Íslendingurinn sem slasaðist í háloftunum var á vegum Marels Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. maí 2024 14:43 Starfsmaðurinn var á vegum Marels á leiðinni frá London til SIngapúr. Vísir/Vilhelm Íslendingurinn sem slasaðist í flugvél Singapore Airlines á leiðinni frá London til Singapúr í vikunni var í vinnuferð á vegum Marels. Hann er enn á sjúkrahúsi í Bangkok, höfuðborg Taílands. Það var þriðjudaginn 21. maí sem Boeing 777 flugvél Singapore Airlines lenti í mikilli ókyrrð. Einn farþegi lést og tugir slösuðust auk þess sem margir munu vafalítið þurfa að vinna úr andlegu áfalli í flugvélinni. Flugvélinni var lent í Bangkok þar sem 85 manns voru flutt á nokkur sjúkrahús í borginni. Meðal þeirra 229 sem voru um borð í flugvélinni var íslenskur karlmaður á miðjum fertugsaldri. Hann var í vinnuferð á vegum Marels sem er með skrifstofur víða um heim, meðal annars í Singapúr. Marel framleiðir búnað og kerfi fyrir matvinnslufyrirtæki. Fram kemur í tilkynningu frá Samitivej sjúkrahúsinu í Bangkok að enn liggi 48 inni á þremur sjúkrahúsum. Fréttastofa leitaði til Marels með það fyrir augum að fá upplýsingar um líðan starfsmanns fyrirtækisins og hvernig það hefði aðstoðað hann í ógöngum í ferðalagi á vegum fyrirtækisins. Engar slíkar upplýsingar var að fá frá Marel. „Varðandi flug Singapore Airlines og mál sem því tengist teljum við að það sé ekki Marel að tjá sig um. Mælum með að hafa samband við borgaraþjónustu hjá utanríkisráðuneytinu, segir Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri hjá Marel, í skriflegu svari til fréttastofu. Engar upplýsingar er að fá hjá utanríkisráðuneytinu. „Málið er á borði borgaraþjónustu utanríksiráðuneytisins. Við veitum ekki upplýsingar um einstök mál,“ segir Ægir Þór Eysteinsson, upplýsingafulltrúi í utanríkisráðuneytinu. Marel Fréttir af flugi Singapúr Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Íslendingurinn á meðal þeirra sem slösuðust Íslendingurinn sem var meðal farþega í þotu Singapore Airlines sem lenti í mikilli ókyrrð í gær var meðal þeirra þrjátíu sem fluttir voru á sjúkrahús. Einn lést í ókyrrðinni og sjö slösuðust alvarlega. 22. maí 2024 14:44 Ástæða fyrir því að spenna beltin í flugi Vanir flugfarþegar þekkja það að upplifa mikla ókyrrð um borð. Það getur valdið örum hæðabreytingum í flugi og veldur mörgum einnig miklum óþægindum. Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir ástæðu fyrir því að mælst sé til þess að farþegar sitji með sætisólar spenntar á meðan flugi stendur. 21. maí 2024 19:54 Íslendingur á meðal farþega í flugvélinni Íslendingur var á meðal farþega í þotu Singapore Airlines sem lenti í mikilli ókyrrð í háloftunum með þeim afleiðingum að einn lést og þrjátíu slösuðust. Þetta kemur fram í frétt BBC sem hefur birt lista með þjóðernum farþega vélarinnar. 21. maí 2024 16:03 Einn látinn eftir mikla ókyrrð í lofti Einn lét lífið og rúmlega þrjátíu slösuðust þegar farþegaþota frá Singpore Airlines lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni frá London til Singapore. 21. maí 2024 11:11 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Það var þriðjudaginn 21. maí sem Boeing 777 flugvél Singapore Airlines lenti í mikilli ókyrrð. Einn farþegi lést og tugir slösuðust auk þess sem margir munu vafalítið þurfa að vinna úr andlegu áfalli í flugvélinni. Flugvélinni var lent í Bangkok þar sem 85 manns voru flutt á nokkur sjúkrahús í borginni. Meðal þeirra 229 sem voru um borð í flugvélinni var íslenskur karlmaður á miðjum fertugsaldri. Hann var í vinnuferð á vegum Marels sem er með skrifstofur víða um heim, meðal annars í Singapúr. Marel framleiðir búnað og kerfi fyrir matvinnslufyrirtæki. Fram kemur í tilkynningu frá Samitivej sjúkrahúsinu í Bangkok að enn liggi 48 inni á þremur sjúkrahúsum. Fréttastofa leitaði til Marels með það fyrir augum að fá upplýsingar um líðan starfsmanns fyrirtækisins og hvernig það hefði aðstoðað hann í ógöngum í ferðalagi á vegum fyrirtækisins. Engar slíkar upplýsingar var að fá frá Marel. „Varðandi flug Singapore Airlines og mál sem því tengist teljum við að það sé ekki Marel að tjá sig um. Mælum með að hafa samband við borgaraþjónustu hjá utanríkisráðuneytinu, segir Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri hjá Marel, í skriflegu svari til fréttastofu. Engar upplýsingar er að fá hjá utanríkisráðuneytinu. „Málið er á borði borgaraþjónustu utanríksiráðuneytisins. Við veitum ekki upplýsingar um einstök mál,“ segir Ægir Þór Eysteinsson, upplýsingafulltrúi í utanríkisráðuneytinu.
Marel Fréttir af flugi Singapúr Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Íslendingurinn á meðal þeirra sem slösuðust Íslendingurinn sem var meðal farþega í þotu Singapore Airlines sem lenti í mikilli ókyrrð í gær var meðal þeirra þrjátíu sem fluttir voru á sjúkrahús. Einn lést í ókyrrðinni og sjö slösuðust alvarlega. 22. maí 2024 14:44 Ástæða fyrir því að spenna beltin í flugi Vanir flugfarþegar þekkja það að upplifa mikla ókyrrð um borð. Það getur valdið örum hæðabreytingum í flugi og veldur mörgum einnig miklum óþægindum. Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir ástæðu fyrir því að mælst sé til þess að farþegar sitji með sætisólar spenntar á meðan flugi stendur. 21. maí 2024 19:54 Íslendingur á meðal farþega í flugvélinni Íslendingur var á meðal farþega í þotu Singapore Airlines sem lenti í mikilli ókyrrð í háloftunum með þeim afleiðingum að einn lést og þrjátíu slösuðust. Þetta kemur fram í frétt BBC sem hefur birt lista með þjóðernum farþega vélarinnar. 21. maí 2024 16:03 Einn látinn eftir mikla ókyrrð í lofti Einn lét lífið og rúmlega þrjátíu slösuðust þegar farþegaþota frá Singpore Airlines lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni frá London til Singapore. 21. maí 2024 11:11 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Íslendingurinn á meðal þeirra sem slösuðust Íslendingurinn sem var meðal farþega í þotu Singapore Airlines sem lenti í mikilli ókyrrð í gær var meðal þeirra þrjátíu sem fluttir voru á sjúkrahús. Einn lést í ókyrrðinni og sjö slösuðust alvarlega. 22. maí 2024 14:44
Ástæða fyrir því að spenna beltin í flugi Vanir flugfarþegar þekkja það að upplifa mikla ókyrrð um borð. Það getur valdið örum hæðabreytingum í flugi og veldur mörgum einnig miklum óþægindum. Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir ástæðu fyrir því að mælst sé til þess að farþegar sitji með sætisólar spenntar á meðan flugi stendur. 21. maí 2024 19:54
Íslendingur á meðal farþega í flugvélinni Íslendingur var á meðal farþega í þotu Singapore Airlines sem lenti í mikilli ókyrrð í háloftunum með þeim afleiðingum að einn lést og þrjátíu slösuðust. Þetta kemur fram í frétt BBC sem hefur birt lista með þjóðernum farþega vélarinnar. 21. maí 2024 16:03
Einn látinn eftir mikla ókyrrð í lofti Einn lét lífið og rúmlega þrjátíu slösuðust þegar farþegaþota frá Singpore Airlines lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni frá London til Singapore. 21. maí 2024 11:11