Misþyrming íslenskunnar í boði gervigreinds flugfélags: „Icelandair endurræsir afþreyingu, keppnisskyrði flugbjúgukeppnissins og eventýralega þvælu“ María Helga Guðmundsdóttir. skrifar 4. júní 2024 08:00 Fyrirsögn þessarar greinar er ekki úr lausu lofti gripin, eins mikil steypa og hún kann að virðast. Þetta er örlítið uppfærð tilvitnun í nýjustu íslensku útgáfu afþreyingarkerfis Icelandair, þar sem sjónvarpsþætti er lýst svo, stafrétt: Liðið endurræsir banjó, keppnisskyrði flugbjúgukeppnissins og eventýralega dukku. Við fyrstu sýn kann lesandi að halda að köttur hafi hlaupið yfir lyklaborð þýðanda og skilið eftir skemmtilega vitleysu fyrir glögga farþega. En því miður er það ekki svo. Nánari athugun leiðir í ljós að það er varla ein einasta setning á íslensku í kerfinu sem stenst skoðun. Nokkur úrvalsdæmi fylgja í lok greinar fyrir áhugasama en þau eru miklu fleiri. Ég hef starfað við prófarkalestur og þýðingar milli íslensku og ensku í tvo áratugi og er því ágætlega vön að finna bæði manngerðar þýðingarvillur og vélrænar. Sú „íslenska“ sem hér er til sýnis er augljóslega ekki runnin undan rifjum manneskju. Hún er heldur ekki afurð hefðbundinnar þýðingarvélar; Google Translate er oft klaufi en leggur það almennt ekki í vana sinn að búa til orð eins og „Fimmtítalshúsfreyju“ eða „leðursteikjuskeiði“. Í það dugar ekkert minna en gervigreind, sá sískapandi bullukollur. Sú gervigreind sem hér hefur verið notuð hefur ekki einu sinni verið þjálfuð sæmilega á íslensku gagnasafni, eins og sjá má á því hvernig hún flakkar á milli rithátta sem minna á íslensku og blandinavísku („eventýralega“). Garmurinn er enda bara að geta í eyðurnar út frá líkindum. Það er Icelandair til háborinnar skammar að leita á náð gervigreindar um að þýða afþreyingarkerfi sitt, væntanlega til að spara sér aurinn við að ráða þýðanda af holdi og blóði til starfans. Enn meiri er skömmin að hafa ekki einu sinni rennt yfir heilaspuna gervigreindarinnar og staðfest að hann væri mönnum bjóðandi áður en honum var dælt inn í tölvukerfi flugvélanna. Miðað við þau vinnubrögð skyldi engan undra að viðbrögð við ábendingum séu engin. Við hjónin urðum fyrst vör við þetta í flugi þann 9. maí síðastliðinn og nefndum málið strax við flugfreyju, sem ég bað um að koma ábendingunni áleiðis hjá flugfélaginu. Betri helmingurinn fyllti út þjónustukönnun um 10 dögum síðar og minntist þar á þetta aftur. Ég hef fulla trú á að fleiri hafi sett út á þetta við flugfélagið, en í dag, þremur vikum eftir að við bentum fyrst á þetta, hefur ekkert breyst miðað við myndir sem mér bárust frá öðrum farþega. Í flugvélum Icelandair stendur á höfuðpúðum allra sæta: „Velkomin is Icelandic for welcome. That’s how we want you to feel.“ Flugfélagið hikar því ekki við að skreyta sig með íslenskunni í ímyndarsköpun sinni. Dýpra ristir væntumþykjan fyrir málinu greinilega ekki. Ljóst er að Icelandair telur sig ekki þurfa að sýna íslenskumælandi fólki þá lágmarksvirðingu að nota raunverulega íslensku í upplýsingamiðlun til þeirra og lætur sér spunaútgáfu úr smiðju gervigreindar nægja. Í þokkabót er ekki hægt að horfa á neitt efni í vélinni með texta, hvorki íslenskum né enskum, sem útilokar stóran hóp farþega frá því að nýta sér efnið og gerir íslenskar kvikmyndir í vélunum næsta gagnslausar til landkynningar. Þetta á líka við um það talsverða framboð barnaefnis sem er í kerfinu, sem er mikið til eingöngu í boði með ensku tali, engum texta og lýsingum á hrognamáli sem ekkert íslenskumælandi barn á að þurfa að sitja undir. Ég skora á Icelandair að taka þessa afbökun á íslenskunni umsvifalaust úr umferð og fá vanan þýðanda með gott vald á íslensku til að þýða afþreyingarkerfi sitt. Ennfremur skora ég á flugfélagið að kaupa réttinn að íslenskum og enskum texta með afþreyingarefninu þar sem þess er kostur. Þá skora ég á öll þau sem er umhugað um málrækt að vera vakandi fyrir þeirri raunverulegu ógn sem steðjar að málinu. Fátt er hættulegra fyrir framtíð íslenskunnar en að flaggskip á íslenskum fyrirtækjamarkaði skuli sjá hag sinn í því að taka upp vélbullað íslenskulíki í sparnaðarskyni. Þar þarf raunverulega að spyrna við fótum, ólíkt því þegar sumir skylmast við vindmyllur í Efstaleitinu af ótta við aukna notkun hvorugkyns. Á vængjum vitleysunnar: Sýnisbók þvælu úr afþreyingarkerfi Icelandair „Pat finnur vísbendingu um skoðun Fimmtítalshúsfreyju, sem heldur viðkomu við hana, en Terry andast skugga úr eigin fortíð.“ „Leyndir og lygar hætta að brotna tengingum sem binda niður brjóstgangs Lisa og angstlýsan Sean.“ „Eftir að utanríkisæra nær niðurlægir hjónanna Pat og Terry Phelps hjónafelag sitt, flytja þau fjölskyldu sína úr borginni til Connecticut, í hús sem gæti verið spökuð.“ „Suzie og Will sameina hæfileika sína til að endurbyggja leðursteikjuskeiði.“ „Eftir ár af rithömlum finnur Pat sína innblástur með hjálp narkótísku.“ „Yfirvald ofurhetja setur á stofn klæðaburðarreglur, sem leiðir til þess að Titans kynna Sjálfsagt Þriðjudag.“ Höfundur hefur fengist við þýðingar og prófarkalestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Fyrirsögn þessarar greinar er ekki úr lausu lofti gripin, eins mikil steypa og hún kann að virðast. Þetta er örlítið uppfærð tilvitnun í nýjustu íslensku útgáfu afþreyingarkerfis Icelandair, þar sem sjónvarpsþætti er lýst svo, stafrétt: Liðið endurræsir banjó, keppnisskyrði flugbjúgukeppnissins og eventýralega dukku. Við fyrstu sýn kann lesandi að halda að köttur hafi hlaupið yfir lyklaborð þýðanda og skilið eftir skemmtilega vitleysu fyrir glögga farþega. En því miður er það ekki svo. Nánari athugun leiðir í ljós að það er varla ein einasta setning á íslensku í kerfinu sem stenst skoðun. Nokkur úrvalsdæmi fylgja í lok greinar fyrir áhugasama en þau eru miklu fleiri. Ég hef starfað við prófarkalestur og þýðingar milli íslensku og ensku í tvo áratugi og er því ágætlega vön að finna bæði manngerðar þýðingarvillur og vélrænar. Sú „íslenska“ sem hér er til sýnis er augljóslega ekki runnin undan rifjum manneskju. Hún er heldur ekki afurð hefðbundinnar þýðingarvélar; Google Translate er oft klaufi en leggur það almennt ekki í vana sinn að búa til orð eins og „Fimmtítalshúsfreyju“ eða „leðursteikjuskeiði“. Í það dugar ekkert minna en gervigreind, sá sískapandi bullukollur. Sú gervigreind sem hér hefur verið notuð hefur ekki einu sinni verið þjálfuð sæmilega á íslensku gagnasafni, eins og sjá má á því hvernig hún flakkar á milli rithátta sem minna á íslensku og blandinavísku („eventýralega“). Garmurinn er enda bara að geta í eyðurnar út frá líkindum. Það er Icelandair til háborinnar skammar að leita á náð gervigreindar um að þýða afþreyingarkerfi sitt, væntanlega til að spara sér aurinn við að ráða þýðanda af holdi og blóði til starfans. Enn meiri er skömmin að hafa ekki einu sinni rennt yfir heilaspuna gervigreindarinnar og staðfest að hann væri mönnum bjóðandi áður en honum var dælt inn í tölvukerfi flugvélanna. Miðað við þau vinnubrögð skyldi engan undra að viðbrögð við ábendingum séu engin. Við hjónin urðum fyrst vör við þetta í flugi þann 9. maí síðastliðinn og nefndum málið strax við flugfreyju, sem ég bað um að koma ábendingunni áleiðis hjá flugfélaginu. Betri helmingurinn fyllti út þjónustukönnun um 10 dögum síðar og minntist þar á þetta aftur. Ég hef fulla trú á að fleiri hafi sett út á þetta við flugfélagið, en í dag, þremur vikum eftir að við bentum fyrst á þetta, hefur ekkert breyst miðað við myndir sem mér bárust frá öðrum farþega. Í flugvélum Icelandair stendur á höfuðpúðum allra sæta: „Velkomin is Icelandic for welcome. That’s how we want you to feel.“ Flugfélagið hikar því ekki við að skreyta sig með íslenskunni í ímyndarsköpun sinni. Dýpra ristir væntumþykjan fyrir málinu greinilega ekki. Ljóst er að Icelandair telur sig ekki þurfa að sýna íslenskumælandi fólki þá lágmarksvirðingu að nota raunverulega íslensku í upplýsingamiðlun til þeirra og lætur sér spunaútgáfu úr smiðju gervigreindar nægja. Í þokkabót er ekki hægt að horfa á neitt efni í vélinni með texta, hvorki íslenskum né enskum, sem útilokar stóran hóp farþega frá því að nýta sér efnið og gerir íslenskar kvikmyndir í vélunum næsta gagnslausar til landkynningar. Þetta á líka við um það talsverða framboð barnaefnis sem er í kerfinu, sem er mikið til eingöngu í boði með ensku tali, engum texta og lýsingum á hrognamáli sem ekkert íslenskumælandi barn á að þurfa að sitja undir. Ég skora á Icelandair að taka þessa afbökun á íslenskunni umsvifalaust úr umferð og fá vanan þýðanda með gott vald á íslensku til að þýða afþreyingarkerfi sitt. Ennfremur skora ég á flugfélagið að kaupa réttinn að íslenskum og enskum texta með afþreyingarefninu þar sem þess er kostur. Þá skora ég á öll þau sem er umhugað um málrækt að vera vakandi fyrir þeirri raunverulegu ógn sem steðjar að málinu. Fátt er hættulegra fyrir framtíð íslenskunnar en að flaggskip á íslenskum fyrirtækjamarkaði skuli sjá hag sinn í því að taka upp vélbullað íslenskulíki í sparnaðarskyni. Þar þarf raunverulega að spyrna við fótum, ólíkt því þegar sumir skylmast við vindmyllur í Efstaleitinu af ótta við aukna notkun hvorugkyns. Á vængjum vitleysunnar: Sýnisbók þvælu úr afþreyingarkerfi Icelandair „Pat finnur vísbendingu um skoðun Fimmtítalshúsfreyju, sem heldur viðkomu við hana, en Terry andast skugga úr eigin fortíð.“ „Leyndir og lygar hætta að brotna tengingum sem binda niður brjóstgangs Lisa og angstlýsan Sean.“ „Eftir að utanríkisæra nær niðurlægir hjónanna Pat og Terry Phelps hjónafelag sitt, flytja þau fjölskyldu sína úr borginni til Connecticut, í hús sem gæti verið spökuð.“ „Suzie og Will sameina hæfileika sína til að endurbyggja leðursteikjuskeiði.“ „Eftir ár af rithömlum finnur Pat sína innblástur með hjálp narkótísku.“ „Yfirvald ofurhetja setur á stofn klæðaburðarreglur, sem leiðir til þess að Titans kynna Sjálfsagt Þriðjudag.“ Höfundur hefur fengist við þýðingar og prófarkalestur.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar