Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ Agnar Már Másson skrifar 16. ágúst 2025 13:18 Fjölmiðlanefnd sektaði Símann í gær fyrir að auglýsa ókeypis veðmálasíðu á vettvangi sínum. Samsett mynd/Sýn/Getty Samtök áhugafólks um fagna spilafíkn viðbrögðum Fjölmiðlanefndar, sem sektaði í gær Símann fyrir að auglýsa veðmálasíðu sem hafði ekki starfsleyfi á Íslandi. Formaður samtakanna segir það ekki koma á óvart að nánast ekkert eftirlit sé með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi enda sé lítið sem ekkert eftirlit með þeirri starfssemi sem er lögleg. Greint var frá því á Vísi í gær að fjölmiðlanefnd hefði sektað Símann um eina milljón króna fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu sem hafði ekki leyfi til að reka slíka starfsemi hér á landi. Samtök áhugafólks um spilafíkn fagna viðbrögðum Fjölmiðlanefndar en Alma Björk Hafsteinsdóttir, formaður Samtakanna, vill sjá stjórnvöld stíga fastar til jarðar. Veðmálasíðan sem um ræðir nefnist Rizk.fun og er ókeypis útgáfa af erlendu veðmálasíðunni Rizk.com. Alma segir þetta sýna hvað fyrirtæki eru tilbúin að ganga langt til að auglýsa sig. Aðspurð segir hún að þetta sé ekki eins og að auglýsa áfengislausar veigar. „Þetta er náttúrulega ekki eins og áfengislaus bjór, heldur er þetta í rauninni leið til að komast að almenningi á Íslandi og þeir kjósa að fara þessa leið því að þegar að á leiðarenda er komið þá er þetta náttúrulega bara veðmálasíða,“ segir Alma hjá SÁS. Hún tekur fram að fyrirtæki séu ekki að setja upp skemmtilegar síður með það að markmiði að fólk geti leikið sér, heldur sé tilgangurinn alltaf sá sami: að fá fólk til að leggja peninga undir í fjárhættuspilum. Alma segir að stjórnvöld þurfi að átta sig betur á stöðu mála og bregðast við. Hún bendir á að þau veðmálafyrirtæki sem leyfð eru hér á landi fari ekki alltaf eftir lögum og notist til dæmis gagnrýnt duldar auglýsingar eins og merktan fatnað. „Þannig að það kemur okkur ekkert á óvart að það skuli ekki vera neitt eftirlit eða nein viðurlög við ólöglegri starfsemi, vegna þess að menn eru ekki einu sinni að bregðast við starfseminni sem þó er leyfð,“ segir Alma Björk og tekur fram að fjárhættuspil séu ekki eins og hver önnur vara. „Íslensk stjórnvöld hafa algjörlega sofið á verðinum og við stöndum frammi fyrir gríðarlegum vanda, sérstaklega hvað varðar ungt fólk og unga karlmenn. Það þarf að bregðast við.“ Fjárhættuspil Fjarskipti Neytendur Fjármál heimilisins Fíkn Auglýsinga- og markaðsmál Síminn Mest lesið Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Greint var frá því á Vísi í gær að fjölmiðlanefnd hefði sektað Símann um eina milljón króna fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu sem hafði ekki leyfi til að reka slíka starfsemi hér á landi. Samtök áhugafólks um spilafíkn fagna viðbrögðum Fjölmiðlanefndar en Alma Björk Hafsteinsdóttir, formaður Samtakanna, vill sjá stjórnvöld stíga fastar til jarðar. Veðmálasíðan sem um ræðir nefnist Rizk.fun og er ókeypis útgáfa af erlendu veðmálasíðunni Rizk.com. Alma segir þetta sýna hvað fyrirtæki eru tilbúin að ganga langt til að auglýsa sig. Aðspurð segir hún að þetta sé ekki eins og að auglýsa áfengislausar veigar. „Þetta er náttúrulega ekki eins og áfengislaus bjór, heldur er þetta í rauninni leið til að komast að almenningi á Íslandi og þeir kjósa að fara þessa leið því að þegar að á leiðarenda er komið þá er þetta náttúrulega bara veðmálasíða,“ segir Alma hjá SÁS. Hún tekur fram að fyrirtæki séu ekki að setja upp skemmtilegar síður með það að markmiði að fólk geti leikið sér, heldur sé tilgangurinn alltaf sá sami: að fá fólk til að leggja peninga undir í fjárhættuspilum. Alma segir að stjórnvöld þurfi að átta sig betur á stöðu mála og bregðast við. Hún bendir á að þau veðmálafyrirtæki sem leyfð eru hér á landi fari ekki alltaf eftir lögum og notist til dæmis gagnrýnt duldar auglýsingar eins og merktan fatnað. „Þannig að það kemur okkur ekkert á óvart að það skuli ekki vera neitt eftirlit eða nein viðurlög við ólöglegri starfsemi, vegna þess að menn eru ekki einu sinni að bregðast við starfseminni sem þó er leyfð,“ segir Alma Björk og tekur fram að fjárhættuspil séu ekki eins og hver önnur vara. „Íslensk stjórnvöld hafa algjörlega sofið á verðinum og við stöndum frammi fyrir gríðarlegum vanda, sérstaklega hvað varðar ungt fólk og unga karlmenn. Það þarf að bregðast við.“
Fjárhættuspil Fjarskipti Neytendur Fjármál heimilisins Fíkn Auglýsinga- og markaðsmál Síminn Mest lesið Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira