar að baki,“ segir Eiríkur. Í augljósri andstöðu við lög Hann segir að auðvelt væri að setja íslenskan texta við auglýsinuna svo hún samræmist lögum og málstefnu Ríkisútvarpsins. Verði hún birt áfram óbreytt verði málstefnan orðið að marklausu plaggi. „Þótt einhverjum kunni að virðast það sparðatíningur að fetta fingur út í eina auglýsingu á ensku, og birting umræddrar auglýsingar sé vonandi mistök eins og áður segir, er það í sjálfu sér grafalvarlegt að slík mistök skuli gerð og er lýsandi dæmi um það hversu sljó við erum orðin gagnvart enskunni í umhverfinu,“ skrifar Eiríkur. Hann segir meira hanga á spýtunni. „Samkvæmt fyrstu grein laga um Ríkisútvarpið nr. 23/2013 er eitt meginhlutverk þess að „leggja rækt við íslenska tungu“, og til þessa hlutverks er oft vísað til þess að rökstyðja og réttlæta tilvist ríkisrekins fjölmiðils. Með því að birta auglýsingu á ensku í augljósri andstöðu við bæði lög og eigin málstefnu er Ríkisútvarpið því ekki eingöngu að grafa undan íslenskunni, heldur einnig undan eigin tilvist.“ Uppfært 18. ágúst klukkan 14:08 Auglýsingin hefur verið tekin úr birtingu hjá RÚV. Vísir er í eigu Sýnar. Ríkisútvarpið Sýn Auglýsinga- og markaðsmál Íslensk tunga Fjölmiðlar Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Sjá meira
Um er að ræða auglýsingu þar sem vakin er athygli á útsendingu Sýnar á leikjum í ensku úrvalsdeildinni en hún hefst á orðunum „Here it is. The Premier League is back!“ Allt tal í auglýsingunni er á ensku og eina íslenskan í henni kemur fram á textaspjaldi í lok auglýsingarinnar. Eiríkur Rögnvaldsson skrifaði grein í dag þar sem hann segir auglýsinguna ganga í berhögg við lög og málstefnu Ríkisútvarpsins. Hann hafi einnig skrifað Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra bréf í þeirri von að Ríkisútvarpið birti ekki auglýsinguna aftur í sömu mynd. Áhyggjuefni og óskiljanlegt Í grein sinni segir Eiríkur að auglýsingin samræmist engan veginn sjöttu grein laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu en þau kveða meðal annars á um að auglýsingar sem höfða eigi til íslenskra neytenda skuli vera á íslensku. Ekki nóg með það heldur segir Eiríkur auglýsinguna jafnframt „skýlaust brot“ á grein 7.5 í málstefnu Ríkisútvarpsins þar sem segir að auglýsingar skuli almennt vera á íslensku en að heimilt sé að erlendir söngtextar séu hluti auglýsingar. Erlent tal í auglýsingum sé heimilt ef sérstök ástæða sé fyrir því en að því skuli fylgja þýðing. „Það er áhyggjuefni og raunar óskiljanlegt að svona augljóst brot á lögum og málstefnu skuli komast í gegn hjá auglýsingadeild Ríkisútvarpsins og ég vonast til að það séu mistök en ekki „einbeittur brotavilji“ sem liggi þar að baki,“ segir Eiríkur. Í augljósri andstöðu við lög Hann segir að auðvelt væri að setja íslenskan texta við auglýsinuna svo hún samræmist lögum og málstefnu Ríkisútvarpsins. Verði hún birt áfram óbreytt verði málstefnan orðið að marklausu plaggi. „Þótt einhverjum kunni að virðast það sparðatíningur að fetta fingur út í eina auglýsingu á ensku, og birting umræddrar auglýsingar sé vonandi mistök eins og áður segir, er það í sjálfu sér grafalvarlegt að slík mistök skuli gerð og er lýsandi dæmi um það hversu sljó við erum orðin gagnvart enskunni í umhverfinu,“ skrifar Eiríkur. Hann segir meira hanga á spýtunni. „Samkvæmt fyrstu grein laga um Ríkisútvarpið nr. 23/2013 er eitt meginhlutverk þess að „leggja rækt við íslenska tungu“, og til þessa hlutverks er oft vísað til þess að rökstyðja og réttlæta tilvist ríkisrekins fjölmiðils. Með því að birta auglýsingu á ensku í augljósri andstöðu við bæði lög og eigin málstefnu er Ríkisútvarpið því ekki eingöngu að grafa undan íslenskunni, heldur einnig undan eigin tilvist.“ Uppfært 18. ágúst klukkan 14:08 Auglýsingin hefur verið tekin úr birtingu hjá RÚV. Vísir er í eigu Sýnar.
Ríkisútvarpið Sýn Auglýsinga- og markaðsmál Íslensk tunga Fjölmiðlar Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Sjá meira