Læknar bifvélavirki eyrnabólgu? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 4. maí 2023 08:00 Sjávarútvegur hefur verið samofinn lífskjarabaráttu þjóðarinnar í aldanna rás. Hvað sem því líður telur einungis fjórðungur þjóðarinnar sig búa yfir einhverri þekkingu á sjávarútvegsmálum. Þetta er niðurstaða nýlegrar könnunar sem Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, lét Félagsvísindastofnun framkvæma um viðhorf Íslendinga til sjávarútvegsmála. Úrtak könnunarinnar taldi 1.133 manns, sem jafngildir tæplega 0,4% landsmanna sem eru 18 ára og eldri. Þrátt fyrir takmarkaða þekkingu virðast hins vegar margir hafa sterka skoðun á sjávarútvegi. Það er ákveðið umhugsunarefni. Vissulega er hvorki til rétt né röng skoðun í þessum efnum, en almennt má telja skynsamlegra að byggja skoðun á rökum og réttum upplýsingum í stað tilfinninga og ágiskana. Mikilvægi hlutlægra upplýsinga Takmörkuð þekking á málefnum sjávarútvegs hér á landi er áhyggjuefni. Sjávarútvegur er einn mikilvægasti grunnatvinnuvegur þjóðarinnar. Verði breytingar á rekstrargrundvelli greinarinnar, hvort sem það er í jákvæða eða neikvæða átt, þá snertir það okkur öll, beint eða óbeint. Þessar breytingar hafa nefnilega keðjuverkandi áhrif á allt hagkerfið, ekki bara á einstaka samfélög í litlum sjávarþorpum. Rekstur í sjávarútvegi er mjög sveiflukenndur og háður ýmis konar óvissu sem við Íslendingar fáum ekki ráðið við. Má þar meðal annars nefna stærð nytjastofna, skilyrði í hafi og ástand efnahags- og stjórnmála á mörkuðum þar sem íslenskar sjávarafurðir eru seldar. Hvað marga aðra þætti snertir getum við hins vegar haft töluverð áhrif, líkt og við setningu laga og reglna sem um sjávarútveg gilda. Í þeim efnum þarf að vanda til verka og nauðsynlegt er að hafa til grundvallar hlutlægar upplýsingar og staðreyndir. Án þeirra er ekki hægt að taka upplýsta afstöðu sem stuðlað getur að framþróun í nýtingu sjávarauðlindarinnar. Að renna blint í sjóinn Velta má fyrir sér hvort það þjóni nokkrum tilgangi að spyrja þau sem búa ekki yfir þekkingu eða hafa takmarkaða þekkingu á tilteknu máli hverju þau vilji breyta? Kannski má telja það áþekka gagnlegt og að mæta til bifvélavirkja vegna eyrnaverkja barns í stað þess að leita til læknis. Í nefndri könnun var til að mynda spurt hvort fólk vildi fiskveiðar eða fiskvinnslu við öll sjávarpláss hér á landi. Flest erum við líklega sammála um mikilvægi öflugs atvinnulífs um allt land og raunar er engin atvinnugrein með jafnari dreifingu atvinnutekna um landið en einmitt sjávarútvegur. Það hlýtur hins vegar að skipta töluverðu máli að rekstrarlegar forsendur séu fyrir atvinnustarfsemi á tilgreindu svæði. Það hefði því verið gagnlegt ef fólk með litla þekkingu á sjávarútvegi hefði verið spurt hvort ríkissjóður ætti að greiða með slíkri atvinnustarfsemi og hvort fólk gæti sætt sig við minni tekjur þjóðarinnar af sjávarauðlindinni með aukinni óhagkvæmni. Í könnuninni var einnig spurt hvort að hækka ætti auðlindagjöld á sjávarútveg. Í því samhengi hefði sannanlega við upplýsandi að vita hvort afstaða þeirra, sem lítið sögðust þekkja til sjávarútvegs, væri óháð því hvort hin aukna gjaldtaka myndi á endanum skila minni tekjum til þjóðarinnar. Svo ef þessi sami hópur væri jafnframt spurður hvort að sú hækkun ætti einungis að beinast að stærri útgerðum, þá hefði verið gagnlegt að vita hvort afstaða hans væri sú sama ef hann væri meðvitaður um þá staðreynd að stærri útgerðir greiða þegar til muna hærra veiðigjald en minni útgerðir þar sem þær síðargreindu njóta ríflegra afslátta. Og þar sem leitað var til þeirra sem litla þekkingu höfðu á sjávarútvegi og spurt hvort að þau væru sátt við fiskveiðistjórnunarkerfið, þá hefði verið upplýsandi að vita hvort svarið væri óháð því hvaða verðmæti verða til í íslensku samfélagi við núverandi fyrirkomulag og hvaða neikvæðu áhrif það hefði fyrir samfélagið yrði kerfinu breytt. Í ljósi fyrrgreindrar niðurstöðu um takmarkaða þekkingu fólks á því málefni sem um var spurt, verður því miður að telja óvarlegt að draga víðtækar ályktanir eða leiðsögn um leiðina fram veginn í sjávarútvegi. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að telja niðurstöðu könnunarinnar vera áfellisdóm yfir stjórn sjávarútvegsmála. Það er út af fyrir sig merkilegt í ljósi þess að þegar fólk er spurt hvaða kerfi samfélagsins er brýnast að bæta, þá er sjávarútvegur í næst neðsta sæti. Lang flestir telja mikilvægast að bæta heilbrigðiskerfið, svo velferðarkerfið, menntakerfið og samgöngukerfið. Leit að sátt á röngum stað Í viðtali við mbl.is sagði ráðherra að könnunin væri góður stuðningur við þá vinnu sem matvælaráðuneytið hefði verið að sinna undanfarin misseri í tengslum við stefnumótun í sjávarútvegi undir merkjum Auðlindin okkar. Sagði hún að þar væri meðal annars leitast við að skapa aukna sátt um sjávarútveg á grundvelli upplýstrar umræðu og endurskoðunar á kerfinu. Þetta er vissulega ekki í fyrsta og mun vafalaust ekki verða í síðasta sinn sem ráðherra sjávarútvegsmála ræðst í viðamikið verkefni með nefndum eða skýrslum í nafni aukinnar sáttar. Líklega hefur engin atvinnugrein verið kortlögð eins oft og ítarlega og sjávarútvegur í gegnum árin. Margar breytingar hafa verið gerðar á grundvelli slíkrar vinnu og oftsinnis hefur markmiðið verið um að ná aukinni sátt í sjávarútvegi. Má þar meðal annars nefna strandveiðar, byggðapotta, hámarkseign aflaheimilda og hið margumtalaða veiðigjald. Og nú skal enn reynt. Í fyrrgreindu viðtali nefndi ráðherra meðal annars að könnunin gæfi vísbendingar um að vilji fólks stæði til áframhaldandi stuðnings við strandveiðar og hækkandi gjaldtöku. Með vísan til þess sem áður sagði, má sannanlega hafa efasemdir um þessa leiðsögn. Staðreyndin er sú að allar fyrrgreindar breytingar undir formerkjum sáttar eiga það sammerkt að hafa unnið gegn efnahagslegri skilvirkni og þar með dregið úr því verðmæti sem þjóðin fær af nýtingu sjávarauðlindarinnar. Og það sem líklega verra er – breytingarnar hafa ekki náð fram aukinni sátt, að því er virðist. Með hliðsjón af þessu, þá væri það sannanlega þess virði að kanna nýjar leiðir – leiðir sem byggja á hlutlægri og upplýsandi umfjöllun um sjávarútveg. Aukin velferð og hagsæld þjóðar hlýtur að vera hið endanlega markmið með nýtingu sjávarauðlindarinnar. Því markmiði verður fyrst og síðast náð með aukinni verðmætasköpun – það þarf að búa til meiri verðmæti í dag en í gær, alla daga og um alla framtíð. Við það aukast ekki aðeins tekjur samfélagsins af sjávarauðlindinni, heldur einnig frá annarri atvinnustarfsemi sem reiðir sig á öflugan sjávarútveg. Því miður sýna fyrstu viðbrögð ráðherra að enn sé ætlunin að hjakka í sama fari með því að innleiða breytingar sem einmitt leiða til hins gagnstæða; minni verðmætasköpunar og þar með minni tekna fyrir samfélagið í bráð og lengd. Við svo búið má velta því fyrir sér hvort ekki hafi verið betur heima setið en af stað farið. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjávarútvegur Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi …… Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Sjávarútvegur hefur verið samofinn lífskjarabaráttu þjóðarinnar í aldanna rás. Hvað sem því líður telur einungis fjórðungur þjóðarinnar sig búa yfir einhverri þekkingu á sjávarútvegsmálum. Þetta er niðurstaða nýlegrar könnunar sem Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, lét Félagsvísindastofnun framkvæma um viðhorf Íslendinga til sjávarútvegsmála. Úrtak könnunarinnar taldi 1.133 manns, sem jafngildir tæplega 0,4% landsmanna sem eru 18 ára og eldri. Þrátt fyrir takmarkaða þekkingu virðast hins vegar margir hafa sterka skoðun á sjávarútvegi. Það er ákveðið umhugsunarefni. Vissulega er hvorki til rétt né röng skoðun í þessum efnum, en almennt má telja skynsamlegra að byggja skoðun á rökum og réttum upplýsingum í stað tilfinninga og ágiskana. Mikilvægi hlutlægra upplýsinga Takmörkuð þekking á málefnum sjávarútvegs hér á landi er áhyggjuefni. Sjávarútvegur er einn mikilvægasti grunnatvinnuvegur þjóðarinnar. Verði breytingar á rekstrargrundvelli greinarinnar, hvort sem það er í jákvæða eða neikvæða átt, þá snertir það okkur öll, beint eða óbeint. Þessar breytingar hafa nefnilega keðjuverkandi áhrif á allt hagkerfið, ekki bara á einstaka samfélög í litlum sjávarþorpum. Rekstur í sjávarútvegi er mjög sveiflukenndur og háður ýmis konar óvissu sem við Íslendingar fáum ekki ráðið við. Má þar meðal annars nefna stærð nytjastofna, skilyrði í hafi og ástand efnahags- og stjórnmála á mörkuðum þar sem íslenskar sjávarafurðir eru seldar. Hvað marga aðra þætti snertir getum við hins vegar haft töluverð áhrif, líkt og við setningu laga og reglna sem um sjávarútveg gilda. Í þeim efnum þarf að vanda til verka og nauðsynlegt er að hafa til grundvallar hlutlægar upplýsingar og staðreyndir. Án þeirra er ekki hægt að taka upplýsta afstöðu sem stuðlað getur að framþróun í nýtingu sjávarauðlindarinnar. Að renna blint í sjóinn Velta má fyrir sér hvort það þjóni nokkrum tilgangi að spyrja þau sem búa ekki yfir þekkingu eða hafa takmarkaða þekkingu á tilteknu máli hverju þau vilji breyta? Kannski má telja það áþekka gagnlegt og að mæta til bifvélavirkja vegna eyrnaverkja barns í stað þess að leita til læknis. Í nefndri könnun var til að mynda spurt hvort fólk vildi fiskveiðar eða fiskvinnslu við öll sjávarpláss hér á landi. Flest erum við líklega sammála um mikilvægi öflugs atvinnulífs um allt land og raunar er engin atvinnugrein með jafnari dreifingu atvinnutekna um landið en einmitt sjávarútvegur. Það hlýtur hins vegar að skipta töluverðu máli að rekstrarlegar forsendur séu fyrir atvinnustarfsemi á tilgreindu svæði. Það hefði því verið gagnlegt ef fólk með litla þekkingu á sjávarútvegi hefði verið spurt hvort ríkissjóður ætti að greiða með slíkri atvinnustarfsemi og hvort fólk gæti sætt sig við minni tekjur þjóðarinnar af sjávarauðlindinni með aukinni óhagkvæmni. Í könnuninni var einnig spurt hvort að hækka ætti auðlindagjöld á sjávarútveg. Í því samhengi hefði sannanlega við upplýsandi að vita hvort afstaða þeirra, sem lítið sögðust þekkja til sjávarútvegs, væri óháð því hvort hin aukna gjaldtaka myndi á endanum skila minni tekjum til þjóðarinnar. Svo ef þessi sami hópur væri jafnframt spurður hvort að sú hækkun ætti einungis að beinast að stærri útgerðum, þá hefði verið gagnlegt að vita hvort afstaða hans væri sú sama ef hann væri meðvitaður um þá staðreynd að stærri útgerðir greiða þegar til muna hærra veiðigjald en minni útgerðir þar sem þær síðargreindu njóta ríflegra afslátta. Og þar sem leitað var til þeirra sem litla þekkingu höfðu á sjávarútvegi og spurt hvort að þau væru sátt við fiskveiðistjórnunarkerfið, þá hefði verið upplýsandi að vita hvort svarið væri óháð því hvaða verðmæti verða til í íslensku samfélagi við núverandi fyrirkomulag og hvaða neikvæðu áhrif það hefði fyrir samfélagið yrði kerfinu breytt. Í ljósi fyrrgreindrar niðurstöðu um takmarkaða þekkingu fólks á því málefni sem um var spurt, verður því miður að telja óvarlegt að draga víðtækar ályktanir eða leiðsögn um leiðina fram veginn í sjávarútvegi. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að telja niðurstöðu könnunarinnar vera áfellisdóm yfir stjórn sjávarútvegsmála. Það er út af fyrir sig merkilegt í ljósi þess að þegar fólk er spurt hvaða kerfi samfélagsins er brýnast að bæta, þá er sjávarútvegur í næst neðsta sæti. Lang flestir telja mikilvægast að bæta heilbrigðiskerfið, svo velferðarkerfið, menntakerfið og samgöngukerfið. Leit að sátt á röngum stað Í viðtali við mbl.is sagði ráðherra að könnunin væri góður stuðningur við þá vinnu sem matvælaráðuneytið hefði verið að sinna undanfarin misseri í tengslum við stefnumótun í sjávarútvegi undir merkjum Auðlindin okkar. Sagði hún að þar væri meðal annars leitast við að skapa aukna sátt um sjávarútveg á grundvelli upplýstrar umræðu og endurskoðunar á kerfinu. Þetta er vissulega ekki í fyrsta og mun vafalaust ekki verða í síðasta sinn sem ráðherra sjávarútvegsmála ræðst í viðamikið verkefni með nefndum eða skýrslum í nafni aukinnar sáttar. Líklega hefur engin atvinnugrein verið kortlögð eins oft og ítarlega og sjávarútvegur í gegnum árin. Margar breytingar hafa verið gerðar á grundvelli slíkrar vinnu og oftsinnis hefur markmiðið verið um að ná aukinni sátt í sjávarútvegi. Má þar meðal annars nefna strandveiðar, byggðapotta, hámarkseign aflaheimilda og hið margumtalaða veiðigjald. Og nú skal enn reynt. Í fyrrgreindu viðtali nefndi ráðherra meðal annars að könnunin gæfi vísbendingar um að vilji fólks stæði til áframhaldandi stuðnings við strandveiðar og hækkandi gjaldtöku. Með vísan til þess sem áður sagði, má sannanlega hafa efasemdir um þessa leiðsögn. Staðreyndin er sú að allar fyrrgreindar breytingar undir formerkjum sáttar eiga það sammerkt að hafa unnið gegn efnahagslegri skilvirkni og þar með dregið úr því verðmæti sem þjóðin fær af nýtingu sjávarauðlindarinnar. Og það sem líklega verra er – breytingarnar hafa ekki náð fram aukinni sátt, að því er virðist. Með hliðsjón af þessu, þá væri það sannanlega þess virði að kanna nýjar leiðir – leiðir sem byggja á hlutlægri og upplýsandi umfjöllun um sjávarútveg. Aukin velferð og hagsæld þjóðar hlýtur að vera hið endanlega markmið með nýtingu sjávarauðlindarinnar. Því markmiði verður fyrst og síðast náð með aukinni verðmætasköpun – það þarf að búa til meiri verðmæti í dag en í gær, alla daga og um alla framtíð. Við það aukast ekki aðeins tekjur samfélagsins af sjávarauðlindinni, heldur einnig frá annarri atvinnustarfsemi sem reiðir sig á öflugan sjávarútveg. Því miður sýna fyrstu viðbrögð ráðherra að enn sé ætlunin að hjakka í sama fari með því að innleiða breytingar sem einmitt leiða til hins gagnstæða; minni verðmætasköpunar og þar með minni tekna fyrir samfélagið í bráð og lengd. Við svo búið má velta því fyrir sér hvort ekki hafi verið betur heima setið en af stað farið. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun