Heima er best - fyrir öll Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifa 6. mars 2024 08:31 Á nýafstöðnum flokksráðsfundi VG var lýst yfir eindregnum vilja til að efla enn frekar framboð húsnæðis og eftirlit á húsnæðismarkaði. Slíkt er nauðsynlegt til að viðhalda stöðugleika og tryggja framboð sem mætir þörfum almennings hverju sinni. Halda þarf áfram að efla almenna íbúðakerfið, stofna húsnæðisfélag í eigu ríkisins að fordæmi Finna og skoða útvíkkun á almenna íbúðarkerfinu með því að bjóða upp á búseturéttaríbúðir og eignaríbúðir innan kerfisins. Standa þarf vörð um opinberan húsnæðissjóð sem stofnaður hefur verið að norrænni fyrirmynd til að fjármögnun húsnæðiskerfis sé byggt á jöfnuði og á forsendum almennings. Nauðsynlegt er að koma böndum á háan fjármagns-og vaxtakostnað og tryggja aðgengi að hagkvæmu lánsfé á framkvæmdatíma í slíkum verkefnum. Síðastliðin ár hafa stjórnvöld staðið undir um þriðjungi húsnæðisuppbyggingar á landinu og er það vel. Þar munar mestu um almenna íbúðakerfið þar sem 3.500 íbúðir hafa verið fjármagnaðar frá árinu 2016. Tvöföldun stofnframlaga og efling hlutdeildarlánakerfisins hafa skilað sínu en mikilvægt er að efla og útvíkka þau úrræði en frekar enda þörfin mikil og þetta ein mikilvægasta leiðin til að mæta þeirri þörf. Mikilvægt er að klára vinnu við endurskoðun á húsaleigulögum, efla þarf réttindi leigjanda og koma þarf í framkvæmd útfærslum á hugmyndum um leiguþak. Skrá þarf allar leigueignir á leiguskrá til að tryggja nægt opinbert eftirlit með leigumarkaðnum. Niðurstöðum leigukönnunar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sýnir að samningstaða leigjenda gagnvart leigusölum hefur versnað umtalsvert milli áranna 2022 og 2023 um leið og leiguverð hefur hækkað og framboð á húsnæði dregist saman milli ára. Slíka þróun þarf að stöðva svo staða leigjenda á aldrinum 35-44 ára versni ekki frekar og þá sérstaklega barnafjölskyldna. Ljóst er að þrátt fyrir endurskoðaða mannfjöldaspá Hagstofunnar er ennþá þörf fyrir um 3.500-4.000 íbúðir á ári skv. mati Húsnæðis og mannvirkjastofnunar. Tölur HMS sýna einnig að mikil eignaþjöppun er á húsnæðismarkaði og hefur fjölgun íbúða í eigu lögaðila og einstaklinga sem eiga fleiri en eina íbúð aukist töluvert á síðustu tveimur árum, þar af bættu stórtækir lögaðilar við sig tæplega 800 íbúðum á árinu 2023. Mikilvægt er að koma böndum á þessa samþjöppun og greina á milli einstaklinga sem eiga 1-2 fasteignir til eigin nota og þeirra sem eru í fjárfestingar-og útleigustarfsemi og ættu þar af leiðandi að lúta sömu lögmálum og lögaðilar. Við erum lánsöm þjóð að hér velur fólk sér að búa. En um leið þarf að halda í við þá þróun og tryggja að öll geti átt eða leigt sitt heimili. Til þess að svo verði þarf að koma í framkvæmd öflugra eftirliti og utanumhaldi með íslenskum leigumarkaði. Leiguskrá stjórnvalda er komin í gagnið en þar þurfa einungis þeir sem leigja út tvær eða fleiri íbúðir að skrá sig sem tryggir ekki nægjanlegt eftirlit. Leigumarkaður á ekki að vera gróðafyrirtæki þeirra ríku til að verða enn ríkari. Nú er mikilvægt að ríkið stígi inn í þróun sem er bagaleg fyrir íslenskt velferðarsamfélag enda örugg búseta eitt helsta velferðarmál þjóðarinnar og mikilvægur liður í jöfnuði og félagslegu réttlæti, þar sem öruggt húsnæði er eitt af grundvallarmannréttindum okkar allra. Álfhildur Leifsdóttir, oddviti VG og óháðra í Skagafirði og formaður sveitarstjórnarráðs VGHólmfríður Jennýjar Árnadóttir, oddviti VG í Suðurkjördæmi og stjórnarkona VG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Vinstri græn Húsnæðismál Leigumarkaður Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Á nýafstöðnum flokksráðsfundi VG var lýst yfir eindregnum vilja til að efla enn frekar framboð húsnæðis og eftirlit á húsnæðismarkaði. Slíkt er nauðsynlegt til að viðhalda stöðugleika og tryggja framboð sem mætir þörfum almennings hverju sinni. Halda þarf áfram að efla almenna íbúðakerfið, stofna húsnæðisfélag í eigu ríkisins að fordæmi Finna og skoða útvíkkun á almenna íbúðarkerfinu með því að bjóða upp á búseturéttaríbúðir og eignaríbúðir innan kerfisins. Standa þarf vörð um opinberan húsnæðissjóð sem stofnaður hefur verið að norrænni fyrirmynd til að fjármögnun húsnæðiskerfis sé byggt á jöfnuði og á forsendum almennings. Nauðsynlegt er að koma böndum á háan fjármagns-og vaxtakostnað og tryggja aðgengi að hagkvæmu lánsfé á framkvæmdatíma í slíkum verkefnum. Síðastliðin ár hafa stjórnvöld staðið undir um þriðjungi húsnæðisuppbyggingar á landinu og er það vel. Þar munar mestu um almenna íbúðakerfið þar sem 3.500 íbúðir hafa verið fjármagnaðar frá árinu 2016. Tvöföldun stofnframlaga og efling hlutdeildarlánakerfisins hafa skilað sínu en mikilvægt er að efla og útvíkka þau úrræði en frekar enda þörfin mikil og þetta ein mikilvægasta leiðin til að mæta þeirri þörf. Mikilvægt er að klára vinnu við endurskoðun á húsaleigulögum, efla þarf réttindi leigjanda og koma þarf í framkvæmd útfærslum á hugmyndum um leiguþak. Skrá þarf allar leigueignir á leiguskrá til að tryggja nægt opinbert eftirlit með leigumarkaðnum. Niðurstöðum leigukönnunar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sýnir að samningstaða leigjenda gagnvart leigusölum hefur versnað umtalsvert milli áranna 2022 og 2023 um leið og leiguverð hefur hækkað og framboð á húsnæði dregist saman milli ára. Slíka þróun þarf að stöðva svo staða leigjenda á aldrinum 35-44 ára versni ekki frekar og þá sérstaklega barnafjölskyldna. Ljóst er að þrátt fyrir endurskoðaða mannfjöldaspá Hagstofunnar er ennþá þörf fyrir um 3.500-4.000 íbúðir á ári skv. mati Húsnæðis og mannvirkjastofnunar. Tölur HMS sýna einnig að mikil eignaþjöppun er á húsnæðismarkaði og hefur fjölgun íbúða í eigu lögaðila og einstaklinga sem eiga fleiri en eina íbúð aukist töluvert á síðustu tveimur árum, þar af bættu stórtækir lögaðilar við sig tæplega 800 íbúðum á árinu 2023. Mikilvægt er að koma böndum á þessa samþjöppun og greina á milli einstaklinga sem eiga 1-2 fasteignir til eigin nota og þeirra sem eru í fjárfestingar-og útleigustarfsemi og ættu þar af leiðandi að lúta sömu lögmálum og lögaðilar. Við erum lánsöm þjóð að hér velur fólk sér að búa. En um leið þarf að halda í við þá þróun og tryggja að öll geti átt eða leigt sitt heimili. Til þess að svo verði þarf að koma í framkvæmd öflugra eftirliti og utanumhaldi með íslenskum leigumarkaði. Leiguskrá stjórnvalda er komin í gagnið en þar þurfa einungis þeir sem leigja út tvær eða fleiri íbúðir að skrá sig sem tryggir ekki nægjanlegt eftirlit. Leigumarkaður á ekki að vera gróðafyrirtæki þeirra ríku til að verða enn ríkari. Nú er mikilvægt að ríkið stígi inn í þróun sem er bagaleg fyrir íslenskt velferðarsamfélag enda örugg búseta eitt helsta velferðarmál þjóðarinnar og mikilvægur liður í jöfnuði og félagslegu réttlæti, þar sem öruggt húsnæði er eitt af grundvallarmannréttindum okkar allra. Álfhildur Leifsdóttir, oddviti VG og óháðra í Skagafirði og formaður sveitarstjórnarráðs VGHólmfríður Jennýjar Árnadóttir, oddviti VG í Suðurkjördæmi og stjórnarkona VG
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun