Ikea-geitin komin upp og bíður þess sem verða vill Jakob Bjarnar skrifar 16. október 2023 14:55 IKEA-geitin stendur stolt og býður veðri og vindum, og brennuvörgum, birginn. ikea IKEA-geitin er eitt tákn þess að jólin séu á næsta leyti. Mörgum þykir þetta snemmt en nú hefur henni verið stillt fram í Kauptúni og ljós tendruð. Lengi vel var geitin sérstakt skotmark brennuvarga og á tímabili var sem menn legðu metnað sinn í að bera að henni eld. En hún hefur fengið að standa óáreitt allra síðustu árin. Síðast kviknaði geitinni árið 2016. Að jólageit sé stillt upp sérstaklega til að fagna jólum er að sænskri fyrirmynd. Og IKEA, verandi sænskt fyrirtæki að upplagi, tók upp þann sið. Fyrsta geitin á Íslandi leit dagsins ljós árið 2010. Reyndar er það svo að það eru Svíar sem tóku upp á því að kveikja í fyrirbærinu í landi sínu, hefð er fyrir þeim óskunda þar og tóku íslenskir brennuvargar upp þann ósið. Oft hefur IKEA-geitin fengið það óþvegið af hálfu brennuvarga og eitt skipti, þegar öryggisgæslan var öflug, kveikti hún í sér sjálf.Bylgja Guðjónsdóttir Ekki er hægt að segja að IKEA-geitin hafi fengið að kemba hálm sinn í friði og spekt, ef svo má að orði komast. Að minnsta kosti þrisvar hefur brennuvörgum tekist að bera að henni eld og þá hefur hún farið illa í veðrum og vindum; til að mynda fauk hún um koll í óveðri árið 2011. Árið 2015 gripu stjórnendur IKEA til þess að auka öryggisgæslu og var geitin vöktuð allan sólarhringinn. Það dugði til að halda brennuvörgum frá en þá vildi ekki betur til en að í geitinni kviknaði en þá vegna útiseríu sem hékk utan á henni. IKEA höfðaði dómsmál í kjölfar brunans 2016 og dæmdi héraðsdómur þá þrjá aðila til að greiða skaðabætur sem nam 150 þúsund krónur á haus. Síðan hafa brennuvargarnir haft hægt um sig. @ikeaisland hún er mætt #ikea #fyrirþigsíða #fyp #viral #ikeaisland #christmas #ikeachristmas sonido original - frankaguilera13 IKEA Jól Garðabær Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Lengi vel var geitin sérstakt skotmark brennuvarga og á tímabili var sem menn legðu metnað sinn í að bera að henni eld. En hún hefur fengið að standa óáreitt allra síðustu árin. Síðast kviknaði geitinni árið 2016. Að jólageit sé stillt upp sérstaklega til að fagna jólum er að sænskri fyrirmynd. Og IKEA, verandi sænskt fyrirtæki að upplagi, tók upp þann sið. Fyrsta geitin á Íslandi leit dagsins ljós árið 2010. Reyndar er það svo að það eru Svíar sem tóku upp á því að kveikja í fyrirbærinu í landi sínu, hefð er fyrir þeim óskunda þar og tóku íslenskir brennuvargar upp þann ósið. Oft hefur IKEA-geitin fengið það óþvegið af hálfu brennuvarga og eitt skipti, þegar öryggisgæslan var öflug, kveikti hún í sér sjálf.Bylgja Guðjónsdóttir Ekki er hægt að segja að IKEA-geitin hafi fengið að kemba hálm sinn í friði og spekt, ef svo má að orði komast. Að minnsta kosti þrisvar hefur brennuvörgum tekist að bera að henni eld og þá hefur hún farið illa í veðrum og vindum; til að mynda fauk hún um koll í óveðri árið 2011. Árið 2015 gripu stjórnendur IKEA til þess að auka öryggisgæslu og var geitin vöktuð allan sólarhringinn. Það dugði til að halda brennuvörgum frá en þá vildi ekki betur til en að í geitinni kviknaði en þá vegna útiseríu sem hékk utan á henni. IKEA höfðaði dómsmál í kjölfar brunans 2016 og dæmdi héraðsdómur þá þrjá aðila til að greiða skaðabætur sem nam 150 þúsund krónur á haus. Síðan hafa brennuvargarnir haft hægt um sig. @ikeaisland hún er mætt #ikea #fyrirþigsíða #fyp #viral #ikeaisland #christmas #ikeachristmas sonido original - frankaguilera13
IKEA Jól Garðabær Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira