Öld húsnæðis Björn Leví Gunnarsson skrifar 22. mars 2024 12:00 Að eiga þak yfir höfuðið á Íslandi er bara ansi erfitt. Að leigja þak yfir höfuðið á Íslandi er hins vegar nær því að vera dystópísk martröð, að minnsta kosti í samanburði við samanburðarlönd. Hvort sem litið er til lánasamninga – með verðtryggingu eða breytilegum vöxtum sem láta nær alla áhættuna í hendur lántakanda – eða leigusamninga sem mismuna leigjendum gríðarlega, er flestum þolendum húsnæðismarkaðarins ljóst að rétturinn til öruggs og viðunandi húsnæðis er í besta falli brothættur. Þetta er ekkert nýtt og núverandi ríkisstjórn hefur oft tilkynnt að nú verði sko gengið í málið og gert eitthvað í stöðu húsnæðismála á Íslandi. Flestar þær aðgerðir sem hafa komið til framkvæmda snúa að því að gera fólki auðveldara að kaupa húsnæði, annað hvort með lánum eða heimild til að nýta séreignarsparnað til að greiða niður lán. Á sama tíma er Seðlabankinn að reyna að draga úr getu fólks til að kaupa húsnæði í formi vaxtahækkana og takmarkana á greiðslugetu, því það þarf ekki mikið að kynna sér hagfræði til að komast að því að með því að auka möguleika fólks til að kaupa húsnæði ertu að auka eftirspurn, sem aftur hækkar verð. Þess vegna þurfti Seðlabankinn að hækka stýrivexti, út af þessum verðbólguhvetjandi hagstjórnarákvörðunum ríkisstjórnarinnar. Það sem þarf að gera er að auka framboð. Það heldur húsnæðisverði í skefjum og vinnur þannig gegn verðbólgu og þenslu. En framboð verður bara aukið með því að fjölga íbúðaeiningum á landinu umfram fólksfjölgun. Og hvernig gerum við það? Því miður eru ekki til margar skyndilausnir. Annars vegar þarf að grípa til aðgerða sem auka framboð á húsnæði sem fyrst, því ekki veitir af. Þörfin hefur verið mikil í fjölda mörg ár, hvað þá nú þegar íbúar Grindavíkur þurfa að finna sér nýtt húsnæði. Samhliða þessum aðgerðum þarf líka að hugsa 10, 50 og 100 ár fram í tímann og tryggja öruggt, heilnæmt og viðunandi húsnæði í takt við fólksfjölgun og mannfjöldaspár. Sem betur fer liggja fyrir nokkrar aðgerðir sem hægt er að grípa til með litlum fyrirvara og litlum tilkostnaði. Lögheimili í sumarhúsum Fyrst ber að nefna að heimila lögheimili á svæðum með skerta þjónustu sveitarfélaga. Á mannamáli myndum við kalla það að flytja upp í sumarbústað. Þó nokkrir búa nú þegar í sumarbústöðum, þannig að það myndi að minnsta kosti leyfa þeim að búa þar löglega. Þetta gefur líka sveitarfélögum sveigjanleika í skipulagsmálum. Á Íslandi eru um 15.000 sumarhús. Sannarlega eru þau alls ekki öll hæf til að búa í þeim allt árið, en fjölmörg eru jafn vegleg og hvert annað einbýlishús. Með því að heimila eigendum þeirra að skrá lögheimili þar og flytja þangað myndi losna um eitthvað af húsnæði í þéttbýli, sem væri þá hægt að selja eða leigja út. Erfitt er að meta nákvæmlega hversu mörg myndu nýta sér þessa tilhögun, en jafnvel þótt að aðeins verði flutt inn í 5% sumarhúsa, þá erum við samt að tala um 750 íbúðir. Það munar um minna. Ef vilji væri fyrir því á Alþingi og hjá ráðherra húsnæðismála, væri hægt að breyta lögum og reglugerðum seinna á þessu ári. Kostnaðurinn er mjög lítill, en þó myndi þurfa að bæta sveitarfélögum aukinn kostnað sem fælist í þjónustu við íbúa í dreifbýli, þótt svo sú þjónusta yrði takmörkuð. Tekjur sveitarfélaga með fjölmenna frístundabyggð myndu þó einnig aukast með auknum fólksfjölda og gefa réttari mynd af þeim fjölda sem nú þegar dvelur í sveitarfélögum með stórar sumarhúsabyggðir. Þessi aðgerð myndi efla sérstaklega þau sveitarfélög til að bjóða upp á fjölbreyttari þjónustu, bæði fyrir íbúa í frístundabyggð og þau sem búa á hefðbundnu lögheimili. Heimagisting Á öllu landinu eru rúmlega 4000 íbúðir þar sem enginn er með skráð sem lögheimili og á höfuðborgarsvæðinu eru um 1000 íbúðir í fullri útleigu til ferðamanna. Þá erum við ekki að tala um einstaklinga sem leigja út íbúð sína til ferðamanna á meðan þau eru sjálf á ferðalagi, heldur eingöngu íbúðir sem enginn býr í, ekkert er lagt af mörkum til húsnæðiskreppunnar heldur aðeins reynt að græða peninga á útleigu til ferðamanna. Fyrir Alþingi liggur frumvarp sem myndi banna útleigu íbúðarhúsnæðis til ferðamanna, nema til 90 daga á ári. Í ljósi þess að rétturinn til öruggs húsnæðis vegur alltaf þyngra en rétturinn til að vera ferðamaður er réttast að samþykkja þetta frumvarp sem fyrst. Með því myndu eigendur þessara íbúða annað hvort þurfa að selja þær eða leigja út í langtímaleigu til fólks sem býr á Íslandi. Nú tekur einhver kapítalistinn andköf og hvæsir “Eignarétturinn!” á innsoginu. Og já, það er rétt, þetta er inngrip í eignaréttindi sem fylgja því að kaupa fasteign. En Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ítrekað komist að þeirri niðurstöðu að húsnæði teljist til grunnþarfa og því réttlætanlegt að beita eigendur húsnæðis þvingunum til að bjóða það til leigu á viðunandi verði. Og hér erum við ekki einu sinni að tala um að beita einhverri bremsu á leiguverð, bara að tryggja að íbúðarhúsnæði sé í boði fyrir íbúa landsins. Ljóst er að þetta ákvæði tæki einhvern tíma í framkvæmd, því það þarf að veita eigendum gistiíbúða ráðrúm til að standa við þær skuldbindingar sem þeir hafa þegar veitt tilvonandi gestum og tækifæri til að selja íbúðirnar vilji þeir ekki vera leigusalar til langtíma. Langtímaaðgerðir Íslendingar hafa notið þeirrar heppni að hafa geta lifað af á hvalrekahagkerfi, það er hagkerfi sem snýst að stóru leyti um ytri áhrif á efnahag þjóðarinnar, frekar en að vera með hagkerfi sem er skipulagt fram í tímann. Nægir að nefna Marshall aðstoðina, síldina, útrásina og túristaeldgos sem dæmi um slíkt. Þetta hugarfar virkar ekki þegar kemur að skipulagi húsnæðismarkaðar til lengri tíma. Það er skylda hverrar ríkisstjórnar, í samráði við sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila, að setja húsnæðisstefnu sem tryggi fólki þessa grunnþörf, öruggt húsnæði. Ef skammtímaaðgerðir ganga vel mun okkur gefast örlítið ráðrúm til að setja húsnæðisstefnu sem er raunsæ, byggð á bestu fáanlegu gögnum, fjármögnuð og með húsnæðisöryggi íbúa að leiðarljósi. Einnig þarf sú stefna að geta aðlagað sig að sveiflum í efnahagslífinu og stuðlað að langtíma stöðugleika án þess að fórna grundvallarmarkmiðinu, að tryggja öruggt, íbúðarhæft og viðunandi húsnæði fyrir öll. Húsnæði til næstu 100 ára Það væri mjög auðvelt að leggjast í mikla vinnu við gerð húsnæðisstefnu og enda með risastórt plagg með alls konar loforðum. Sem væri svo sem allt í lagi svo lengi sem grundvallarmarkmiðum hennar sé ekki fórnað á þeirri vegferð. En hér eru nokkur atriði sem kæmu að góðum notum við mótun stefnunnar. Tryggja nægt framboð af húsnæði í takt við mannfjöldaþróun næstu áratuga, jafnvel aldar. Samræming við lífeyriskerfið, með því að tryggja að öll geti lifað í skuldlausu húsnæði þegar taka lífeyris hefst. Skoða fjölbreyttara fyrirkomulag en kaup eða leigu, svo sem kaupleigu í gegnum lífeyrissjóðina og sjálfseignarfyrirkomulag. Hvetja fjármagnseigendur nýbygginga til að velja vistvænar og heilnæmar byggingar, verðlauna fullnægjandi viðhald til framtíðar. Jafna stöðu kaupenda gagnvart lánveitendum og stöðu leigjenda gagnvart leigusölum, til að auka fyrirsjáanleika og stöðugleika. Sjá til þess að stefnan taki alltaf mið af bestu fáanlegu tækni, bæði gagnvart nýbyggingum og viðhaldi. Við verðum að spyrja okkur hvar og hvernig við viljum búa hérna á Íslandi. Stefna núverandi ríkisstjórnar er að hlutföllin milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðarinnar breytist ekki, hvað íbúafjölda snertir. En það er ekki framtíðarsýn. Það er stöðnun. Við þurfum að spyrja okkur hvernig byggð í landinu lítur út þegar milljón manns búa á Íslandi eða þegar 500 þúsund búa á höfðuborgarsvæðinu. Hvar og hvernig viljum gera meira og betur. Það getum við bara gert með því að gera það öll saman, með því að hugsa öll saman um hvernig Ísland verður við lok næsta kjörtimabils heldur hvert við erum að stefna á næstu 50 árum eða næstu öld. Ég hef oft talað um hvernig við erum frekar léleg í að hugsa til framtíðar. Það er hluti af því hvalrekahagkerfi sem við höfum búið við. Náttúran bara gefur eða tekur og því lifum við bara og hrærumst í núinu. En ef við hugsum okkur götu, einhvers staðar á landinu sem væri frátekin fyrir sögu næstu þúsund ára. Þar sem við myndum byggja hús við hús næstu þúsund árin. Þar sem hvert hús væri tákngervingur hverrar aldar þeirra þúsund ára. 10 hús í röð þar sem hvert hús væri hús hverrar aldar fyrir sig á þeim þúsund árum. Hvert hús væri safn hverra 100 ára fyrir sig. Við gætum nú þegar komið fyrir nokkrum húsum fortíðar, það væri góð byrjun. En svo þyrftum við að skipuleggja hús þessarar aldar og sjá fyrir okkur að komandi kynslóðir muni gera slíkt hið sama í kjölfarið og að lokum værum við búin að byggja þúsaldargötu. Við þurfum langtímahugsun í húsnæðismálum og ekki bara á þann hátt að byggja fleiri íbúðir heldur hvar og hvernig munum við byggja upp Ísland næstu öldina og hvar við búum til pláss fyrir Íslendinga á næstu þúsund árum lýðveldisins? Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Húsnæðismál Alþingi Píratar Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Að eiga þak yfir höfuðið á Íslandi er bara ansi erfitt. Að leigja þak yfir höfuðið á Íslandi er hins vegar nær því að vera dystópísk martröð, að minnsta kosti í samanburði við samanburðarlönd. Hvort sem litið er til lánasamninga – með verðtryggingu eða breytilegum vöxtum sem láta nær alla áhættuna í hendur lántakanda – eða leigusamninga sem mismuna leigjendum gríðarlega, er flestum þolendum húsnæðismarkaðarins ljóst að rétturinn til öruggs og viðunandi húsnæðis er í besta falli brothættur. Þetta er ekkert nýtt og núverandi ríkisstjórn hefur oft tilkynnt að nú verði sko gengið í málið og gert eitthvað í stöðu húsnæðismála á Íslandi. Flestar þær aðgerðir sem hafa komið til framkvæmda snúa að því að gera fólki auðveldara að kaupa húsnæði, annað hvort með lánum eða heimild til að nýta séreignarsparnað til að greiða niður lán. Á sama tíma er Seðlabankinn að reyna að draga úr getu fólks til að kaupa húsnæði í formi vaxtahækkana og takmarkana á greiðslugetu, því það þarf ekki mikið að kynna sér hagfræði til að komast að því að með því að auka möguleika fólks til að kaupa húsnæði ertu að auka eftirspurn, sem aftur hækkar verð. Þess vegna þurfti Seðlabankinn að hækka stýrivexti, út af þessum verðbólguhvetjandi hagstjórnarákvörðunum ríkisstjórnarinnar. Það sem þarf að gera er að auka framboð. Það heldur húsnæðisverði í skefjum og vinnur þannig gegn verðbólgu og þenslu. En framboð verður bara aukið með því að fjölga íbúðaeiningum á landinu umfram fólksfjölgun. Og hvernig gerum við það? Því miður eru ekki til margar skyndilausnir. Annars vegar þarf að grípa til aðgerða sem auka framboð á húsnæði sem fyrst, því ekki veitir af. Þörfin hefur verið mikil í fjölda mörg ár, hvað þá nú þegar íbúar Grindavíkur þurfa að finna sér nýtt húsnæði. Samhliða þessum aðgerðum þarf líka að hugsa 10, 50 og 100 ár fram í tímann og tryggja öruggt, heilnæmt og viðunandi húsnæði í takt við fólksfjölgun og mannfjöldaspár. Sem betur fer liggja fyrir nokkrar aðgerðir sem hægt er að grípa til með litlum fyrirvara og litlum tilkostnaði. Lögheimili í sumarhúsum Fyrst ber að nefna að heimila lögheimili á svæðum með skerta þjónustu sveitarfélaga. Á mannamáli myndum við kalla það að flytja upp í sumarbústað. Þó nokkrir búa nú þegar í sumarbústöðum, þannig að það myndi að minnsta kosti leyfa þeim að búa þar löglega. Þetta gefur líka sveitarfélögum sveigjanleika í skipulagsmálum. Á Íslandi eru um 15.000 sumarhús. Sannarlega eru þau alls ekki öll hæf til að búa í þeim allt árið, en fjölmörg eru jafn vegleg og hvert annað einbýlishús. Með því að heimila eigendum þeirra að skrá lögheimili þar og flytja þangað myndi losna um eitthvað af húsnæði í þéttbýli, sem væri þá hægt að selja eða leigja út. Erfitt er að meta nákvæmlega hversu mörg myndu nýta sér þessa tilhögun, en jafnvel þótt að aðeins verði flutt inn í 5% sumarhúsa, þá erum við samt að tala um 750 íbúðir. Það munar um minna. Ef vilji væri fyrir því á Alþingi og hjá ráðherra húsnæðismála, væri hægt að breyta lögum og reglugerðum seinna á þessu ári. Kostnaðurinn er mjög lítill, en þó myndi þurfa að bæta sveitarfélögum aukinn kostnað sem fælist í þjónustu við íbúa í dreifbýli, þótt svo sú þjónusta yrði takmörkuð. Tekjur sveitarfélaga með fjölmenna frístundabyggð myndu þó einnig aukast með auknum fólksfjölda og gefa réttari mynd af þeim fjölda sem nú þegar dvelur í sveitarfélögum með stórar sumarhúsabyggðir. Þessi aðgerð myndi efla sérstaklega þau sveitarfélög til að bjóða upp á fjölbreyttari þjónustu, bæði fyrir íbúa í frístundabyggð og þau sem búa á hefðbundnu lögheimili. Heimagisting Á öllu landinu eru rúmlega 4000 íbúðir þar sem enginn er með skráð sem lögheimili og á höfuðborgarsvæðinu eru um 1000 íbúðir í fullri útleigu til ferðamanna. Þá erum við ekki að tala um einstaklinga sem leigja út íbúð sína til ferðamanna á meðan þau eru sjálf á ferðalagi, heldur eingöngu íbúðir sem enginn býr í, ekkert er lagt af mörkum til húsnæðiskreppunnar heldur aðeins reynt að græða peninga á útleigu til ferðamanna. Fyrir Alþingi liggur frumvarp sem myndi banna útleigu íbúðarhúsnæðis til ferðamanna, nema til 90 daga á ári. Í ljósi þess að rétturinn til öruggs húsnæðis vegur alltaf þyngra en rétturinn til að vera ferðamaður er réttast að samþykkja þetta frumvarp sem fyrst. Með því myndu eigendur þessara íbúða annað hvort þurfa að selja þær eða leigja út í langtímaleigu til fólks sem býr á Íslandi. Nú tekur einhver kapítalistinn andköf og hvæsir “Eignarétturinn!” á innsoginu. Og já, það er rétt, þetta er inngrip í eignaréttindi sem fylgja því að kaupa fasteign. En Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ítrekað komist að þeirri niðurstöðu að húsnæði teljist til grunnþarfa og því réttlætanlegt að beita eigendur húsnæðis þvingunum til að bjóða það til leigu á viðunandi verði. Og hér erum við ekki einu sinni að tala um að beita einhverri bremsu á leiguverð, bara að tryggja að íbúðarhúsnæði sé í boði fyrir íbúa landsins. Ljóst er að þetta ákvæði tæki einhvern tíma í framkvæmd, því það þarf að veita eigendum gistiíbúða ráðrúm til að standa við þær skuldbindingar sem þeir hafa þegar veitt tilvonandi gestum og tækifæri til að selja íbúðirnar vilji þeir ekki vera leigusalar til langtíma. Langtímaaðgerðir Íslendingar hafa notið þeirrar heppni að hafa geta lifað af á hvalrekahagkerfi, það er hagkerfi sem snýst að stóru leyti um ytri áhrif á efnahag þjóðarinnar, frekar en að vera með hagkerfi sem er skipulagt fram í tímann. Nægir að nefna Marshall aðstoðina, síldina, útrásina og túristaeldgos sem dæmi um slíkt. Þetta hugarfar virkar ekki þegar kemur að skipulagi húsnæðismarkaðar til lengri tíma. Það er skylda hverrar ríkisstjórnar, í samráði við sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila, að setja húsnæðisstefnu sem tryggi fólki þessa grunnþörf, öruggt húsnæði. Ef skammtímaaðgerðir ganga vel mun okkur gefast örlítið ráðrúm til að setja húsnæðisstefnu sem er raunsæ, byggð á bestu fáanlegu gögnum, fjármögnuð og með húsnæðisöryggi íbúa að leiðarljósi. Einnig þarf sú stefna að geta aðlagað sig að sveiflum í efnahagslífinu og stuðlað að langtíma stöðugleika án þess að fórna grundvallarmarkmiðinu, að tryggja öruggt, íbúðarhæft og viðunandi húsnæði fyrir öll. Húsnæði til næstu 100 ára Það væri mjög auðvelt að leggjast í mikla vinnu við gerð húsnæðisstefnu og enda með risastórt plagg með alls konar loforðum. Sem væri svo sem allt í lagi svo lengi sem grundvallarmarkmiðum hennar sé ekki fórnað á þeirri vegferð. En hér eru nokkur atriði sem kæmu að góðum notum við mótun stefnunnar. Tryggja nægt framboð af húsnæði í takt við mannfjöldaþróun næstu áratuga, jafnvel aldar. Samræming við lífeyriskerfið, með því að tryggja að öll geti lifað í skuldlausu húsnæði þegar taka lífeyris hefst. Skoða fjölbreyttara fyrirkomulag en kaup eða leigu, svo sem kaupleigu í gegnum lífeyrissjóðina og sjálfseignarfyrirkomulag. Hvetja fjármagnseigendur nýbygginga til að velja vistvænar og heilnæmar byggingar, verðlauna fullnægjandi viðhald til framtíðar. Jafna stöðu kaupenda gagnvart lánveitendum og stöðu leigjenda gagnvart leigusölum, til að auka fyrirsjáanleika og stöðugleika. Sjá til þess að stefnan taki alltaf mið af bestu fáanlegu tækni, bæði gagnvart nýbyggingum og viðhaldi. Við verðum að spyrja okkur hvar og hvernig við viljum búa hérna á Íslandi. Stefna núverandi ríkisstjórnar er að hlutföllin milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðarinnar breytist ekki, hvað íbúafjölda snertir. En það er ekki framtíðarsýn. Það er stöðnun. Við þurfum að spyrja okkur hvernig byggð í landinu lítur út þegar milljón manns búa á Íslandi eða þegar 500 þúsund búa á höfðuborgarsvæðinu. Hvar og hvernig viljum gera meira og betur. Það getum við bara gert með því að gera það öll saman, með því að hugsa öll saman um hvernig Ísland verður við lok næsta kjörtimabils heldur hvert við erum að stefna á næstu 50 árum eða næstu öld. Ég hef oft talað um hvernig við erum frekar léleg í að hugsa til framtíðar. Það er hluti af því hvalrekahagkerfi sem við höfum búið við. Náttúran bara gefur eða tekur og því lifum við bara og hrærumst í núinu. En ef við hugsum okkur götu, einhvers staðar á landinu sem væri frátekin fyrir sögu næstu þúsund ára. Þar sem við myndum byggja hús við hús næstu þúsund árin. Þar sem hvert hús væri tákngervingur hverrar aldar þeirra þúsund ára. 10 hús í röð þar sem hvert hús væri hús hverrar aldar fyrir sig á þeim þúsund árum. Hvert hús væri safn hverra 100 ára fyrir sig. Við gætum nú þegar komið fyrir nokkrum húsum fortíðar, það væri góð byrjun. En svo þyrftum við að skipuleggja hús þessarar aldar og sjá fyrir okkur að komandi kynslóðir muni gera slíkt hið sama í kjölfarið og að lokum værum við búin að byggja þúsaldargötu. Við þurfum langtímahugsun í húsnæðismálum og ekki bara á þann hátt að byggja fleiri íbúðir heldur hvar og hvernig munum við byggja upp Ísland næstu öldina og hvar við búum til pláss fyrir Íslendinga á næstu þúsund árum lýðveldisins? Höfundur er þingmaður Pírata.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun