Húsnæðismál

Húsnæðismál

Fréttamynd

Nýtt hverfi í Reykjavík rís á Keldnalandinu

Á næstu árum mun rísa nýtt hverfi á Keldum og Keldnaholti en ríkið afsalaði sér landinu með formlegum hætti til Betri samgangna ohf. í gær. Skipulagsvinna hefst strax á næsta ári en svæðið er sagt vera álíka stórt og miðborg Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Verðbólgin heimili

Hversu mörg heimili standa óvarin þegar stýrivextir eru hækkaðir? Ég leitaðist við að fá þessu svarað í haust þegar Seðlabanki kom á fund fjárlaganefndar með fyrirspurn um hversu stórt hlutfall heimila er með óverðtryggð lán á breytilögum vöxtum.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­starf um stöðug­leika

Þegar ég bauð mig fram til Alþingis síðastliðið haust var það vegna þess að ég vildi gera vel. Ástandið í heiminum hefur haft áhrif á efnahagsástandið hér á landi sem og annar staðar. Við getum þó ornað okkur við það að allar líkur eru á að um tímabundið ástand sé að ræða, staða ríkissjóðs er mun sterkari en áður var gert ráð fyrir og viðsnúningur getur því orðið hraður þegar ástandið færist aftur í eðlilegt horf. Við þurfum þó að stíga varlega til jarðar næstu mánuði, tryggja stöðugleika og ná niður verðbólgu og vöxtum.

Skoðun
Fréttamynd

„Óásættanleg“ framganga leigufélaga

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir framgöngu sumra leigufélaga óásættanlega. Hún hvetur leigufélög til að axla ábyrgð og sýna hófstillingu. Vinna við endurskoðun húsaleigulaga hefst fljótlega.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta eru plástrar á svöðusár“

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins, segir að þær aðgerðir sem ríkisstjórnin kynnti í gær vegna kjarasamninga sýni að hún geri sér enga grein fyrir því hversu slæmt ástandið sé á mörgum heimilum hér á landi

Innlent
Fréttamynd

Nú hægt að fylgjast með í­búða­upp­byggingu í raun­tíma

Nýtt gagnvirkt Íslandskort Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) er komið í loftið. Þar er hægt að skoða öll byggingaráform á landinu í rauntíma sem og skoða allar íbúðir í byggingu. Hingað til hafa upplýsingarnar einungis verið birtar tvisvar á ári. Tölfræðingur hjá HMS segir að kortið verði mikilvægt stjórntæki á sviði húsnæðismála.

Innlent
Fréttamynd

Segja óhóflegar hækkanir óásættanlegar og vilja leiguþak

Þingmenn Flokks Fólksins, Samfylkingar og Vinstri grænna eru sammála um að setja þurfi á leiguþak eða grípa til sambærilegra aðgerða til að bregðast við stöðunni á leigumarkaði. Þingmaður Vinstri grænna á von á að hugað verði að því á næstunni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hafa getað komið í veg fyrir stöðuna en þau hafi svikið loforð um leigubremsu. 

Innlent
Fréttamynd

Uppgangur og íbúðaskortur í Ísafjarðarbæ

Eftir áratuga fólksfækkun er íbúum aftur farið að fjölga í Ísafjarðarbæ og nú er íbúðaskortur á svæðinu. Bæjarstjóri segir þetta nýja og spennandi stöðu. Þétta þurfi byggð og stækka eyrina í Skutulsfirði í náinni framtíð.

Innlent
Fréttamynd

Lands­bankinn hækkar vexti

Vextir Landsbankans hækka frá og með 12. desember næstkomandi. Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hækka um 0,25 prósentustig, sem og breytilegir vextir á verðtryggðum íbúðalánum. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir félagið nauðbeygt til að hækka leiguverð

Stjórnendur Ölmu leigufélags segjast nauðbeygðir til að hækka leiguverð á þeim samningum sem eru að renna út en segja að félagið muni eftir fremstu megni reyna að halda þeim hækkunum í lágmarki. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ingólfi Árna Gunnarsyni, framkvæmdastjóra Ölmu en Ingólfur hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár.

Innlent
Fréttamynd

Brynja fær íbúð en óttast einangrun á Ásbrú

Brynja Hrönn Bjarnadóttir, 65 ára öryrki sem fékk 30 prósenta hækkun á leiguverði í hausinn frá leigufélaginu Ölmu, flytur eftir tvær vikur úr Reykjavík á Ásbrú. Hún er þakklát að vera komin með nýja íbúð en kvíðir einangrun á Suðurnesjum enda geti hún ekki ekið bíl sjálf.

Innlent
Fréttamynd

Kallar eftir neyðarlögum um leigufélög og myndarlegri aðkomu ríkisins

Formaður VR segir að það muni líklega ekki taka lengri tíma en daginn í dag til að meta hvort flötur sé á samningi við Samtök atvinnulífsins. Hann segir gríðarlega mikilvægt að ríkisstjórnin liðki fyrir viðræðum og helst með neyðarlögum um leigufélög. Staða til dæmis leigjenda og fólks með húsnæðislán með breytilegum vöxtum sé alvarlegri en svo að kjarasamningar einir og sér dugi til.

Innlent
Fréttamynd

„Fólk sem fórnar öllu til að geta staðið í skilum og á svo varla fyrir mat“

„Þetta er einfaldlega raunveruleikinn hjá fólki á leigumarkaði. Þetta er svo langt frá því að vera eina dæmið,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í samtali við Vísi. Ragnar birti fyrr í dag færslu á facebook þar sem hann vakti athygli á dapurlegri stöðu 65 ára íslenskrar konu sem sér sig tilneydda til að segja upp samningi sínum við Ölmu leigufélag þar sem mánaðarleigan hefur rokið upp úr öllu valdi.

Innlent
Fréttamynd

Hefja mestu upp­byggingu í mið­bæ Hafnar­fjarðar í ára­tugi

Fyrsta skóflustunga að mestu uppbyggingu í miðbæ Hafnarfjarðar í áratugi var tekin í dag en reiturinn er þar sem Hafnarfjarðarbíó og Kaupfélag Hafnarfjarðar voru áður. Til stendur að reisa níu þúsund fermetra blandað íbúða- og verslunarhúsnæði á svæðinu auk hótels og bókasafns. Undirbúningur verkefnisins hefur staðið yfir í um 21 ár og er markmiðið að tengja saman Fjarðargötu og Strandgötu. 

Innlent
Fréttamynd

Segir borgina í for­ystu en lána­stofnanir virðist draga lappirnar

Oddiviti Framsóknar í borginni segir sjaldan eða aldrei annað eins lóðaframboð hafa verið í boði þar og nú. Hann hafnar með öllu gagnrýni Samtaka iðnaðarins um að borgin dragi lappirnar í málinu. Hins vegar sé áhyggjuefni að lánastofnanir virðist tregari en áður til að lána til byggingarframkvæmda.

Innlent
Fréttamynd

Segir stærsta hluta nýrra í­búða enda í höndum eigna­fólks

Samtök iðnaðarins gagnrýna Reykjavíkurborg fyrir lóðarskort. Uppbygging nýs íbúðarhúsnæðis sé ekki að mæta þörf. Þá taki skipulagsferlið í kringum nýbyggingar alltof langan tíma. Formanni samtaka leigjanda líst ekkert á stöðuna og segir það á ábyrgð ríkisins og sveitarfélaga að útvega almenningi húsnæði á viðráðanlegu verði. 

Innlent
Fréttamynd

Húsnæðisverð leitar upp á við þrátt fyrir minni eftirspurn

Þrátt fyrir að íbúðum í byggingu hafi fjölgað um ríflega fimmtung milli ára vantar enn að minnsta kosti þúsund til að uppfylla þörfina að mati sérfræðings hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun. Töluvert hafi dregið úr eftirspurn eftir húsnæði en verð samt haldið áfram að hækka.

Innlent
Fréttamynd

Ábyrgð Seðlabanka eða ríkisstjórnar?

Vaxtahækkun Seðlabankans á miðvikudag er enn einn vitnisburðurinn um að ríkisstjórninni hefur mistekist að beita tækjum ríkisfjármálanna til að sporna gegn þenslu. En það sem er kannski alvarlegra er algjört sinnuleysi stjórnarmeirihlutans gagnvart því verkefni að verja viðkvæma hópa fyrir verðbólgu og hækkandi húsnæðiskostnaði, tryggja að auknar byrðar dreifist með sanngjörnum hætti um samfélagið.

Skoðun
Fréttamynd

Upp­bygging í­búðar­hús­næðis og met­fjöldi lóð­a­um­sókna

Að búa í víðfeðmu fjölkjarna samfélagi getur oft á tíðum verið flókið en það er jafnframt mjög lærdómsríkt því hver og einn byggðarkjarni býr yfir einstakri sögu sem einkennir hann og skilgreinir. Frá því ég tók sæti sem bæjarfulltrúi í maí hefur ýmislegt gengið á eins og venja er fyrir á þessum vettvangi.

Skoðun