Opinber skýring til Sigurjóns Þórðarsonar Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 5. júní 2025 08:32 Sigurjón Þórðarson, útgerðarmaður, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Flokks fólksins birti grein á Vísi í gær, Samþjöppunin hefur ekkert að gera með veiðigjöldin. Þar flutti hann þau tíðindi að orsök samþjöppunar í sjávarútvegi væri alls ekki auðlindagjaldtakan. Vart þarf að nefna að hann rökstyður þetta ekki frekar. Hvert var markmið veiðigjalds? Veiðigjaldið var á sínum tíma beinlínis lagt á til þess að hraða hagræðingu í greininni, sumsé til þess að auka samþjöppun. Veiðigjald eykur útgerðarkostnað og þegar gjaldið tekur mið af heildarafkomu fiskveiða, þá liggur í hlutarins eðli að óhagkvæmari aðilar í útgerð eiga erfiðara með að standa undir þeim kostnaði. Þessir aðilar hafa því að líkindum í gegnum tíðina verið þeir sem hafa selt sig út úr greininni og þeir sem eftir standa hafa fjármagnað þá útgöngu. Hver hefur þróunin verið? Til að varpa einhverju ljósi á þróun liðinna ára má líta til fjölda skipa og báta sem höfðu hlutdeild í þorski árin 2011 til 2012, þegar veiðigjald var hækkað nokkuð hressilega. Fiskiskipin voru 609 á nefndu tímabili en í fyrra var talan komin í 282. Hér er átt við skip og báta sem eru í hinu hefðbundna aflamarkskerfi og krókaaflamarkskerfi. Þessum aðilum fækkaði því um rúmlega þrjú hundruð. Spurningin augljósa sem vaknar er: hvað olli þessu? Hækkun á veiðigjaldi er auðvitað ekki eina skýringin, en það er fráleitt að halda því fram að hún hafi engin áhrif haft. Er sanngjarnt að ríkið taki allan hagnað? Þá víkur formaðurinn að því að fyrir dyrum standi að gera enn frekari breytingar á frumvarpi um verulega hækkun veiðigjalds, þannig að komið sé enn frekar til móts við minni útgerðir. Þetta er áhugaverður punktur, sér í lagi þar sem stjórnarmeirihlutinn hefur reynt að markaðssetja breytingarnar sem sanngjarnar. Ef veruleg hækkun veiðigjalds er sanngjörn, hvers vegna þarf þá að veita umfangsmikla afslætti til tiltekinna aðila? Getur kannski verið að gengið hafi verið allt of langt? Samkvæmt skýrslu KPMG fyrir Samtök sjávarútvegssveitarfélaga munu breytingarnar fela það í sér að 117 sjávarútvegsfyrirtæki greiði meira en 100% hagnaðar í veiðigjald og enn fleiri munu greiða meira en 80% hagnaðar í veiðigjald. SFS telja það raunar vanmat, en á meðal þessara aðila eru bæði stór og smá fyrirtæki. Þannig má nefna að Skinney-Þinganes á Hornafirði, hvar um 300 manns starfa, mun greiða meira en 100% af hagnaði til hins opinbera. Það væri því gagnlegt að fá skilgreiningu formanns atvinnuveganefndar og stuðningsmanns frumvarpsins á því hvað er sanngjarnt. Miðað við staðreyndir málsins, þá má álykta að þingmaðurinn sé þeirrar skoðunar að umfangsmikil eignaupptaka sé sanngjörn. Er verð á aflaheimildum hátt? Í grein sinni telur Sigurjón það ekki ganga upp í „neinni hefðbundinni viðskiptaáætlun“ að greiða 6.500 kr./kg fyrir varanlegar veiðiheimildir í þorski þar sem verð á þorski á markaði sé 500 kr./kg. Stundum er maður eiginlega feginn því að fólk endi inni á Alþingi en ekki í gerð viðskiptaáætlana. Það verð sem Sigurjón nefnir er einmitt alveg óskaplega hefðbundið. Til samanburðar má nefna að fasteignir eru verðlagðar á 12-15 ára leigumargfaldara, sem er þá töluvert hærri margfaldari en notaður er á veiðiheimildir. Þá má líka nefna sem dæmi að vatnsréttindi í Ástralíu eru jafnan verðlögð á 20-25 ára margfaldara. Svo hár margfaldari endurspeglar líklega hvers virði takmörkuð auðlind er, ef það eru ekki pólitísk afskipti sem valda sérstakri rekstrarlegri áhættu og óvissu um fjárfestingu til lengri tíma. Annars er áhugavert að Sigurjón skuli vekja máls á þessu núna. Þannig vill til að í febrúar var verðið á þorski í krókaaflamarkskerfinu 6.500 kr./kg, en er nú komið niður í 6.000 kr./kg. Verðið hefur því lækkað nokkuð hressilega á stuttum tíma og verður það fyrst og síðast rakið til þeirrar óvissu sem stjórnvöld hafa skapað með áformum um verulega hækkun veiðigjalds. Þá má líka nefna að þau verð sem hér eru nefnd eiga gjarnan við þegar um viðskipti er að ræða með fá tonn. Er þá vafalaust meira svigrúm til þess að greiða hærri verð þar sem um jaðartonn er að ræða. Í því samhengi má nefna að verð á aflaheimildum þegar Síldarvinnslan keypti Vísi árið 2022 voru til muna lægri, sé mið tekið af opinberum gögnum. Kaupverðið á Vísi var 31 milljarður króna og félagið hafði yfir að ráða 15.000 þorskígildistonnum. Það gerir um 2.067 kr./kg á hvert þorskígildi. Kynslóðaskipti hafa verið að eiga sér stað um langa hríð í sjávarútvegi, bæði í litlum og stórum fyrirtækjum. Blessunarlega fara fyrirtæki og störf ekki með stofnendum sínum í gröfina. Raunar má ætla að aðgengi yngri kynslóða að eignarhaldi í sjávarútvegi hafi orðið betra á umliðnum árum. Þrjú sjávarútvegsfyrirtæki, sem hafa orðið til úr sameiningum fleiri fyrirtækja, eru þannig skráð í kauphöll og viðskipti með hlutabréf í þeim opin öllum. Það getur varla þótt annað en jákvætt. Skaðleg markmið komin fram í dagsljósið Hugleiðingar Sigurjóns eru um margt áhugaverðar. Það sem helst vekur þó athygli er áherslan sem hann leggur á að samþættingu veiða og vinnslu verði að stöðva. Þessu markmiði hafa nefnilega stjórnvöld aðspurð borið af sér. Það er vel að Sigurjón skuli þá taka af allan vafa um að fyrirætlan stjórnvalda sé að gera grundvallarbreytingu á fiskveiðikerfinu, með augljósum og alvarlegum neikvæðum áhrifum á verðmætasköpun og framlag sjávarútvegs til hagsældar þjóðarinnar allrar. Ég þakka Sigurjóni kærlega fyrir að koma þessu markmiði stjórnvalda skýrlega áleiðis. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Sigurjón Þórðarson, útgerðarmaður, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Flokks fólksins birti grein á Vísi í gær, Samþjöppunin hefur ekkert að gera með veiðigjöldin. Þar flutti hann þau tíðindi að orsök samþjöppunar í sjávarútvegi væri alls ekki auðlindagjaldtakan. Vart þarf að nefna að hann rökstyður þetta ekki frekar. Hvert var markmið veiðigjalds? Veiðigjaldið var á sínum tíma beinlínis lagt á til þess að hraða hagræðingu í greininni, sumsé til þess að auka samþjöppun. Veiðigjald eykur útgerðarkostnað og þegar gjaldið tekur mið af heildarafkomu fiskveiða, þá liggur í hlutarins eðli að óhagkvæmari aðilar í útgerð eiga erfiðara með að standa undir þeim kostnaði. Þessir aðilar hafa því að líkindum í gegnum tíðina verið þeir sem hafa selt sig út úr greininni og þeir sem eftir standa hafa fjármagnað þá útgöngu. Hver hefur þróunin verið? Til að varpa einhverju ljósi á þróun liðinna ára má líta til fjölda skipa og báta sem höfðu hlutdeild í þorski árin 2011 til 2012, þegar veiðigjald var hækkað nokkuð hressilega. Fiskiskipin voru 609 á nefndu tímabili en í fyrra var talan komin í 282. Hér er átt við skip og báta sem eru í hinu hefðbundna aflamarkskerfi og krókaaflamarkskerfi. Þessum aðilum fækkaði því um rúmlega þrjú hundruð. Spurningin augljósa sem vaknar er: hvað olli þessu? Hækkun á veiðigjaldi er auðvitað ekki eina skýringin, en það er fráleitt að halda því fram að hún hafi engin áhrif haft. Er sanngjarnt að ríkið taki allan hagnað? Þá víkur formaðurinn að því að fyrir dyrum standi að gera enn frekari breytingar á frumvarpi um verulega hækkun veiðigjalds, þannig að komið sé enn frekar til móts við minni útgerðir. Þetta er áhugaverður punktur, sér í lagi þar sem stjórnarmeirihlutinn hefur reynt að markaðssetja breytingarnar sem sanngjarnar. Ef veruleg hækkun veiðigjalds er sanngjörn, hvers vegna þarf þá að veita umfangsmikla afslætti til tiltekinna aðila? Getur kannski verið að gengið hafi verið allt of langt? Samkvæmt skýrslu KPMG fyrir Samtök sjávarútvegssveitarfélaga munu breytingarnar fela það í sér að 117 sjávarútvegsfyrirtæki greiði meira en 100% hagnaðar í veiðigjald og enn fleiri munu greiða meira en 80% hagnaðar í veiðigjald. SFS telja það raunar vanmat, en á meðal þessara aðila eru bæði stór og smá fyrirtæki. Þannig má nefna að Skinney-Þinganes á Hornafirði, hvar um 300 manns starfa, mun greiða meira en 100% af hagnaði til hins opinbera. Það væri því gagnlegt að fá skilgreiningu formanns atvinnuveganefndar og stuðningsmanns frumvarpsins á því hvað er sanngjarnt. Miðað við staðreyndir málsins, þá má álykta að þingmaðurinn sé þeirrar skoðunar að umfangsmikil eignaupptaka sé sanngjörn. Er verð á aflaheimildum hátt? Í grein sinni telur Sigurjón það ekki ganga upp í „neinni hefðbundinni viðskiptaáætlun“ að greiða 6.500 kr./kg fyrir varanlegar veiðiheimildir í þorski þar sem verð á þorski á markaði sé 500 kr./kg. Stundum er maður eiginlega feginn því að fólk endi inni á Alþingi en ekki í gerð viðskiptaáætlana. Það verð sem Sigurjón nefnir er einmitt alveg óskaplega hefðbundið. Til samanburðar má nefna að fasteignir eru verðlagðar á 12-15 ára leigumargfaldara, sem er þá töluvert hærri margfaldari en notaður er á veiðiheimildir. Þá má líka nefna sem dæmi að vatnsréttindi í Ástralíu eru jafnan verðlögð á 20-25 ára margfaldara. Svo hár margfaldari endurspeglar líklega hvers virði takmörkuð auðlind er, ef það eru ekki pólitísk afskipti sem valda sérstakri rekstrarlegri áhættu og óvissu um fjárfestingu til lengri tíma. Annars er áhugavert að Sigurjón skuli vekja máls á þessu núna. Þannig vill til að í febrúar var verðið á þorski í krókaaflamarkskerfinu 6.500 kr./kg, en er nú komið niður í 6.000 kr./kg. Verðið hefur því lækkað nokkuð hressilega á stuttum tíma og verður það fyrst og síðast rakið til þeirrar óvissu sem stjórnvöld hafa skapað með áformum um verulega hækkun veiðigjalds. Þá má líka nefna að þau verð sem hér eru nefnd eiga gjarnan við þegar um viðskipti er að ræða með fá tonn. Er þá vafalaust meira svigrúm til þess að greiða hærri verð þar sem um jaðartonn er að ræða. Í því samhengi má nefna að verð á aflaheimildum þegar Síldarvinnslan keypti Vísi árið 2022 voru til muna lægri, sé mið tekið af opinberum gögnum. Kaupverðið á Vísi var 31 milljarður króna og félagið hafði yfir að ráða 15.000 þorskígildistonnum. Það gerir um 2.067 kr./kg á hvert þorskígildi. Kynslóðaskipti hafa verið að eiga sér stað um langa hríð í sjávarútvegi, bæði í litlum og stórum fyrirtækjum. Blessunarlega fara fyrirtæki og störf ekki með stofnendum sínum í gröfina. Raunar má ætla að aðgengi yngri kynslóða að eignarhaldi í sjávarútvegi hafi orðið betra á umliðnum árum. Þrjú sjávarútvegsfyrirtæki, sem hafa orðið til úr sameiningum fleiri fyrirtækja, eru þannig skráð í kauphöll og viðskipti með hlutabréf í þeim opin öllum. Það getur varla þótt annað en jákvætt. Skaðleg markmið komin fram í dagsljósið Hugleiðingar Sigurjóns eru um margt áhugaverðar. Það sem helst vekur þó athygli er áherslan sem hann leggur á að samþættingu veiða og vinnslu verði að stöðva. Þessu markmiði hafa nefnilega stjórnvöld aðspurð borið af sér. Það er vel að Sigurjón skuli þá taka af allan vafa um að fyrirætlan stjórnvalda sé að gera grundvallarbreytingu á fiskveiðikerfinu, með augljósum og alvarlegum neikvæðum áhrifum á verðmætasköpun og framlag sjávarútvegs til hagsældar þjóðarinnar allrar. Ég þakka Sigurjóni kærlega fyrir að koma þessu markmiði stjórnvalda skýrlega áleiðis. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar