Ný nálgun á húsnæðismál Arnþór Sigurðsson skrifar 2. mars 2024 15:00 Húsnæði fyrir alla. Hver hefur ekki heyrt þessa setningu hljóma? Hugsunin er falleg enda er húsnæði mannréttindamál. Hver einstaklingur á rétt á að hafa þak yfir höfuðið. Húsnæði sem byggt er getur staðið í 100 ár og jafnvel lengur ef vel er byggt og eigninni vel við haldið. Það er hinsvegar staðreynd að fólk skiptir um húsnæði oftar en einu sinni og oftar en tvisvar yfir ævina. Ýmsar ástæður geta valdið því að skipt erum húsnæði. Fjölskyldur stækka eða minnka, tekjur breytast og þá getur orðið breyting á, t.d. þörf á breyttri húsnæðisstærð. Í upphafi við kaup á húsnæði þarf að fjármagna kaupin að fullu. Þrátt fyrir að eignahluturinn sé ekki meiri en 20% þarf skuldbindingin að vera 100%. Þessi skuldbinding veldur því að stór hluti fólks getur ekki tekið á sig þessa skuldbindingu vegna of lágra tekna. Húsnæði er dýrt og það er þungur baggi að fjármagna húsnæði sem er ætlað að standa í 100 ár. Skuldbindingin er mikil og lítið má út af bera á erfiðum tímum. Þessi útfærsla á húsnæðisviðskiptum er afskaplega óhagstæð fyrir venjulegt fólk og ómöguleg fyrir tekjuminna fólk. Það er ákveðin skekkja í því falin að ætla fólki að skuldbinda sig fyrir lífstíð við kaup á húsnæði. Það er mikil þörf á því að breyta þessu, og koma með nýja nálgun í þessum málum. Til þess þarf breytta hugsun í fjármögnun húsnæðis. Það er vel hægt. Okkar ágæta lífeyrissjóðakerfi þarf örugga ávöxtun og það má deila um hvort að farið sé bestu leiðir í ávöxtun sjóðanna í dag. Fjárfestingar í óstöðugum rekstri skila ekki alltaf ávöxtun. Öruggasta ávöxtunin er án efa lán til einstaklinga til húsnæðiskaupa. Þar eru öruggar tryggingar í húsnæðinu sjálfu og má segja að lífeyrissjóðirnir séu með belti og axlabönd. Það mætti fara aðra leið í ávöxtun lífeyrissjóðanna. Við kaup einstaklinga á húsnæði tæki lífeyrissjóðurinn þátt í kaupunum, einstaklingur eða fjölskylda kaupir 50% sem hann fær að láni hjá lífeyrisjóðum en lífeyrissjóðurinn kaupir 50% í eigninni. Einstaklingurinn eða fjölskyldan getur líka lagt fram eigið fé til kaupanna ef það er til og lækkar þá greiðslubyrðina, og bera ábyrgðina á að reka og viðhalda húsnæðinu. Lífeyrissjóðurinn er aðeins 50% eigandi. Þegar fjölskyldan vill selja þá er í raun sala á 50% eignarinnar en lífeyrissjóðurinn heldur sínum hlut áfram. Á einhverjum tímapunkti getur lífeyrissjóðurinn selt sinn hlut og leyst þannig út fjárfestinguna sína. Einstaklingurinn eða fjölskyldan greiðir því aðeins 50% af fjármögnun eignarinnar, sem er mun viðráðanlegra heldur en boðið er upp á í dag. Það er staðreynd að húsnæði er örugg fjárfesting og lífeyrissjóðirnir taka ekki áhættu á því að vera meðeigendur í húsnæði og fá sína ávöxtun í gegnum söluna. Hitt er svo eðlilegra að fólk sem dvelur í skemmri tíma í húsæði þarf ekki að fjármagna eign að fullu sem er þungur baggi. Þarna gætu farið saman hagsmunir lífeyrissjóða og þeirra sem velja að eiga helming í húsnæði á móti lífeyrissjóðnum. Hér er um hugarfarsbreytingu að ræða. Húsnæðismál eru í afskaplega slæmum farvegi og má segja að hér ríki einokunarstefna. Fólk er upp á byggingaverktaka komið með framboð á húsnæði. Henti þeim ekki að byggja, þá verður einfaldlega skortur á húsnæði sem hefur verið staðan í mörg ár. Með nýrri hugsun og nýjum nálgunum má losa almenning undan þessu ofríki byggingaverktaka á húsnæðisframboði. Með nýju kerfi væri eðlilegt að byggt væri nýtt húsnæði en eldra húsnæði væri ekki tekið inn í þessa mynd. Þannig myndi þetta nýja kerfi ekki valda spennu á húsnæðisverði. Það þyrfti að byggja mikið og áætlun þyrfti að vera um byggingu á húsnæði til margar ára til þess að tryggja gott framboð á slíku húsnæði sem verður án efa eftirsótt. Hér er ekki hugsunin að gefa eða rýra ávöxtun lífeyrissjóðanna, heldur að gefa fólki tækifæri á því að búa við öryggi í húsnæðismálum og jafnframt að bjóða lífeyrissjóðunum örugga langtímafjárfestingu. Höfundur er félagi í VR og í frambjóðandi í stjórnarkjöri VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Efnahagsmál Lífeyrissjóðir Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Húsnæði fyrir alla. Hver hefur ekki heyrt þessa setningu hljóma? Hugsunin er falleg enda er húsnæði mannréttindamál. Hver einstaklingur á rétt á að hafa þak yfir höfuðið. Húsnæði sem byggt er getur staðið í 100 ár og jafnvel lengur ef vel er byggt og eigninni vel við haldið. Það er hinsvegar staðreynd að fólk skiptir um húsnæði oftar en einu sinni og oftar en tvisvar yfir ævina. Ýmsar ástæður geta valdið því að skipt erum húsnæði. Fjölskyldur stækka eða minnka, tekjur breytast og þá getur orðið breyting á, t.d. þörf á breyttri húsnæðisstærð. Í upphafi við kaup á húsnæði þarf að fjármagna kaupin að fullu. Þrátt fyrir að eignahluturinn sé ekki meiri en 20% þarf skuldbindingin að vera 100%. Þessi skuldbinding veldur því að stór hluti fólks getur ekki tekið á sig þessa skuldbindingu vegna of lágra tekna. Húsnæði er dýrt og það er þungur baggi að fjármagna húsnæði sem er ætlað að standa í 100 ár. Skuldbindingin er mikil og lítið má út af bera á erfiðum tímum. Þessi útfærsla á húsnæðisviðskiptum er afskaplega óhagstæð fyrir venjulegt fólk og ómöguleg fyrir tekjuminna fólk. Það er ákveðin skekkja í því falin að ætla fólki að skuldbinda sig fyrir lífstíð við kaup á húsnæði. Það er mikil þörf á því að breyta þessu, og koma með nýja nálgun í þessum málum. Til þess þarf breytta hugsun í fjármögnun húsnæðis. Það er vel hægt. Okkar ágæta lífeyrissjóðakerfi þarf örugga ávöxtun og það má deila um hvort að farið sé bestu leiðir í ávöxtun sjóðanna í dag. Fjárfestingar í óstöðugum rekstri skila ekki alltaf ávöxtun. Öruggasta ávöxtunin er án efa lán til einstaklinga til húsnæðiskaupa. Þar eru öruggar tryggingar í húsnæðinu sjálfu og má segja að lífeyrissjóðirnir séu með belti og axlabönd. Það mætti fara aðra leið í ávöxtun lífeyrissjóðanna. Við kaup einstaklinga á húsnæði tæki lífeyrissjóðurinn þátt í kaupunum, einstaklingur eða fjölskylda kaupir 50% sem hann fær að láni hjá lífeyrisjóðum en lífeyrissjóðurinn kaupir 50% í eigninni. Einstaklingurinn eða fjölskyldan getur líka lagt fram eigið fé til kaupanna ef það er til og lækkar þá greiðslubyrðina, og bera ábyrgðina á að reka og viðhalda húsnæðinu. Lífeyrissjóðurinn er aðeins 50% eigandi. Þegar fjölskyldan vill selja þá er í raun sala á 50% eignarinnar en lífeyrissjóðurinn heldur sínum hlut áfram. Á einhverjum tímapunkti getur lífeyrissjóðurinn selt sinn hlut og leyst þannig út fjárfestinguna sína. Einstaklingurinn eða fjölskyldan greiðir því aðeins 50% af fjármögnun eignarinnar, sem er mun viðráðanlegra heldur en boðið er upp á í dag. Það er staðreynd að húsnæði er örugg fjárfesting og lífeyrissjóðirnir taka ekki áhættu á því að vera meðeigendur í húsnæði og fá sína ávöxtun í gegnum söluna. Hitt er svo eðlilegra að fólk sem dvelur í skemmri tíma í húsæði þarf ekki að fjármagna eign að fullu sem er þungur baggi. Þarna gætu farið saman hagsmunir lífeyrissjóða og þeirra sem velja að eiga helming í húsnæði á móti lífeyrissjóðnum. Hér er um hugarfarsbreytingu að ræða. Húsnæðismál eru í afskaplega slæmum farvegi og má segja að hér ríki einokunarstefna. Fólk er upp á byggingaverktaka komið með framboð á húsnæði. Henti þeim ekki að byggja, þá verður einfaldlega skortur á húsnæði sem hefur verið staðan í mörg ár. Með nýrri hugsun og nýjum nálgunum má losa almenning undan þessu ofríki byggingaverktaka á húsnæðisframboði. Með nýju kerfi væri eðlilegt að byggt væri nýtt húsnæði en eldra húsnæði væri ekki tekið inn í þessa mynd. Þannig myndi þetta nýja kerfi ekki valda spennu á húsnæðisverði. Það þyrfti að byggja mikið og áætlun þyrfti að vera um byggingu á húsnæði til margar ára til þess að tryggja gott framboð á slíku húsnæði sem verður án efa eftirsótt. Hér er ekki hugsunin að gefa eða rýra ávöxtun lífeyrissjóðanna, heldur að gefa fólki tækifæri á því að búa við öryggi í húsnæðismálum og jafnframt að bjóða lífeyrissjóðunum örugga langtímafjárfestingu. Höfundur er félagi í VR og í frambjóðandi í stjórnarkjöri VR.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun