Röskun á ferðum um 300 þúsund manns vegna verkfalla Sólarhringsverkfall þúsunda starfsmanna á sjö þýskum flugvöllum hefur áhrif á ferðir hundruð þúsunda ferðamanna í dag. Búið er að aflýsa þúsundum flugferða víða um Þýskaland. Erlent 17. febrúar 2023 07:54
Play tapaði 6,5 milljörðum króna Heildartap flugfélagsins Play árið 2022 nemur 6,5 milljörðum króna. Tap sem má rekja til ófærðar á Reykjanesbrautinni í desember er metið á 317 milljónir króna. Heildarfjöldi farþega árið 2022 var 789 þúsund og vonast flugfélagið eftir því að tvöfalda þann fjölda á næsta ári. Viðskipti innlent 15. febrúar 2023 15:53
Bein útsending: Árshlutauppgjör Play kynnt Flugfélagið Play mun kynna uppgjör sitt á opnum kynningarfundi sem hefst klukkan 16:15. Viðskipti innlent 15. febrúar 2023 15:45
Íslenskt flugfélag fjórði stærsti flugrekandi júmbó-þotunnar Framleiðslu júmbó-risaþotunnar hefur nú verið hætt og hefur síðasta Boeing 747-þotan verið afhent frá verksmiðjunum. Í upprifjun erlendra fjölmiðla á yfir hálfrar aldar sögu hennar hefur komið fram að íslenskt flugfélag er í fjórða sæti yfir stærstu flugrekendur þessarar einstöku flugvélar. Innlent 14. febrúar 2023 21:03
Tilfinningaþrungnir endurfundir móður og átta barna eftir fjögurra ára aðskilnað Það var tilfinningaþrungin stund í Leifsstöð í dag, þegar Hodman Omar hitti börnin sín átta, eftir fjögurra ára aðskilnað. Hodman Omar er fjörutíu ára gömul, menntuð sem læknir og kemur frá Sómalíu. Hún er gift íslenskum manni, Gunnari Waage og hefur verið hér á landi í fjögur ár sem flóttamaður. Hún neyddist til að flýja heimili sitt í Mogadishu, Sómalíu þar sem hryðjuverkasamtökin al-Shaba höfðu tekið yfir. Innlent 14. febrúar 2023 20:01
Trúir því ekki að verkfallið dragist á langinn Forstjóri Icelandair segist ekki hafa trú á því að verkfall olíuflutningabílstjóra dragist á langinn. Þetta sagði hann ítrekað í viðtali við fréttastofu nú síðdegis. Að óbreyttu hefst ótímabundið verkfall olíuflutningabílstjóra í Eflingu klukkan tólf á hádegi á morgun. Viðskipti innlent 14. febrúar 2023 16:40
Mestar áhyggjur að starfsmenn verði bensínlausir og komist ekki til vinnu Forstjóri flugfélagsins Play segist verulega áhyggjufullur af boðuðum verkföllum hjá Olíudreifingu og Skeljungi. Hann hefur ekki síst áhyggjur yfir því að starfsfólk bæði Play og Isavia komist ekki til vinnu þegar bensínstöðvarnar verða uppiskroppa með eldsneyti. Viðskipti innlent 14. febrúar 2023 15:40
Ýmsir kostir við njósnabelgi en vont að vera nappaður Þrátt fyrir að tæknin sé ef til vill gamaldags geta stórþjóðir hagnýtt sér ýmsa kosti loftbelgja til að njósna um keppinauta sína á alþjóðavettvangi. Gallinn er þó sá að það getur verið vont ef upp kemst um njósnabelgina, þar sem ekki sé ólíklegt að það gerist fyrir augum almennings, eins og gerðist yfir Bandaríkjunum á dögunum. Erlent 14. febrúar 2023 11:08
Náði að rétta flugvélina af 800 fetum yfir Kyrrahafi Flugvél United sem var á leið frá Maui á Havaii til San Fransisco hrapaði skyndilega yfir Kyrrahafi áður en flugmaðurinn náði að rétta hana af um 800 fet fyrir ofan hafið. Þetta gerðist stuttu eftir flugtak í desembermánuði og mátti litlu muna að flugvélin færist. Erlent 14. febrúar 2023 10:54
Búið að aflýsa nánast öllu flugi Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst. Mikil röskun er á flugi á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs. Búið er að aflýsa nánast öllum flugferðum á Keflavíkurflugvelli. Innlent 11. febrúar 2023 14:21
Skúli í Subway fær tugi milljóna frá Icelandair Icelandair Group ber að greiða Suðurhúsi ehf. tæpar 138 milljónir vegna vangoldinnar húsleigu. Suðurhús er í meirihlutaeigu Skúla í Subway en húsnæðið sem um ræðir hýsir hótelið Konsúlat Hótel við Hafnarstræti 17-19. Viðskipti innlent 11. febrúar 2023 10:39
Ætti ekki að undrast að erlendir fjárfestar hafi bætt við sig í Icelandair Gengi flugfélaga hefur hækkað „gríðarlega mikið“ að undanförnu. Algegnt er að félög hafi hækkað um 30 til 40 prósent frá áramótum. Má nefna Icelandair, Finnair, Air France, Lufthansa og Ryanair sem dæmi. EasyJet, WizzAir og American Airlines hafa hækkað um nærri 50 prósent á sama tíma. „Það skildi engan undra að erlendir fjárfestar hafa verið að auka vægi sitt í Icelandair.“ Innherji 10. febrúar 2023 17:16
Flugtak inni í háskóla Sýndarveruleikagleraugu verða héðan í frá notuð í þjálfun flugmanna Icelandair. Búnaðurinn er mjög nákvæmur en með hjálp hans er hægt framkvæma nær allt sem hægt er að gera í flugstjórnarklefanum. Elísabet Inga, skutlaði nokkrum Íslendingum til Tenerife með hjálp gleraugnanna í dag. Innlent 9. febrúar 2023 20:01
Fljúga til Feneyja í sumar Flugfélagið Play mun fljúga til Feneyja á Ítalíu í sumar. Fyrsta flugið verður þann 29. júní og mun félagið fljúga til borgarinnar út september. Viðskipti innlent 9. febrúar 2023 10:11
Þrjár flugvélar þurftu að hætta við lendingu í Keflavík Snúa þurfti við þremur flugvélum sem áttu að lenda á Keflavíkurflugvelli í kringum klukkan 14 í dag. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að lélegt skyggni sé á flugvellinum og þess vegna hafi vélunum verið snúið við. Innlent 8. febrúar 2023 14:54
Flutti inn 55 eða 47 pakkningar af kókaíni innvortis Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í tíu mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla um 700 grömmum af kókaíni með flugi til landsins í nóvember síðastliðinn. Innlent 8. febrúar 2023 07:43
Allt hafi farið tiltölulega vel í hvellinum sem kom og fór hratt Óveðrið sem gekk yfir landið í morgun virðist vera að renna sitt skeið og er reiknað með að óvissustigi almannavarna verði aflétt fljótlega eftir hádegi. Áfram er þungfært á vegum víða um land en flugsamgöngur eru að komast í eðlilegt horf. Almannavarnir þakka fyrir að fáir hafi verið á ferð. Innlent 7. febrúar 2023 12:29
Sölumet slegið hjá Play í janúar Sölumet var slegið hjá Play í janúarmánuði og var bókunarstaðan mjög sterk. Flugfélagið flutti 61.798 farþega í janúar með 76,8 prósent sætanýtingu. Mest var nýtingin í flugi til Tenerife og Parísar, í kringum níutíu prósent. Viðskipti innlent 7. febrúar 2023 09:14
Mikil röskun á flugi á morgun Forsvarsmenn Icelandair hafa aflýst öllum flugferðum frá Norður-Ameríku til Íslands í kvöld vegna veðurs á morgun. Það sama er að segja um morgunflug til Evrópu í fyrramálið en því hefur einnig verið aflýst, að undanskildu flugi til Tenerife og Las Palmas sem hefur verið seinkað. Innlent 6. febrúar 2023 20:27
Uppgjör Icelandair bendir til að „flugið er komið til baka“ Rekstur Icelandair á árinu 2022 var ótrúlegur þegar litið er til hversu mikið farþegum flugfélagsins fjölgaði á milli ára og hvernig til tókst að „skala upp reksturinn“ til að mæta aukinni á eftirspurn, segir hlutabréfagreinandi IFS. Erlendir hluthafar eiga samanlagt 26 prósenta hlut í Icelandair, að sögn forstjóra Icelandair. Innherji 6. febrúar 2023 15:31
Vilja kanna samstarf vegna uppbyggingar bílastæðahúss við Keflavíkurflugvöll Forsvarsmenn Isavia vilja kanna samstarf við einkaaðila – verktaka eða fasteignafélög – í tengslum við uppbyggingu á bílastæðahúsi við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Gert er ráð fyrir að bílastæðahús muni rísa þar sem skammtímabílastæðin er nú að finna. Innlent 5. febrúar 2023 08:00
Jóhanna Margrét til Play Jóhanna Margrét Gísladóttir, fyrrverandi dagskrárstjóri Stöðvar 2, hefur verið ráðin sem yfirmaður viðskiptaþróunar hjá flugfélaginu Play. Viðskipti innlent 4. febrúar 2023 09:29
Hefur fengið líflátshótanir vegna söngsins Söngkonan Jessica Pearson hefur fengið slæma útreið á samfélagsmiðlum eftir að myndband af henni að syngja fyrir farþega flugvélar Icelandair, sem sátu fastir í flugvélinni í tíu klukkustundir, fór í dreifingu. Henni hafa borist líflátshótanir og hún hefur verið hvött til þess að svipta sig lífi. Innlent 3. febrúar 2023 21:00
Áhrif óveðurs í desember á Icelandair metin á milljarð Áhrif slæms veðurs í desember síðastliðnum eru talin hafa haft áhrif á rekstur Icelandair upp á um einn milljarð króna. Þar vegur lokun Reykjanesbrautarinnar þungt. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri flugfélagsins. Viðskipti innlent 2. febrúar 2023 21:55
Strætósamgöngur milli KEF og RVK eru óboðlegar Ég lagði í gær fram fyrirspurn til innviðaráðherra um almenningssamgöngur til Keflavíkuflugvallar. Hún lætur frekar lítið yfir sér en snertir mál sem er mikilvægara en það virðist í fyrstu. Skoðun 2. febrúar 2023 07:01
45 töskur urðu eftir á flugvellinum á Tenerife 45 töskur voru skildar á TFS flugvellinum á Tenerife þegar vél á vegum Niceair hélt til Akureyrar síðastliðinn miðvikudag. Innlent 1. febrúar 2023 19:08
Rekstri flugvélar Landhelgisgæslunnar hætt í hagræðingarskyni Rekstri TF-SIF, eftirlitsflugvélar Landhelgisgæslunnar, verður hætt á árinu vegna hagræðingar. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti gæslunni þetta fyrr í vikunni og hefst söluferli á næstunni. Innlent 1. febrúar 2023 15:35
Flugfélagið Flyr gjaldþrota Norska flugfélagið Flyr mun á morgun óska eftir því að verða skráð gjaldþrota. Yfir fjögur hundruð manns vinna hjá flugfélaginu og hefur öllum flugferðum félagsins verið aflýst. Viðskipti erlent 31. janúar 2023 21:16
Hætta áætlunarflugi á milli Íslands og New York Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur tekið úr sölu allar flugferðir á milli Keflavíkur og Newark flugvallar í New York. Viðskipti innlent 31. janúar 2023 18:55
Takmörkuð þjónusta við hluta innritunarborða næstu mánuði Framkvæmdir við töskufæribönd aftan við innritunarborð í brottfararsal flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli hefjast í dag, 31. janúar, og standa fram í apríl. Þjónusta verður því takmörkuð á hluta innritunarborða þar til að framkvæmdum er lokið. Innlent 31. janúar 2023 12:37