„Þetta húsnæði er ekki leiguhæft, og það viðurkenni ég“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. mars 2024 07:01 Árni Stefán er eigandi eignarinnar, sem hann viðurkennir sjálfur að sé langt frá því að vera leiguhæf. Leigjandi hans hafi hins vegar sótt það fast að fá að vera í húsnæðinu. Vísir/Rúnar Leigusali konu, sem sakar hann um að standa ekki við loforð um framkvæmdir til að gera húsnæðið sem hún býr í mannsæmandi, segir margt vanta í frásögn konunnar. Hann viðurkennir sjálfur að húsnæðið, sem hann hafi aldrei auglýst sem leiguhúsnæði, sé ekki hæft til langtímaleigu, en konan hafi sótt það fast að fá að búa þar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að Sigurbjörg Hlöðversdóttir, 62 ára öryrki sem búsett er í Hafnarfirði, óttaðist um líf sitt vegna brostinna loforða leigusala hennar um að gera endurbætur á húsnæðinu. Hún hefur leigt af honum 90 fermetra íbúð fyrir 200 þúsund krónur á mánuði síðan í upphafi desembermánaðar. Umræddur leigusali er Árni Stefán Árnason lögfræðingur. Hann hefur ýmislegt við frásögn Sigurbjargar að athuga. „Málið er þannig í pottinn búið að þetta umrædda húsnæði auglýsti ég á Facebook-síðu til aðstoðar Grindvíkingum, þegar jarðskjálftarnir dundu þar yfir og allir þurftu að flytja út úr bænum. Það var ekki auglýst til leigu, heldur tímabundinna afnota. Þetta húsnæði hefur aldrei verið á leigumarkaði, og aldrei auglýst til leigu,“ segir Árni Stefán. Framlenging um tólf mánuði, ekki þrjá Sigurbjörg, sem Árni Stefán þekkir að fornu fari, hafi hins vegar haft samband við hann, þar sem hún væri að missa húsnæði sitt í Hveragerði, og þyrfti að komast í nýtt leiguhúsnæði, ellegar gæti hún endað á götunni. „Ég er búinn að standa í stappi við hana Sigurbjörgu frá upphafi mánaðar, varðandi endurnýjun á leigusamningi, vegna þess að samskipti við hana og umgengni hafa verið fyrir neðan allar hellur.“ Árni Stefán segir Sigurbjörgu hafa framlengt leigusamninginn um 12 mánuði í gegnum leigumiðlunina Igloo, en hann hafi staðið í góðri trú að um þriggja mánaða framlengingu væri að ræða. „Í þessum leigusamningi er Sigurbjörg búin að framlengja leigusamninginn um 12 mánuði, án þess að biðja mig um leyfi.“ En þú skrifaðir samt undir hann? „Ég skrifaði undir hann vegna þess að ég gerði það í góðri trú. Ég þekki hana Sigurbjörgu og mér datt ekki í hug að hún færi að blekkja mig.“ Húsnæðið hafi ekki verið tilbúið Þegar til viðræðna um framlengingu á leigusamningi hafi komið á sínum tíma, hafi farið að ganga á ýmsu. „Vegna þess að hún krafðist 12 mánaða og að húsnæðinu yrði komið í stand. Ég sagði gott og vel, ég geri annan leigusamning upp á þrjá mánuði og skrifa skuldbindandi yfirlýsingu í samninginn um að húsnæðið verði komið í lag fyrir 1. apríl. Þetta samþykkti hún allt. Kjarni málsins er sá, og þetta er mikilvægt: Þetta húsnæði er ekki leiguhæft, og það viðurkenni ég. Ég fann aumur á Sigurbjörgu vegna þess að hún var komin á götuna. Hún gekk hart á eftir mér að fá húsnæðið, og vissi nákvæmlega í hvaða ástandi það var. Gekk hart á eftir mér, löngu áður en ég var tilbúinn að afhenda henni húsnæðið,“ segir Árni Stefán. Ekkert í málinu hafi með eðlilegt samningssamband leigusala og leigutaka að gera, enda hafi íbúðin ekki verið hæf til almennrar útleigu, og sé ekki enn. „Hún sótti svo hart að mér og sagði að ég færi ekki að setja hana á götuna. Húsnæðið var alls ekki tilbúið, en ég var tilbúinn að láta hana hafa það, ef ég fengi að framkvæma þær lagfæringar sem ég taldi mikilvægar. Ég er nú lögfræðingur einu sinni, kann húsaleigulögin og er með aðra íbúð í útleigu,“ segir Árni Stefán. Segir samningnum upp Árni Stefán segir Sigurbjörgu lengi hafa talað um að hana langaði að komast að í húsnæðinu og að hún yrði hreinlega að búa þar. „Áður var hún búin að óska eftir forkaupsrétti að húsinu, vegna þess að hún vildi endilega eignast það og búa í því,“ segir hann. Nú muni hann segja leigusamningnum upp, sem setji Sigurbjörgu í erfiða stöðu. Hann sjái sér þó ekki annað fært úr því sem komið sé. „Þetta er ærumeiðandi fyrir mig, og bara lygi í henni. Þetta hefur aldrei verið auglýst til leigu, um það snýst málið.“ Leigumarkaður Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að Sigurbjörg Hlöðversdóttir, 62 ára öryrki sem búsett er í Hafnarfirði, óttaðist um líf sitt vegna brostinna loforða leigusala hennar um að gera endurbætur á húsnæðinu. Hún hefur leigt af honum 90 fermetra íbúð fyrir 200 þúsund krónur á mánuði síðan í upphafi desembermánaðar. Umræddur leigusali er Árni Stefán Árnason lögfræðingur. Hann hefur ýmislegt við frásögn Sigurbjargar að athuga. „Málið er þannig í pottinn búið að þetta umrædda húsnæði auglýsti ég á Facebook-síðu til aðstoðar Grindvíkingum, þegar jarðskjálftarnir dundu þar yfir og allir þurftu að flytja út úr bænum. Það var ekki auglýst til leigu, heldur tímabundinna afnota. Þetta húsnæði hefur aldrei verið á leigumarkaði, og aldrei auglýst til leigu,“ segir Árni Stefán. Framlenging um tólf mánuði, ekki þrjá Sigurbjörg, sem Árni Stefán þekkir að fornu fari, hafi hins vegar haft samband við hann, þar sem hún væri að missa húsnæði sitt í Hveragerði, og þyrfti að komast í nýtt leiguhúsnæði, ellegar gæti hún endað á götunni. „Ég er búinn að standa í stappi við hana Sigurbjörgu frá upphafi mánaðar, varðandi endurnýjun á leigusamningi, vegna þess að samskipti við hana og umgengni hafa verið fyrir neðan allar hellur.“ Árni Stefán segir Sigurbjörgu hafa framlengt leigusamninginn um 12 mánuði í gegnum leigumiðlunina Igloo, en hann hafi staðið í góðri trú að um þriggja mánaða framlengingu væri að ræða. „Í þessum leigusamningi er Sigurbjörg búin að framlengja leigusamninginn um 12 mánuði, án þess að biðja mig um leyfi.“ En þú skrifaðir samt undir hann? „Ég skrifaði undir hann vegna þess að ég gerði það í góðri trú. Ég þekki hana Sigurbjörgu og mér datt ekki í hug að hún færi að blekkja mig.“ Húsnæðið hafi ekki verið tilbúið Þegar til viðræðna um framlengingu á leigusamningi hafi komið á sínum tíma, hafi farið að ganga á ýmsu. „Vegna þess að hún krafðist 12 mánaða og að húsnæðinu yrði komið í stand. Ég sagði gott og vel, ég geri annan leigusamning upp á þrjá mánuði og skrifa skuldbindandi yfirlýsingu í samninginn um að húsnæðið verði komið í lag fyrir 1. apríl. Þetta samþykkti hún allt. Kjarni málsins er sá, og þetta er mikilvægt: Þetta húsnæði er ekki leiguhæft, og það viðurkenni ég. Ég fann aumur á Sigurbjörgu vegna þess að hún var komin á götuna. Hún gekk hart á eftir mér að fá húsnæðið, og vissi nákvæmlega í hvaða ástandi það var. Gekk hart á eftir mér, löngu áður en ég var tilbúinn að afhenda henni húsnæðið,“ segir Árni Stefán. Ekkert í málinu hafi með eðlilegt samningssamband leigusala og leigutaka að gera, enda hafi íbúðin ekki verið hæf til almennrar útleigu, og sé ekki enn. „Hún sótti svo hart að mér og sagði að ég færi ekki að setja hana á götuna. Húsnæðið var alls ekki tilbúið, en ég var tilbúinn að láta hana hafa það, ef ég fengi að framkvæma þær lagfæringar sem ég taldi mikilvægar. Ég er nú lögfræðingur einu sinni, kann húsaleigulögin og er með aðra íbúð í útleigu,“ segir Árni Stefán. Segir samningnum upp Árni Stefán segir Sigurbjörgu lengi hafa talað um að hana langaði að komast að í húsnæðinu og að hún yrði hreinlega að búa þar. „Áður var hún búin að óska eftir forkaupsrétti að húsinu, vegna þess að hún vildi endilega eignast það og búa í því,“ segir hann. Nú muni hann segja leigusamningnum upp, sem setji Sigurbjörgu í erfiða stöðu. Hann sjái sér þó ekki annað fært úr því sem komið sé. „Þetta er ærumeiðandi fyrir mig, og bara lygi í henni. Þetta hefur aldrei verið auglýst til leigu, um það snýst málið.“
Leigumarkaður Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira