Viðskipti innlent

Icelandair tekur skarpa dýfu niður fyrir út­boðs­gengi

Árni Sæberg skrifar
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði gærdaginn hafa verið erfiðan fyrir félagið.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði gærdaginn hafa verið erfiðan fyrir félagið. Vísir/Sigurjón

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur tekið skarpa dýfu niður á við í morgun og er komið verulega niður fyrir gengið í útboðinu árið 2020.

Greint var frá því í gær að Icelandair hefði samið um starfslok við 82 starfsmenn á skrifstofum félagsins, um tíu prósent skrifstofufólks. 

Við lok markaðar í gær hafði verð bréfa í flugfélaginu lækkað um rúmlega þrjú prósent og dagslokagengið var 1,01 króna, einum aur hærra en gengið þegar Icelandair réðst í hlutafjárútboð árið 2020.

Þegar þessi frétt er skrifuð klukkan 10:30 hefur gengið lækkað um 9,45 prósent í viðskiptum upp á 105 milljónir króna. Gengið stendur í 0,91 krónu á hlut.


Tengdar fréttir

„Þetta er mjög erfiður dagur hjá okkur“

Icelandair sagði upp um tíu prósent af skrifstofufólki félagsins í dag, alls átta tíu og tveimur einstaklingum. Forstjóri félagsins segir þetta erfiðan dag en krefjandi rekstrarumhverfi, mikil verðbólga og hækkandi launakostnaður hafi kallað á hagræðingaraðgerðir.

Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair

Fjölda fólks hefur verið sagt upp hjá flugfélaginu Icelandair í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu ná uppsagnir til margra ólíkra deilda á skrifstofu félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×