Jóhanna Margrét skiptir um lið innan Svíþjóðar Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, landsliðskona í handbolta, skiptir um félag í Svíþjóð eftir tímabilið. Hún fer frá Skara til Kristianstad. Handbolti 18. apríl 2024 16:32
Fimmtán dagar á milli leikja í sama einvígi í Olís deild karla Handknattleikssamband Íslands hefur sett upp leikjadagskrá fyrir undanúrslit í úrslitakeppni Olís deildar karla og þar þurftu menn að leysa ákveðin vandamál. Handbolti 18. apríl 2024 12:30
Sebastian tekur við kvennaliði Víkings Sebastian Popovic Alexandersson verður næsti þjálfari kvennaliðs Víkings í handbolta en hann hefur skrifað undir samning til næstu tveggja ára. Handbolti 18. apríl 2024 10:15
Tap hjá Íslendingaliðinu í fyrsta leik 8-liða úrslita Íslendingaliðið Skara þurfti að sætta sig við þriggja marka tap gegn Höörs í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag. Handbolti 17. apríl 2024 19:01
Norska stórliðið örugglega í undanúrslit Landsliðsmaðurinn Sigvaldi Björn Guðjónsson og samherjar hans í norska liðinu Kolstad eru komnir í undanúrslit norsku deildarinnar eftir að hafa slegið út Halden í 8-liða úrslitum í dag. Handbolti 17. apríl 2024 17:39
HSÍ keyri sig ekki aftur í þrot vegna HM Alþjóðahandknattleikssambandið tilkynnti í dag að Ísland muni halda HM karla í handbolta árið 2031 ásamt Danmörku og Noregi. Framkvæmdastjóri sambandsins segir það mikil gleðitíðindi og spennan mikil fyrir verkefninu. Handbolti 17. apríl 2024 07:01
Segir að nú sé komið að Mbappé Rio Ferdinand, fyrrverandi varnarmaður Manchester United og enska landsliðsins, telur að nú sé tími Kylian Mbappé í Meistaradeild Evrópu kominn. Lið Mbappé, París Saint-Germain, tryggði sér fyrr í kvöld sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 16. apríl 2024 23:00
Uppgjör og viðtöl: Afturelding - Stjarnan 35-24 | Mosfellingar keyrðu og bökkuðu yfir Garðbæinga Afturelding er komin í undanúrslit um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta eftir ellefu marka sigur á Stjörnunni í kvöld 35-34. Afturelding vann einvígið 2-1. Handbolti 16. apríl 2024 22:30
„Mættum klárir og ætluðum að svara fyrir laugardaginn“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var gríðarlega sáttur með frammistöðu sinna manna er þeir tóku á móti Stjörnunni í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Afturelding var með yfirhöndina frá fyrstu mínútu og unnu að lokum ellefu marka sigur 35-24 sem tryggði liðinu sæti í undanúrslitum. Handbolti 16. apríl 2024 22:16
Alfreð og Dagur saman í riðli á Ólympíuleikunum Þó íslenska karlalandsliðið í handbolta verði ekki á Ólympíuleikunum í París síðar á þessu ári þá mun Ísland eiga sína fulltrúa á handboltahluta mótsins. Handbolti 16. apríl 2024 17:30
Spenntur fyrir að halda HM með Íslendingum Kåre Geir Lio, formaður norska handknattleikssambandsins, segir það tilhlökkunarefni að halda heimsmeistaramót karla með Íslendingum og Dönum árið 2031. Handbolti 16. apríl 2024 16:01
HM í handbolta 2031 fer fram á Íslandi Alþjóða handknattleikssambandið hefur ákveðið að heimsmeistaramót karla í handbolta eftir sjö ár fari fram á Norðurlöndunum. Handbolti 16. apríl 2024 12:34
Magnaður Bjarki Már þegar Veszprém svo gott sem tryggði sér titilinn Landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson var magnaður í 13 marka sigri Veszprém á Balatonfüredi í efstu deild ungverska handboltans, lokatölur 33-20. Handbolti 15. apríl 2024 23:01
ÍBV sendi ÍR í sumarfrí Eyjakonur lögðu ÍR með fjögurra marka mun í Breiðholti í kvöld og sendu ÍR-inga þar með í sumarfrí. Handbolti 15. apríl 2024 21:30
Stefán Arnars: Fram er með fjóra og við einn Haukar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta eftir sigur á Stjörnunni, 21-25. Haukar unnu einvígið 2-0 og Stjarnan komin í sumarfrí. Handbolti 15. apríl 2024 20:16
Uppgjör, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 21-25 | Stjörnukonur sendar í sumarfrí Haukakonur eru komnar í undanúrslit um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Varð það ljóst eftir fjögurra marka sigur Hauka á Stjörnunni í Heklu höllinni í kvöld, 21-25. Stjarnan hefur því lokið leik þetta tímabilið eftir að hafa tapað einvíginu gegn Haukum 2-0. Handbolti 15. apríl 2024 19:25
„Ég ætla að segja sem minnst um þessa snillinga“ Haukar töpuðu gegn ÍBV 31-37 og eru úr leik í úrslitakeppninni. Stefan Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka, tilkynnti að þetta hafi verið hans síðasti leikur á ferlinum. Sport 14. apríl 2024 18:32
Stefán Rafn leggur skóna á hilluna Stefán Rafn Sigurmannsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Þetta staðfesti hann í viðtali við Stöð 2 Sport og Vísi eftir tap Hauka gegn ÍBV í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta. Tapið þýðir að Haukar eru úr leik. Handbolti 14. apríl 2024 18:02
Uppgjörið, viðtöl og myndir: Haukar – ÍBV 31-37 | Eyjamenn sendu Hauka í sumarfrí ÍBV vann sex marka útisigur gegn Haukum 31-37. ÍBV vann einvígið 2-0 og hefur tryggt sér farseðilinní undanúrslitin. Handbolti 14. apríl 2024 17:40
KA komið í sumarfrí en FH heldur áfram FH tryggði sér sæti í undanúrslitum Olís deildar karla með 25-19 sigri gegn KA fyrir norðan. Fyrri leikurinn vannst 30-28 í Hafnarfirði. Handbolti 14. apríl 2024 15:41
Magdeburg bikarmeistari eftir stórsigur gegn Melsungen Magdeburg vann stórsigur á Melsungen í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar í handbolta. Aðeins tveimur mörkum munaði í hálfleik en lokatölur urðu 30-19. Handbolti 14. apríl 2024 15:20
Flensburg hirti brons í bikarkeppni Flensburg endaði í 3. sæti þýsku bikarkeppninnar í handbolta eftir 31-28 sigur gegn Füchse Berlin. Handbolti 14. apríl 2024 12:50
„Hef ekki trú á að FH geti unnið Val í seríu“ Úrslitakeppnin í handbolta er farin á fullt og búast flestir við því að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn muni standa á milli FH og Vals. Handbolti 14. apríl 2024 09:01
Elvar Örn frábær og Melsungen mætir Magdeburg í úrslitum Það verður sannkallaður Íslendingaslagur í úrslitaleik þýsku bikarkeppni karla í handbolta. Þar mætast Evrópumeistarar Magdeburgar og Melsungen. Síðarnefnda liðið fór illa með Flensburg í undanúrslitum í dag, lokatölur 33-28 Melsungen í vil. Handbolti 13. apríl 2024 19:31
Stjarnan tryggði sér oddaleik Stjarnan lagði Aftureldingu í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta sem þýðir að það þarf oddaleik til að skera úr um hvort liðið kemst í undanúrslit. Handbolti 13. apríl 2024 17:49
Gísli og Ómar allt í öllu þegar Magdeburg flaug í úrslit Íslenska tvíeykið Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon voru allt í öllu þegar Magdeburg lagði Füchse Berlin í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar í handbolta. Skoruðu þeir tveir samtals 15 af 30 mörkum Magdeburgar. Handbolti 13. apríl 2024 16:55
Valur fyrsta lið inn í undanúrslit Valur varð fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Olís deildar karla með tveimur öruggum sigrum gegn Fram. 41-23 í fyrri leik og 24-36 sigur í dag. Handbolti 13. apríl 2024 15:33
Eyjakonur byrja úrslitakeppnina með látum ÍBV og ÍR mættust í kvöld í fyrstu umferð úrslitakeppni Olís-deildar kvenna. Liðin enduðu í 4. og 5. sæti en átta stig skildu liðin að þegar deildarkeppninni lauk. Handbolti 12. apríl 2024 21:59
Þórsarar tryggðu sér oddaleik Einvígi Þórs frá Akureyri og Harðar frá Ísafirði er á leið í oddaleik eftir að norðanmenn unnu góðan fimm marka sigur í kvöld. Handbolti 12. apríl 2024 21:11