Sturlaðar arðsemiskröfur leigusala grafa undan lífskjörum leigjenda Guðmundur Hrafn Arngrímsson skrifar 5. mars 2024 07:31 Arðsemiskrafa leigusala á íslenskum leigumarkaði er um það bil tíu sinnum hærri en þeirra sem fjárfesta á almennum hlutabréfamarkaði. Slík krafa um arðsemi kemur til þrátt fyrir að ávöxtun á húsnæðismarkaði sé töluvert meiri en á hlutabréfamarkaði. Arðsemi af útleigu leiguhúsnæðis í formi leigugreiðslna hefur undnafarin ár verið á bilinu 6-7% af virði húsnæðis, á meðan að arðsemi af fjárfestingunum í hlutabréfum hefur verið í kringum 0.4 - 0.7% af virði þeirra. Áhættan af fjárfestingu í íbúðarhúsnæði er ekki bara mun minni en af fjárfestingum í hlutabréfum heldur hefur virði húsnæðis líka hækkað mun meira en hlutabréf á undanförnum 15 ár. Arðsemiskröfur á verðmætaskapandi stórfyrirtæki Það virðist vera fullkomið samkomulag um að fjárfestar á hlutabréfamarkaði geri ekki meiri kröfur en um 0.4 - 0.7% árlegar arðgreiðslur frá fyrirtækjum eða verðbréfasjóðum. Að minnsta kosti hefur engin krafa orðið uppi um að tífalda verði upphæðir þeirra, þó að fjármagn á bakvið virði og arð af hlutabréfum séu verðmætaskapandi stórfyrirtæki og stærstu peningaöfl í landinu. Fyrirtæki og verðbréfasjóðir sem fá afnot af fjármunum fjárfesta setja þá beint í verðmætasköpun, þar sem þeim er gert að draga til sín meiri auð. Sá auður er svo sóttur í stórar framleiðslu- og þjónustugreinar á heimsvísu þar sem aftur dregið er á stórt og öflugt fjármálakerfi eða hlutdeild innan hagkerfa og markaða er stækkuð. Þrátt fyrir að geta slíks fjármagns til að greiða arð sé margfalt meiri en hjá fjölskyldum á leigumarkaði þá dettur engum í hug að auka hana með slíkum hætti. Hægt er að slá því föstu að slíkar aðrsemiskröfur myndu draga úr mætti og heilbrigði fyrirtækjanna til að starfa til lengri tíma. Það er því algerlega lögmætt sjónarmið að tíföldun á arðgreiðslum myndu leiða til mikils tjóns á þeim fyrirtækjum og sjóðum sem þyrftu að standa undir slíku. Þrátt fyrir að allflest fyrirtæki og sjóðir sem taka á móti fjármunum fjárfesta nýti stóran hluta þeirra til að greiða stjórnendum sínum hærri laun, sem oftar en ekki eru tífalt hærri en laun launþega á leigumarkaði. Já, launin hjá stjórnendum þeirra fyrirtækja og sjóða sem fá fjármagn frá fjárfestum á hlutabréfamarkaði eru tífalt hærri en hjá leigjendum sem þurfa að greiða tífalt hærri arð til eigenda. Magnaður bisness! Siðlaus krafa á fjölskyldur á leigumarkaði Hvernig má það vera að fjárfestar að íbúðarhúsnæði sem er til útleigu á íslenskum leigumarkaði geti sett fram slíkar siðlausar arðsemis- og ávöxtunarkröfur sem eru margfalt hærri en við aðra fjárfestingu, sem þó inniheldur mun meiri áhættu? Við því er líklegast mjög einfalt svar. Af því að þeir geta það og skortur á siðferði kemur í veg fyrir einhversskonar samkennd eða ígrundun á athæfinu. Hugsanlega eru einhverjir þó til í að færa rök fyrir og réttlæta slíka siðferðishnignun með tilvísan í hagfræðilíkön eða frumskógarlögmálið. En hugum samt að því að á leigumarkaði eru það fjölskyldur, börn, ungmenni, fólk á vergangi, lágtekjufólk, innflytjendur, öryrkjar, gamalmenni, foreldrar í örvæntingu, sjúklingar og flóttafólk sem þurfa að standa undir tífalt hærri arði þeirra sem fjárfesta í húsnæði og það á tífalt lægri launum en þeir sem taka á móti fjárfestingum á hlutabréfamarkaði. Það er einfaldlega fullkomlega siðlaust athæfi sem þó virðist hafa fengið eitraða normaliseringu hjá þeim sem stjórna hér húsnæðismálum. En hvað með viðhald og fjármagnskostnað? Algengt er að heyra ramakvein leigusala um viðhalds- og fjármagnskostnað þegar reynt er að týna til einhverja réttlætingu á siðlausu framferði. Viðhaldskostnaður er í fyrsta lagi tengdur byggingakostnaði en ekki markaðsvirði, en að auki tryggir virðisaukning á íbúðarhúsnæði fjármuni til að standa undir auknu viðhaldi líkt og endurnýjun á lögnum, þaki og gluggum. Slíkt viðhald fer kannski fram einu sinni til tvisvar á hverjum 100 árum. Viðhald sem tengist endurnýjun á innréttingum, hurðum og gólfefnum fer að sama skapi einugis fram á nokkurra áratuga fresti og kostar ekki nema brot af þeirri virðisaukningu sem verður til á þeim tíma. Fjármagnskostnaður leigusala er hluti af persónulegum fjármálum þeirra, lánshæfi, eignastöðu og fjármálalæsi. Það er algerlega fráleitt að stærsu hagsmunir leigjenda skulir þurfa að lúta slíkum þáttum. Fyrir utan það að leigjendur eru á engan hátt þátttakendur í fjárhagsskuldbindingum leigusalans þá býr leigusalinn að stöðugri eignamyndun og virðishækkun á húsnæðinu. Hann ætti því að sjá sóma sinn í að vera ekki á óréttmætan hátt að krefja leigjanda sinn um að standa undir þeim skuldbindingum sem hann tók á sig við fjárfestinguna. Fjárfestar sem taka lán til að kaupa hlutabréf á markaði láta sér það varla detta í huga að berja upp á hjá forstjórum fyrirtækja og krefja þá um að greiða af lánum sínum? Varla, enda yrði slík heimsókn metin sem brjálæði og firra, sem gildir líka um sömu kröfur leigusala gagnvart leigjendum sínum. Sturluð menning Þessi frekja, ósvífni og yfirgangur leigusala á íslenskum leigumarkaði er með því siðlausasta sem íslenskt samfélag hefur séð á síðari tímum. Valdnýðsla, sjálfhverfa og hroki einkenna því miður margar sálir sem sjá tækifæri á því að níðast á fjölskyldum sem eru fastar á leigumarkaði. Íslenskur leigumarkaður dregur því miður fram það versta í mannlegu fari, og mjög margt gott fólk missir fótanna og hverfur ofan í hina sturluðu menningu sem þar ríkir. Því miður hafa þeir sér til haldreipis og hvatningar ýmsa “málsmetandi” aðila, bæði innan stjórnvalda og hagsmunasamtaka fjármagnsins sem sefa allar efasemdir um eigið siðferði eða réttlætingu fyrir valdnýðslunni sem þeir beita. Það fyrirfinnst nákvæmlega engin réttlæting fyrir því að húsaleiga skuli taka mið markaðsvirði húsnæðis, og hvað þá heldur að hún eigi að standa undir tífalt hærri arðsemi en fjárfesting á hlutabréfum. Það finnst heldur engin réttlæting fyrir því að leigjendur taki á sig persónulegar fjárhagsskuldbingar leigusalans né kosti eðlilegt reglubundið viðhald sem aftur eykur virði húsnæðisns og eykur ávöxtun leigusalans. Allt tal um slíkt ber vitni um brjálæði og firru. Leigjendur hrindi þessu ófyrirleitnu árásum Okkur hefur borið allsvakalega af leið. Ósvífni hrokafullra braskara hefur orðið að einhverju allsherjar viðmiði og meginstefi á íslenskum leigumarkaði. Það væri kannski í lagi ef viðfangsefni þeirra væru skreið eða malarnám en ekki fjölskyldur á vergangi í leit að athvarfi og heimili. Ég vil hvetja alla leigjendur til að ganga í Leigjendasamtökin, rúmlega fjörtíu þúsund heimili eru á leigumarkaði og sameinuð hrindum við þessum látlausa og ófyrirleitnu árásum á heimilishelgi okkar. Höfundur er formaður Leigjendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hrafn Arngrímsson Leigumarkaður Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Arðsemiskrafa leigusala á íslenskum leigumarkaði er um það bil tíu sinnum hærri en þeirra sem fjárfesta á almennum hlutabréfamarkaði. Slík krafa um arðsemi kemur til þrátt fyrir að ávöxtun á húsnæðismarkaði sé töluvert meiri en á hlutabréfamarkaði. Arðsemi af útleigu leiguhúsnæðis í formi leigugreiðslna hefur undnafarin ár verið á bilinu 6-7% af virði húsnæðis, á meðan að arðsemi af fjárfestingunum í hlutabréfum hefur verið í kringum 0.4 - 0.7% af virði þeirra. Áhættan af fjárfestingu í íbúðarhúsnæði er ekki bara mun minni en af fjárfestingum í hlutabréfum heldur hefur virði húsnæðis líka hækkað mun meira en hlutabréf á undanförnum 15 ár. Arðsemiskröfur á verðmætaskapandi stórfyrirtæki Það virðist vera fullkomið samkomulag um að fjárfestar á hlutabréfamarkaði geri ekki meiri kröfur en um 0.4 - 0.7% árlegar arðgreiðslur frá fyrirtækjum eða verðbréfasjóðum. Að minnsta kosti hefur engin krafa orðið uppi um að tífalda verði upphæðir þeirra, þó að fjármagn á bakvið virði og arð af hlutabréfum séu verðmætaskapandi stórfyrirtæki og stærstu peningaöfl í landinu. Fyrirtæki og verðbréfasjóðir sem fá afnot af fjármunum fjárfesta setja þá beint í verðmætasköpun, þar sem þeim er gert að draga til sín meiri auð. Sá auður er svo sóttur í stórar framleiðslu- og þjónustugreinar á heimsvísu þar sem aftur dregið er á stórt og öflugt fjármálakerfi eða hlutdeild innan hagkerfa og markaða er stækkuð. Þrátt fyrir að geta slíks fjármagns til að greiða arð sé margfalt meiri en hjá fjölskyldum á leigumarkaði þá dettur engum í hug að auka hana með slíkum hætti. Hægt er að slá því föstu að slíkar aðrsemiskröfur myndu draga úr mætti og heilbrigði fyrirtækjanna til að starfa til lengri tíma. Það er því algerlega lögmætt sjónarmið að tíföldun á arðgreiðslum myndu leiða til mikils tjóns á þeim fyrirtækjum og sjóðum sem þyrftu að standa undir slíku. Þrátt fyrir að allflest fyrirtæki og sjóðir sem taka á móti fjármunum fjárfesta nýti stóran hluta þeirra til að greiða stjórnendum sínum hærri laun, sem oftar en ekki eru tífalt hærri en laun launþega á leigumarkaði. Já, launin hjá stjórnendum þeirra fyrirtækja og sjóða sem fá fjármagn frá fjárfestum á hlutabréfamarkaði eru tífalt hærri en hjá leigjendum sem þurfa að greiða tífalt hærri arð til eigenda. Magnaður bisness! Siðlaus krafa á fjölskyldur á leigumarkaði Hvernig má það vera að fjárfestar að íbúðarhúsnæði sem er til útleigu á íslenskum leigumarkaði geti sett fram slíkar siðlausar arðsemis- og ávöxtunarkröfur sem eru margfalt hærri en við aðra fjárfestingu, sem þó inniheldur mun meiri áhættu? Við því er líklegast mjög einfalt svar. Af því að þeir geta það og skortur á siðferði kemur í veg fyrir einhversskonar samkennd eða ígrundun á athæfinu. Hugsanlega eru einhverjir þó til í að færa rök fyrir og réttlæta slíka siðferðishnignun með tilvísan í hagfræðilíkön eða frumskógarlögmálið. En hugum samt að því að á leigumarkaði eru það fjölskyldur, börn, ungmenni, fólk á vergangi, lágtekjufólk, innflytjendur, öryrkjar, gamalmenni, foreldrar í örvæntingu, sjúklingar og flóttafólk sem þurfa að standa undir tífalt hærri arði þeirra sem fjárfesta í húsnæði og það á tífalt lægri launum en þeir sem taka á móti fjárfestingum á hlutabréfamarkaði. Það er einfaldlega fullkomlega siðlaust athæfi sem þó virðist hafa fengið eitraða normaliseringu hjá þeim sem stjórna hér húsnæðismálum. En hvað með viðhald og fjármagnskostnað? Algengt er að heyra ramakvein leigusala um viðhalds- og fjármagnskostnað þegar reynt er að týna til einhverja réttlætingu á siðlausu framferði. Viðhaldskostnaður er í fyrsta lagi tengdur byggingakostnaði en ekki markaðsvirði, en að auki tryggir virðisaukning á íbúðarhúsnæði fjármuni til að standa undir auknu viðhaldi líkt og endurnýjun á lögnum, þaki og gluggum. Slíkt viðhald fer kannski fram einu sinni til tvisvar á hverjum 100 árum. Viðhald sem tengist endurnýjun á innréttingum, hurðum og gólfefnum fer að sama skapi einugis fram á nokkurra áratuga fresti og kostar ekki nema brot af þeirri virðisaukningu sem verður til á þeim tíma. Fjármagnskostnaður leigusala er hluti af persónulegum fjármálum þeirra, lánshæfi, eignastöðu og fjármálalæsi. Það er algerlega fráleitt að stærsu hagsmunir leigjenda skulir þurfa að lúta slíkum þáttum. Fyrir utan það að leigjendur eru á engan hátt þátttakendur í fjárhagsskuldbindingum leigusalans þá býr leigusalinn að stöðugri eignamyndun og virðishækkun á húsnæðinu. Hann ætti því að sjá sóma sinn í að vera ekki á óréttmætan hátt að krefja leigjanda sinn um að standa undir þeim skuldbindingum sem hann tók á sig við fjárfestinguna. Fjárfestar sem taka lán til að kaupa hlutabréf á markaði láta sér það varla detta í huga að berja upp á hjá forstjórum fyrirtækja og krefja þá um að greiða af lánum sínum? Varla, enda yrði slík heimsókn metin sem brjálæði og firra, sem gildir líka um sömu kröfur leigusala gagnvart leigjendum sínum. Sturluð menning Þessi frekja, ósvífni og yfirgangur leigusala á íslenskum leigumarkaði er með því siðlausasta sem íslenskt samfélag hefur séð á síðari tímum. Valdnýðsla, sjálfhverfa og hroki einkenna því miður margar sálir sem sjá tækifæri á því að níðast á fjölskyldum sem eru fastar á leigumarkaði. Íslenskur leigumarkaður dregur því miður fram það versta í mannlegu fari, og mjög margt gott fólk missir fótanna og hverfur ofan í hina sturluðu menningu sem þar ríkir. Því miður hafa þeir sér til haldreipis og hvatningar ýmsa “málsmetandi” aðila, bæði innan stjórnvalda og hagsmunasamtaka fjármagnsins sem sefa allar efasemdir um eigið siðferði eða réttlætingu fyrir valdnýðslunni sem þeir beita. Það fyrirfinnst nákvæmlega engin réttlæting fyrir því að húsaleiga skuli taka mið markaðsvirði húsnæðis, og hvað þá heldur að hún eigi að standa undir tífalt hærri arðsemi en fjárfesting á hlutabréfum. Það finnst heldur engin réttlæting fyrir því að leigjendur taki á sig persónulegar fjárhagsskuldbingar leigusalans né kosti eðlilegt reglubundið viðhald sem aftur eykur virði húsnæðisns og eykur ávöxtun leigusalans. Allt tal um slíkt ber vitni um brjálæði og firru. Leigjendur hrindi þessu ófyrirleitnu árásum Okkur hefur borið allsvakalega af leið. Ósvífni hrokafullra braskara hefur orðið að einhverju allsherjar viðmiði og meginstefi á íslenskum leigumarkaði. Það væri kannski í lagi ef viðfangsefni þeirra væru skreið eða malarnám en ekki fjölskyldur á vergangi í leit að athvarfi og heimili. Ég vil hvetja alla leigjendur til að ganga í Leigjendasamtökin, rúmlega fjörtíu þúsund heimili eru á leigumarkaði og sameinuð hrindum við þessum látlausa og ófyrirleitnu árásum á heimilishelgi okkar. Höfundur er formaður Leigjendasamtakanna.
Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar
Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun