Jólavefur Vísis

Jólavefur Vísis

Allt um undirbúninginn, aðventuna, uppskriftir, jólalög og margt fleira.

Fréttamynd

Sex hundruð Úkraínu­menn á jóla­balli í Vestur­bænum

Úkraínskt og íslenskt jólaball verður haldið í samfélagshúsi fyrir flóttamenn frá Úkraínu í dag. Von er á um sex hundruð manns í hangikjöt og annan jólamat. Talsmaður samtakanna sem skipuleggur ballið þakkar Íslendingum fyrir velvild í garð flóttamanna.

Jól
Fréttamynd

Ís­lenskt jólasveinapöbbarölt að banda­rískri fyrir­mynd: „Þetta er ein af þessum helgum sem þú gleymir aldrei“

Fullorðnir jólaáhugamenn landsins safnast saman næsta laugardag þegar svokallað jólapöbbarölt fer fram í miðbæ Reykjavíkur. Á pöbbaröltinu, eða SantaCon eins og það er iðulega kallað í Bandaríkjunum, er fólk hvatt til að mæta klætt sem jólasveinn. Þar sem Íslendingar státa þrettán mismunandi jólasveinum þá á skipuleggjandi viðburðarins von á mikilli stemningu. 

Jól
Fréttamynd

Íslensku tröllin í aðalhlutverki í nýrri ævintýramynd

Í nýrri stiklu fyrir fjölskyldu- og ævintýramyndina Jólamóðir eru kynntir til leiks landsþekkir karakterar og þjóðargersemi, íslensku tröllin. Um leikstjórn sá hinn 27 ára gamli Jakobs Hákonarsonar, sem spreytir sig á stóra tjaldinu í fyrsta skiptið.

Jól
Fréttamynd

Fékk verstu jóla­gjöfina frá al­heiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í al­gjöru móki“

Leik- og söngkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir var mikið jólabarn á sínum yngri árum. Hún hefur þó róast töluvert með árunum og segist vera sátt ef hún nær að setja aðventukransinn upp fyrir jól. Hið sanna hátíðarskap hellist þó alltaf yfir Þórdísi á Þorláksmessu þegar faðir hennar dregur hana í búðir til þess að finna jólagjöf handa móður hennar. Þórdís er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

Vilja færa glataða frídaga yfir á næsta virka dag

Ef lögbundinn frídag ber upp á laugardegi eða sunnudegi á frídagurinn að færast yfir á næsta virka dag. Þetta gengur nýtt frumvarp þingmanna Pírata út á en með því vilja þeir tryggja að lögbundnir frídagar fari ekki til spillis.

Innlent
Fréttamynd

Halda jóla­ball fyrir úkraínsk börn og óska eftir gjöfum

Samtökin Flotta Fólk sem hafa rekið viðamikla starfsemi í þágu Úkraínskra flóttamanna, halda jólaball fyrir Úkraínsk börn í næstkomandi laugardag. Samtökin bjóða þeim sem vilja gefa barni gjöf, að skila innpakkaðri gjöf í úthlutunarmiðstöð þeirra að Neskirkju milli klukkan17:30 og 19:30 í dag eða á Aflagranda 40 á morgun á milli klukkan 11-12:00.

Jól
Fréttamynd

Táraðist yfir jóla­gjöfinni frá eigin­manninum

Það er óhætt að segja að það sé brjálað að gera hjá tónlistarkonunni Margréti Eir í aðdraganda jólanna. Fyrir utan það að vera að fara syngja á hinum ýmsu jólatónleikum, þá ætlar hún sér að baka yfir sex sortir af smákökum fyrir jólin. En það er einmitt baksturinn sem hringir inn jólin fyrir Margréti. Margrét Eir er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

Hlýja jólagjöfin fæst í Dún og fiður

Hlýrri og notalegri jólagjöf er vart hægt að finna en mjúka dúnsæng. Anna Bára Ólafsdóttir, eigandi verslunarinnar Dún og fiður segir dúnsæng og kodda geta enst í tugi ára með réttri meðhöndlun og viðhaldi.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Bókaþjóðin elskar Birgittu

Salan á barnabókum söngkonunnar Birgittu Haukdal er nú þegar orðin 20 þúsund eintök. Í stefnir að hún muni selja 30 þúsund eintök áður en þessi vertíð er á enda, sem er fáheyrt. Sjálf bókaþjóðin elskar Birgittu.

Menning
Fréttamynd

Ó­farir á jóla­dags­nótt: „Hann nær í nál og tvinna og saumar nokkur spor í rassinn á mér“

Samfélagsmiðlastjarnan og vélaverkfræðingurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir hefur aldrei verið jólabarn. Þegar hún var yngri sagðist hún hata jólin og í dag segist hún vera með bráðaofnæmi fyrir bæði jólalögum og jólamyndum. Hún kann þó vel að meta sörur móður sinnar og nýtur tímans með fjölskyldunni. Katrín Edda er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

„Það verður gaman að búa til okkar hefðir saman“

Hún byrjaði að skreyta í október, vekur börnin sín upp með jólalögum og veit fátt dásamlegra en jólahátíðina. Söngkonan og jólakúlan Selma Björns talar um hefðirnar, ástina og allt jólaskrautið, sem hún líkir við gamla góða vini. 

Jól
Fréttamynd

Besta jóla­gjöfin var bón­orð á að­fanga­dag

Jólin eru sannarlega tími tónlistarkonunnar Guðrúnar Árnýjar. Hún kynntist manninum sínum í desember mánuði fyrir 22 árum síðan og trúlofaðist honum á aðfangadag. Þá eru jólin alltaf annasamur en skemmtilegur tími hjá henni í tónlistinni. Guðrún Árný er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól