Áætla að hækka þurfi leigu hjá Félagsbústöðum um 6,5 prósent Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. mars 2024 10:39 Stjórn Félagsbústaða lagði til að leiga yrði hækkuð um 1,1 prósent en því var hafnað af velferðarráði borgarinnar. Vísir/Vilhelm Stjórnarformaður Félagsbústaða Reykjavíkur segir að hækka þurfi húsaleigu um 6,5 prósent til að standa undir aukinni greiðslubyrði lána sem tekin voru til að fjármagna endurbætur og viðhald á húsnæði í eigu félagsins. Frá þessu greinir RÚV. Vitnað er í ársskýrslu Félagsbústaða þar sem segir í skýrslu stjórnar að tæpar 400 milljónir króna hafi vantað upp á í árslok 2023 til að veltufé frá rekstri nægði fyrir afborgunum langtímalána. Félagsbústaðir hf. eru hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar, sem sér um að „tryggja framboð og uppbyggingu félagslegs leiguhúsnæðis í borginni, kaupa, byggja og selja húsnæði, annast útleigu íbúða, veita leigjendum viðeigandi þjónustu, annast viðhald og almennan rekstur félagsins“. Félagið leigir nú út um 3.100 íbúðir en í árslok 2023 töldust 71 prósent íbúða til almenns félagslegs leiguhúsnæðis, 15 prósent til íbúða fyrir fatlað fólk, 12 prósent til íbúða fyrir aldraða og tæplega 2 prósent íbúða fyrir þá sem skráðir eru heimilislausir. RÚV hefur eftir Haraldi Flosa Tryggvasyni, fráfarandi stjórnarformanni, að ófyrirséð frávik vegna viðhalds skýrðu þá stöðu sem upp væri komin. Félagið hefði ekki í neinn varasjóð að sækja, enda væri það óhagnaðardrifið. Hann segir að áætlanir geri ráð fyrir að hækka þurfi leigu um 6,5 prósent til að mæta fjárþörf Félagsbústaða en í ársreikningnum segir að stjórn félagsins hafi lagt það til fyrri hluta árs 2023 að hækka leiguverð um 1,1 prósent en að tillögunni hefði verið hafnað af velferðarráði. „Stjórn og stjórnendur hafa lýst áhyggjum af stöðunni og brugðist við með ýmsum hagræðingaraðgerðum. Fengnir voru óháðir sérfræðingar til þess að leggja mat á rekstrar- og fjárfestingagetu Félagsbústaða til næstu ára með hliðsjón af núverandi skuldbindingum og viðhalds- og uppbyggingaráætlunum eignasafnsins. Niðurstaðan leiddi í ljós að tekjur þurfi að aukast umtalsvert umfram almennar verðlagshækkanir til að sjálfbærniviðmiðum sé náð,“ segir í skýrslu stjórnar. Reykjavík Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sjá meira
Frá þessu greinir RÚV. Vitnað er í ársskýrslu Félagsbústaða þar sem segir í skýrslu stjórnar að tæpar 400 milljónir króna hafi vantað upp á í árslok 2023 til að veltufé frá rekstri nægði fyrir afborgunum langtímalána. Félagsbústaðir hf. eru hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar, sem sér um að „tryggja framboð og uppbyggingu félagslegs leiguhúsnæðis í borginni, kaupa, byggja og selja húsnæði, annast útleigu íbúða, veita leigjendum viðeigandi þjónustu, annast viðhald og almennan rekstur félagsins“. Félagið leigir nú út um 3.100 íbúðir en í árslok 2023 töldust 71 prósent íbúða til almenns félagslegs leiguhúsnæðis, 15 prósent til íbúða fyrir fatlað fólk, 12 prósent til íbúða fyrir aldraða og tæplega 2 prósent íbúða fyrir þá sem skráðir eru heimilislausir. RÚV hefur eftir Haraldi Flosa Tryggvasyni, fráfarandi stjórnarformanni, að ófyrirséð frávik vegna viðhalds skýrðu þá stöðu sem upp væri komin. Félagið hefði ekki í neinn varasjóð að sækja, enda væri það óhagnaðardrifið. Hann segir að áætlanir geri ráð fyrir að hækka þurfi leigu um 6,5 prósent til að mæta fjárþörf Félagsbústaða en í ársreikningnum segir að stjórn félagsins hafi lagt það til fyrri hluta árs 2023 að hækka leiguverð um 1,1 prósent en að tillögunni hefði verið hafnað af velferðarráði. „Stjórn og stjórnendur hafa lýst áhyggjum af stöðunni og brugðist við með ýmsum hagræðingaraðgerðum. Fengnir voru óháðir sérfræðingar til þess að leggja mat á rekstrar- og fjárfestingagetu Félagsbústaða til næstu ára með hliðsjón af núverandi skuldbindingum og viðhalds- og uppbyggingaráætlunum eignasafnsins. Niðurstaðan leiddi í ljós að tekjur þurfi að aukast umtalsvert umfram almennar verðlagshækkanir til að sjálfbærniviðmiðum sé náð,“ segir í skýrslu stjórnar.
Reykjavík Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sjá meira