Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Þota hreinsaði nánast upp bið­lista í Egilsstaðafluginu

Flugsamgöngur innanlands komust í eðlilegt horf í dag eftir miklar seinkanir og aflýsingar undanfarna daga. Stór farþegaþota fór langt með að hreinsa upp biðlistana þegar hún flutti hátt í fjögurhundruð farþega milli Reykjavíkur og Egilsstaða í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Þota til Egils­staða í kvöld til að flytja veðurteppta

Icelandair greip til þess ráðs í kvöld að senda stóra farþegaþotu í innanlandsflugið á leiðinni milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Vegna veðurs hafði ekki tekist að fljúga austur á land frá því á laugardag og hafði safnast upp stór hópur veðurtepptra flugfarþega.

Innlent
Fréttamynd

Ó­kyrrð í lægri flug­hæðum raskar innan­lands­fluginu

Aflýsa þurfti fyrsta áætlunarflugi í sögu Norlandair til Vestmannaeyja í dag vegna hvassviðris. Allt innanlandsflug féll niður í gær vegna ókyrrðar í lofti og í dag hefur aðeins tekist að fljúga frá Reykjavík til Akureyrar og Bíldudals. Rétt fyrir fréttir stóðu þó vonir til að Egilsstaðir myndu einnig opnast í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Bíða enn eftir tæpri milljón í endur­greiðslu eftir fall Play

Jón Marinó Birgisson og Herdís Rós Kjartansdóttir bókuðu golfferð hjá Eagle golfferðum sem ekki var farið í vegna falls Play. Þau segja fyrirtækið ítrekað hafa tilkynnt að það sé verið að vinna í málinu en þau hafa enn ekki fengið neitt endurgreitt. Alls ætluðu þau að fara tólf saman til að halda upp á afmæli eins fjölskyldumeðlims. Fyrirtækið segir fall Play hafa sett starfsemi í uppnám en ítrekar að endurgreiðsluréttur sé tryggður. 

Neytendur
Fréttamynd

Hag­kerfið vex undir getu og tapaðar út­flutnings­tekjur gætu verið 200 milljarðar

Þótt hagvöxtur hafi verið meiri en Seðlabankinn reiknaði með á þriðja fjórðungi þá munu þeir þjóðhagsreikningar ósennilega ríða baggamuninn við næstu vaxtaákvörðun peningastefnunefndar, að mati aðalhagfræðings Kviku. Hann segir tölurnar ekki breyta stóru myndinni sem sýni að hagkerfið er að vaxa undir getu með tilheyrandi framleiðsluslaka og glataðar útflutningstekjur vegna ýmissa áfalla að undanförnu gætu numið samanlagt numið yfir 200 milljörðum.

Innherji
Fréttamynd

Norskt fyrir­tæki veðjar á raf­knúna sjó­flug­vél

Norskt sprotafyrirtæki, Elfly Group, er að þróa tveggja hreyfla sjóflugvél sem verður eingöngu rafknúin. Flugvélinni er ætlað að bera níu farþega eða eitt tonn af frakt. Hún á að geta lent bæði á sjó og á flugvöllum á landi og vera einstaklega hljóðlát.

Erlent
Fréttamynd

Heljarinnar verð­munur á sömu flug­ferðinni

Maður sem var að leita sér að flugmiða frá Keflavík til Prag í febrúar sá að mikill verðmunur var á verði flugferðarinnar, eftir því hvort hún var bókuð á vef Icelandair eða vef SAS. Það er þrátt fyrir að hann hafi skoðað nákvæmlega sömu ferðina, sem farin verður í flugvélum beggja félaga.

Innlent
Fréttamynd

Inga Elín hannar fyrir Saga Class

Icelandair kynnti nýverið til leiks sérstakt ferðasett fyrir farþega Saga Class sem unnið er í samstarfi við listakonuna Ingu Elínu. Innblásturinn að hönnun settsins kemur frá íslenskri náttúru, þar sem frjáls form og náttúruleg mótíf ráða för.

Lífið
Fréttamynd

Gæti þýtt aukna við­veru NATO hér á landi

Í dag var undirritaður samningur um uppbyggingu mannvirkja í Helguvík í samstarfi við Atlantshafsbandalagið og nemur fjárfesting NATO allt að tíu milljörðum króna. Utanríkisráðherra segir framkvæmdina sýna að Ísland sé verðugur bandamaður innan NATO.

Innlent
Fréttamynd

Tíu milljarða fjár­festing í Helgu­víkur­höfn vegna NATO

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ og Halldór K. Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar, undirrituðu viljayfirlýsingu um fyrirhugaða uppbyggingu mannvirkja í Helguvíkurhöfn á tíunda tímanum í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Stór­hættu­leg eitur­lyf flæða til landsins í sögu­legu magni

Aldrei hefur verið lagt hald á eins mikið magn örvandi fíkniefna á Keflavíkurflugvelli og í ár. Þá hafa stórfelld eiturlyfjamál á flugvellinum aldrei verið fleiri. Neysla á nýju afar hættulegu efni virðist vera að færast í aukanna. Yfirlögfræðingur Lögreglunnar á Suðurnesjum segir þetta benda til gríðarlegs framboðs og eftirspurnar. 

Innlent
Fréttamynd

Kjara­deilu flug­um­ferðar­stjóra og Isavia vísað til gerðar­dóms

Flugumferðarstjórar og Isavia hafa komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að vísa kjaradeilu sinni í gerðardóm. Er það gert í ljósi þess að lítið hefur þokast áfram í kjaraviðræðum og sjónarmið Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) ítrekað verið hundsuð, að því er segir í tilkynningu frá félaginu. Yfirvinnubanni sem boðað hafði verið frá og með 25. nóvember hefur verið aflýst.

Innlent
Fréttamynd

Feta ein­stigi milli metnaðar og raun­sæis í lofts­lags­mark­miði

Markmið íslenskra stjórnvalda um samdrátt í losun er krefjandi en þau reyna að finna jafnvægi á milli raunsæis og metnaðar, að sögn loftslagsráðherra. Samningamenn Íslands á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna hafi farið að heiman með þau skilaboð að krefjast afgerandi samdráttar í losun.

Innlent
Fréttamynd

WestJet flýgur líka til Winnipeg og Edmonton

Kanadíska flugfélagið WestJet hefur bætt við tveimur nýjum kanadískum áfangastöðum við áætlun sína til Keflavíkurflugvallar sumarið 2026. Flogið verður einu sinni í viku frá Edmonton og Winnipeg frá 28. júní.

Viðskipti
Fréttamynd

Flug­um­ferðar­stjórar boða til yfir­vinnu­banns

Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur boðað yfirvinnubann sem hefst á miðnætti þann 25. nóvember næstkomandi. Enn hefur ekki náðst samkomulag í kjaradeilu félagsins og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Isavia. Félagið segir að ef ekki fæst fólk til að vinna yfirvinnu þurfi að skerða þjónustu og beina fleiri flugvélum fram hjá íslensku flugstjórnarsvæði.

Innlent
Fréttamynd

Hótað á flug­vellinum vegna víólunnar og komin með nóg

Hljóðfæraleikarinn Ásta Kristín Pjetursdóttir lenti óvænt í kröppum dansi á Schiphol-flugvelli í Amsterdam þar sem hún var á leið heim með víóluna sína. Starfsmaður vísaði til breyttra reglna um hljóðfærið og hótaði því að kalla á öryggisverði. Ásta segir hljóðfæraleikara langþreytta á óskýrum reglum og hvetur Icelandair til að bregðast við. Félagið segir málið til skoðunar. 

Innlent
Fréttamynd

Flug­vél lenti í Kefla­vík vegna bilunar

Flugvél á vegum finnska flugfélagsins Finnair sem var á leið frá Helsinki til New York lenti á Keflavíkurflugvelli vegna bilunar í búnaði. Samhæfingarmiðstöð almannavarna var virkjuð, en þegar vélin hafði lent án vandræða var allt viðbragð afturkallað.

Innlent