Sameiginleg ást okkar DiCaprio Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 2. september 2023 12:01 Það hefur verið stefna íslenskra stjórnvalda um langa hríð að nýta beri sjávarauðlindir við Ísland – sett hefur verið skýr löggjöf sem tryggir að veiðarnar séu sjálfbærar, byggðar á vísindalegum grunni, lúti eftirliti og séu í samræmi við alþjóðalög. Íslendingar hafa lengi dregið fram lífið með því að nýta þessar auðlindir. Atvinnuréttindi við veiðar eru aukinheldur tryggð í stjórnarskrá. Þegar stjórnvöld hrófla við þessum stjórnarskrárvörðu réttindum þarf mikið að koma til. Meðalhófs þarf að gæta svo fótunum sé ekki kippt undan fólki og velsæld þjóðar í skiptum fyrir pólitíska skammtímahagsmuni. Hvalveiðar lúta meðal annars þessum skýru og sanngjörnu lögmálum. Nú hafa erlendar stórstjörnur stigið inn á sviðið í umræðu umliðinna vikna um þessar veiðar Íslendinga. Og það á að refsa Íslendingum. Okkur er sagt að við munum hafa verra af, ef við förum ekki að kröfum þeirra um að hætta hvalveiðum. Úti í hinum stóra heimi hefur nokkuð verið rætt og ritað um þátttöku þeirra frægu í baráttu fyrir hinum ýmsu málum, líkt og jafnréttis- og loftslagsmálum. Orð þeirra hafa vægi vegna þess mikla fylgis og velvildar sem þau hafa hjá almenningi. En baráttan hefur líka leitt aðrar og óheppilegri athafnir þeirra í ljós. Af handahófi má meðal annars nefna Leonadro DiCaprio, sem nú hótar Íslendingum vegna hvalveiða. Hann hefur í gegnum tíðina lagt mikilvæg lóð á vogarskálar í því að vekja fólk til umhugsunar um loftslagsbreytingar. Það er að sjálfsögðu vel. Mikilvægast af öllu hlýtur þó að vera að hugur fylgi máli þess sem berst svo ötullega fyrir tilteknum málstað. Þar hefur nefnilega misbrestur orðið á í tilviki DiCaprio. Þannig hefur hann ítrekað verið gagnrýndur fyrir mikla notkun á einkaflugvélum, auk þess að flatmaga mánuðum saman á lúxusnekkju sinni á siglingum um heimsins höf, allt með óhóflegri og ónauðsynlegri notkun á jarðefnaeldsneyti. Þetta hefur í erlendum miðlum verið kallað hræsni. En loftslagsmálin hafa ekki verið einu baráttumál DiCaprio. Hann hefur einnig barist ötullega fyrir virku lýðræði, ekki bara í heimalandi sínu Bandaríkjunum, heldur einnig nýverið í Brasilíu. Þar hefur hann hvatt fylgjendur sína til að nýta kosningarétt sinn og hafa þannig áhrif á framtíð sína. Það er virðingarvert að brenna fyrir grundvallarréttindum fólks. Ég vona innilega að DiCaprio haldi þeirri baráttu áfram að standa vörð um mannréttindi, lýðræði og grundvallarreglur réttarríkis, ekki bara í heimalandi sínu heldur um allan heim – og það þrátt fyrir að hafa um stundarsakir gleymt þeirri baráttu gagnvart Íslendingum. Nú hef ég mikið dálæti á hæfileikum margra þeirra leikara sem hafa í hótunum við Íslendinga. En þetta leikrit hugnast mér ekki. Þrátt fyrir dálæti heimsins á þessu fólki, þá eru völd þeirra blessunarlega ekki þess háttar að þau víki til hliðar meginreglum lýðræðis og réttarríkis. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjávarútvegur Hvalveiðar Hollywood Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið stefna íslenskra stjórnvalda um langa hríð að nýta beri sjávarauðlindir við Ísland – sett hefur verið skýr löggjöf sem tryggir að veiðarnar séu sjálfbærar, byggðar á vísindalegum grunni, lúti eftirliti og séu í samræmi við alþjóðalög. Íslendingar hafa lengi dregið fram lífið með því að nýta þessar auðlindir. Atvinnuréttindi við veiðar eru aukinheldur tryggð í stjórnarskrá. Þegar stjórnvöld hrófla við þessum stjórnarskrárvörðu réttindum þarf mikið að koma til. Meðalhófs þarf að gæta svo fótunum sé ekki kippt undan fólki og velsæld þjóðar í skiptum fyrir pólitíska skammtímahagsmuni. Hvalveiðar lúta meðal annars þessum skýru og sanngjörnu lögmálum. Nú hafa erlendar stórstjörnur stigið inn á sviðið í umræðu umliðinna vikna um þessar veiðar Íslendinga. Og það á að refsa Íslendingum. Okkur er sagt að við munum hafa verra af, ef við förum ekki að kröfum þeirra um að hætta hvalveiðum. Úti í hinum stóra heimi hefur nokkuð verið rætt og ritað um þátttöku þeirra frægu í baráttu fyrir hinum ýmsu málum, líkt og jafnréttis- og loftslagsmálum. Orð þeirra hafa vægi vegna þess mikla fylgis og velvildar sem þau hafa hjá almenningi. En baráttan hefur líka leitt aðrar og óheppilegri athafnir þeirra í ljós. Af handahófi má meðal annars nefna Leonadro DiCaprio, sem nú hótar Íslendingum vegna hvalveiða. Hann hefur í gegnum tíðina lagt mikilvæg lóð á vogarskálar í því að vekja fólk til umhugsunar um loftslagsbreytingar. Það er að sjálfsögðu vel. Mikilvægast af öllu hlýtur þó að vera að hugur fylgi máli þess sem berst svo ötullega fyrir tilteknum málstað. Þar hefur nefnilega misbrestur orðið á í tilviki DiCaprio. Þannig hefur hann ítrekað verið gagnrýndur fyrir mikla notkun á einkaflugvélum, auk þess að flatmaga mánuðum saman á lúxusnekkju sinni á siglingum um heimsins höf, allt með óhóflegri og ónauðsynlegri notkun á jarðefnaeldsneyti. Þetta hefur í erlendum miðlum verið kallað hræsni. En loftslagsmálin hafa ekki verið einu baráttumál DiCaprio. Hann hefur einnig barist ötullega fyrir virku lýðræði, ekki bara í heimalandi sínu Bandaríkjunum, heldur einnig nýverið í Brasilíu. Þar hefur hann hvatt fylgjendur sína til að nýta kosningarétt sinn og hafa þannig áhrif á framtíð sína. Það er virðingarvert að brenna fyrir grundvallarréttindum fólks. Ég vona innilega að DiCaprio haldi þeirri baráttu áfram að standa vörð um mannréttindi, lýðræði og grundvallarreglur réttarríkis, ekki bara í heimalandi sínu heldur um allan heim – og það þrátt fyrir að hafa um stundarsakir gleymt þeirri baráttu gagnvart Íslendingum. Nú hef ég mikið dálæti á hæfileikum margra þeirra leikara sem hafa í hótunum við Íslendinga. En þetta leikrit hugnast mér ekki. Þrátt fyrir dálæti heimsins á þessu fólki, þá eru völd þeirra blessunarlega ekki þess háttar að þau víki til hliðar meginreglum lýðræðis og réttarríkis. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun