Heiðrún Lind Marteinsdóttir

Heiðrún Lind Marteinsdóttir

Greinar eftir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS).

Fréttamynd

Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir?

Allir greiða skatta enda eru þeir nauðsynlegir í rekstri samfélaga og allir finna fyrir tekjuskatti og útsvari um hver mánaðamót. Óbeina skatta greiðir fólk nánast á hverjum degi því þeim er komið fyrir í verði vara og þjónustu, bæði innanlands og í útflutningi.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Kar­töflurnar eru of dýrar til að kasta í veiði­þjófa

„Um eitt erum vér Íslendingar allir sammála, en það er nauðsyn þjóðarinnar á rúmgóðri landhelgi. Það er lífsskilyrði framtíðar og farsældar og vor náttúrlegi réttur, sem ríður [brýtur] hvorki í bág við alþjóðalög né samþykktir er sett hafa verið.“ Svo mælti Ásgeir Ásgeirsson forseti Íslands í áramótaræðu sinni árið 1959.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar skynjun ráð­herra verður að lögum

Þrátt fyrir að sjávarútvegur hafi verið grunnatvinnuvegur þjóðarinnar um langt skeið er gangverkið þar ekki með öllum auðskilið. Það á sér eðlilegar skýringar og þeirra má leita í breyttri þjóðfélagsgerð; fólk hefur einfaldlega minni tengingu við atvinnugreinina en áður.

Skoðun
Fréttamynd

Daði Már týnir sjálfum sér

Í umræðum um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra má heyra fullyrðingar stjórnarliða þess efnis að hækkun á veiðigjaldi árið 2012 hefði ekki leitt til mikilla vandræða í íslenskum sjávarútvegi. Þess vegna sé óhætt að stórhækka þau aftur í ár. Þar er verið að vísa til þess að varnaðarorð sjávarútvegsfyrirtækja á sínum tíma um „svartnætti“ og „dómsdagspár“ yfir íslenskum sjávarútvegi hafi ekki átt við nein rök að styðjast og gert lítið úr þeim sjónarmiðum sem þá voru sett fram.

Skoðun
Fréttamynd

Við höfum ekki efni á norsku leiðinni

Auglýsingar SFS um tvöföldun á veiðigjaldi hafa strokið sumum öfugt. Atvinnuvegaráðherra sagðist í viðtali við RÚV á miðvikudaginn ekki skilja auglýsinguna og að ekkert sé í frumvarpi um tvöföldun á veiðigjaldi sem komi í veg fyrir áframhaldandi verðmætasköpun í sjávarútvegi.

Skoðun
Fréttamynd

Norska leiðin hefur gefist vel – í Pól­landi

Frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um veiðigjald mun gera rekstur fiskvinnslu á Íslandi óhagkvæmari, áhættumeiri og sveiflukenndari en hann er nú. Geta til að takast á við ófyrirséða atburði mun minnka verulega og svigrúm til fjárfestinga mun minnka að sama skapi.

Skoðun
Fréttamynd

Listin við að fara sér hægt

Íslenskur sjávarútvegur hefur verið hryggjarstykki í efnahagslegri hagsæld á landinu um langt árabil. Hann getur og vill vera það áfram. Íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum tekst sífellt betur upp í að gera verðmæti úr því sem úr sjó er dregið. Ef rétt verður á spilunum haldið má leysa úr læðingi mikil verðmæti á komandi árum.

Skoðun
Fréttamynd

Veiði­gjaldið stendur undir kostnaði

Mikil umræða hefur verið um breytingar á veiðigjaldi á undanförnum dögum. Því hefur ítrekað verið haldið fram, ranglega, að greitt veiðigjald nægi ekki fyrir þeim kostnaði sem því var ætlað að mæta. Slíkar fullyrðingar eru einfaldlega rangar.

Skoðun
Fréttamynd

Er gott að sjávarút­vegur skjálfi á beinunum?

Sjálfbær hagvöxtur, öflug velferð og góð lífskjör byggjast fyrst og síðast á því að þjóðir tryggi varanlegan vöxt útflutningsverðmæta. Það þarf með öðrum orðum að skapa meiri verðmæti í framtíð en fortíð ef við viljum auka hagsæld okkar.

Skoðun
Fréttamynd

For­seti ASÍ á skautum

Það er sjálfsagt mál og eðlilegt að takast á um það sem betur má fara í samfélaginu. Sú umræða endar aldrei og ný vandamál skjóta upp kollinum um leið og ráðið er bót á öðrum.

Skoðun
Fréttamynd

Upplýsingaóreiða í boði ASÍ

Í aðdraganda nýafstaðinna alþingiskosninga beindi ASÍ sjónum sérstaklega að auðlindagjaldtöku. Almennt má taka því fagnandi þegar hagaðilar láta sig svo mikilvæg mál varða og taka þátt í umræðu um þau. Sjónarmið öflugra samtaka launafólks hafa sannanlega mikla vigt í þessari umræðu. Það vakti hins vegar furðu að í áherslum ASÍ var farið vísvitandi með ósannindi. Rétt er að fara stuttlega yfir þau alvarlegustu.

Skoðun
Fréttamynd

Þrífætta svínið og auðlindar­entan

Það er sjálfsagt og eðlilegt að rætt sé um gjaldtöku af hinum ýmsu auðlindum frá einum tíma til annars og undan því eiga atvinnugreinar sem í hlut eiga ekki að kveinka sér. Öll erum við hagaðilar þegar kemur að nýtingu auðlinda hér á landi og höfum af því ríka hagsmuni að rétt sé gefið. Upplýst umræða er því mikilvæg.

Skoðun
Fréttamynd

Hefð­bundnar og lög­mætar hval­veiðar

Öllum að óvörum hafa sjálfbærar veiðar á langreyðum orðið að ítrekuðu umfjöllunar- og átakaefni í þjóðmálaumræðu í því ríkisstjórnarsamstarfi sem nú hefur verið slitið. Eins og vonlegt er sýnist sitt hverjum um þessar veiðar. Það er ekki nýtt.

Skoðun
Fréttamynd

Stóri grænþvotturinn

Íslenskur sjávarútvegur er í harðri alþjóðlegri samkeppni. Til þess að ná árangri í þeirri samkeppni er nauðsynlegt að fyrirtækin geti haldið áfram að fjárfesta í nýjum og betri skipum og búnaði. Fjárfesting er þannig forsenda áframhaldandi verðmætasköpunar og jákvæðrar þróunar í loftslagsmálum.

Skoðun
Fréttamynd

Að leita langt yfir skammt

Það var merkilegt að fylgjast með fréttum um þing ASÍ þar sem norskur hagfræðingur, Karen Ulltveit Moe, flutti erindi um skattheimtu á fiskeldi í Noregi. Í sjálfu sér var ekkert við erindið hennar að athuga, enda margt áhugavert sem þar kom fram. 

Skoðun
Fréttamynd

Sameiginleg ást okkar DiCaprio

Það hefur verið stefna íslenskra stjórnvalda um langa hríð að nýta beri sjávarauðlindir við Ísland – sett hefur verið skýr löggjöf sem tryggir að veiðarnar séu sjálfbærar, byggðar á vísindalegum grunni, lúti eftirliti og séu í samræmi við alþjóðalög.

Skoðun
Fréttamynd

Strandveiðar í stuttu máli

Nú er farinn í hönd sá tími árs þar sem Landssamband smábátaeigenda og fleiri skora á matvælaráðherra að auka strandveiðar, þar sem úthlutaður kvóti er búinn. Það virðist orðinn árviss viðburður að strandveiðimenn og velunnarar þeirra rísi upp á afturlappirnar og heimti meiri kvóta, gjarnan á þeim forsendum að nóg sé til og veiði hafi gengið vel.

Skoðun
Fréttamynd

Öngstræti matvælaráðherra

„Allar mínar ráðstafanir eru í samræmi við ráðgjöf ráðuneytisins,“ sagði matvælaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar tvö fyrir helgi. Það má vel staldra við þá yfirlýsingu ráðherrans í ljósi þess að fyrir liggur hvaða ráðleggingar hún fékk frá ráðuneyti sínu, hvað hún svo gerði og hverjar afleiðingarnar eru af þeirri ákvörðun. Þessi fullyrðing stenst einfaldlega ekki skoðun. Kjarni málsins er þessi.

Skoðun
Fréttamynd

Hvar eru gögnin?

Þegar matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, tók fyrirvaralaust ákvörðun um stöðvun veiða á langreyðum við Ísland 20. júní sl. óskuðu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) samstundis eftir afriti af lögfræðilegri ráðgjöf og öðrum gögnum að baki þeirri ákvörðun ráðherra frá matvælaráðuneytinu.

Skoðun
Fréttamynd

Við getum verið stolt

Það er fátt sem við í sjávarútvegi fögnum meira en að fólk hafi áhuga á greininni. Við höfum haft áhyggjur af því að almenningur, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, hafi minni snertiflöt við greinina en á árum áður. Þær áhyggjur okkar eru staðfestar í nýlegri könnun þar sem meirihluti fólks viðurkennir að hafa litla þekkingu og enn minni snertingu við þessa grundvallar atvinnugrein.

Skoðun
Fréttamynd

Læknar bif­véla­virki eyrna­bólgu?

Sjávarútvegur hefur verið samofinn lífskjarabaráttu þjóðarinnar í aldanna rás. Hvað sem því líður telur einungis fjórðungur þjóðarinnar sig búa yfir einhverri þekkingu á sjávarútvegsmálum.

Skoðun
  • «
  • 1
  • 2