Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

7.500 í­búðir á Reykja­víkur­flug­velli?

Fátt skiptir heimili meira máli um þessar mundir en að verðbólga hjaðni og vextir lækki. Það tekst ekki nema jafnvægi náist á húsnæðismarkaði. Húsnæðismál eru því eitt stærsta hagsmunamál heimilanna.

Skoðun
Fréttamynd

Flug til fram­tíðar

Að breyta íslenskri ferðaþjónustu með því að bæta við nýrri gátt inn í landið gerist ekki á einni nóttu og þarf öflugt samstarf fjölmargra að koma til enda er þetta stærsta hagsmunamál ferðaþjónustunnar á bæði Norðurlandi og Austurlandi.

Skoðun
Fréttamynd

Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar

Konur klæddar gömlum flugfreyjubúningum Loftleiða tóku á móti gestum útgáfuhófs ljósmyndabókar um Loftleiðasöguna, sem Sigurgeir Orri Sigurgeirsson gefur út í samvinnu við Sögufélag Loftleiða. Útkomu bókarinnar var fagnað síðdegis í gær, sunnudag, og að sjálfsögðu á Loftleiðahótelinu.

Lífið
Fréttamynd

Sætanýtingin aldrei verið betri í októ­ber

Flugfélagið Play flutti 138.155 farþega í október 2024, samanborið við 154.479 farþega í október í fyrra. Sætanýting félagsins í mánuðinum var 85,3 prósent, og hefur hún aldrei verið hærri í októbermánuði í sögu félagsins. Sætanýtingin í október á síðasta ári var 83 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hluta­bréfa­verð Icelandair hækkar með viðsnúningi í farþega­fluginu til Ís­lands

Eftir stöðugan samdrátt í ferðum til Íslands undanfarna mánuði varð viðsnúningur í október þegar markaðurinn tók við sér og Icelandair flutti fleiri farþega til landsins en á sama tíma fyrir ári. Hlutabréfaverð Icelandair hefur hækkað skarpt eftir birtingu á nýjum farþegatölum í morgun en samdráttur í farþegaflugi til Íslands á árinu hefur haft neikvæð áhrif á einingatekjur félagsins.

Innherji
Fréttamynd

Aukning í ferða­lögum til landsins

Icelandair flutti 409 þúsund farþega í október, 12 prósent fleiri en á sama tíma í fyrra. Þar af voru 35 prósent á leið til Íslands, 17 prósent frá Íslandi, 42 prósent ferðuðust um Ísland og 6 prósent innan Íslands. Eftirspurn eftir ferðum til Íslands hefur aukist á nýjan leik eftir minni eftirspurn mánuðina á undan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flug­slysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við

„Viðmót flugmálayfirvalda olli okkur verulegum vonbrigðum. Kannski eru þetta mannleg viðbrögð. En þetta sýnir að þetta getur rist djúpt, að einhverjir almennir borgarar geti farið að veita kerfinu aðhald, spyrja spurninga og efast um vinnubrögð þeirra,“ segir Friðrik Þór Guðmundsson.

Innlent
Fréttamynd

Telur að aukið vægi tengi­flugs muni setja þrýsting á EBIT-hlut­fall Icelandair

Þótt sumt vinni með flugfélögunum til skamms tíma, eins og meðal annars lækkandi þotueldsneytisverð, er meiri óvissa um langtímahorfurnar vegna launahækkana og lakari samkeppnisstöðu Íslands, að mati greinanda, sem tekur nokkuð niður verðmat sitt á Icelandair. Útlit er fyrir bætta afkomu á komandi árum, einkum með nýjum og sparneytnari þotum, en aukið vægi tengiflugs þýðir að langtímamarkmið flugfélagsins um átta prósenta EBIT-hlutfall er ekki innan seilingar.

Innherji
Fréttamynd

Sam­keppni eykst í Græn­lands­flugi

Skandinavíska flugfélagið SAS hefur tilkynnt um að það hefji áætlunarflug milli Danmerkur og Grænlands á ný eftir tveggja áratuga hlé. SAS hyggst fljúga þrisvar í viku yfir sumartímann milli Kaupmannahafnar og Nuuk og verður fyrsta flugið þann 27. júní næstkomandi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Play – hags­muna­mál heimilanna?

Ráðgjafanum brá í brún þegar bóka átti skíðafrí fjölskyldunnar þetta árið. Sama flug og í fyrra, bókað á sama árstíma en ríflega tvöfalt dýrara. Ástæðan er einföld – breytingar á leiðarkerfi Play sem valda því að Icelandair situr eitt að mörgum af helstu skíðaleggjum Evrópu.

Innherji
Fréttamynd

Sækja óreiðumenn í flug­rekstur?

Ef boðið er flugfargjald, sem er aðeins brot af kostnaði við flugið, vakna forvitnilegar spurningar um hver borgar það sem á vantar og af hverju hann gerir það. Gerir farþeginn það alfarið sjálfur eins og hjá dæmigerðu lággjaldaflugfélagi, hluti af þjóðinni eða jafnvel öll þjóðin? Stóð ekki annars til að flugfélagið bæri sig?

Skoðun
Fréttamynd

Dagurinn þegar fyrsta þotan lenti í Reykja­vík

Það var ekki Boeing 727-þotan Gullfaxi sem varð fyrsta þotan til að lenda á Reykjavíkurflugvelli sumarið 1967. Sex árum áður hafði nefnilega önnur farþegaþota orðið fyrri til að lenda á flugvelli höfuðborgarinnar. Sú var ekki bandarísk heldur frönsk.

Innlent
Fréttamynd

Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjár­festa

Gengi bréfa í Play féll um tæp þrettán prósent í dag og verð á bréfum í félaginu er nú 0,82 krónur á hlut. Sú var staðan þegar lokað var fyrir viðskipti með bréf í Kauphöllinni á fjórða tímanum í dag. Í gær birti félagið uppgjör þar sem kom fram að hagnaður á þriðja ársfjórðungi hefði dregist saman um þriðjung milli ára. Forstjóri félagsins kynnti grundvallarbreytingar á rekstrarmódeli félagsins á fundi í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Við­gerðin á flug­vél Gæslunnar kostaði 350 milljónir króna

Lagt er til að fjárveitingar til landhelgismála verðir auknar um 350 milljónir króna í ár vegna kostnaðar við viðgerð á hreyflum TF-SIF, flugvélar Landhelgisgæslunnar. Forstjóri Landhelgisgæslunnar hefur kvartað undan því að stofnunin geti ekki rekið flugvél til að fylgjast með landhelginni.

Innlent
Fréttamynd

Af­koma Icelandair var vel undir spám grein­enda og gengið lækkaði skarpt

Minni eftirspurn á markaðnum til Íslands og lægri meðalfargjöld á flugi yfir Atlantshafið veldur því að rekstrarhagnaður Icelandair af farþegafluginu hefur skroppið saman um tæplega níutíu prósent á fyrstu níu mánuðum ársins. Uppgjör Icelandair fyrir þriðja fjórðung var nokkuð undir væntingum greinenda og fjárfesta en félagið sér fram á verulega bætta afkomu á næsta fjórðungi miðað við sama tíma í fyrra og horfurnar fyrir 2025 séu góðar samhliða því að sumir keppinautar eru að draga saman seglin.

Innherji
Fréttamynd

Bilun í bruna­boða á Kefla­víkur­flug­velli

Bilun var í brunaboða á Keflavíkurflugvelli í morgun og þurfi að rýma hluta flugvallarins í stutta stund. Samkvæmt upplýsingum frá Davíð Heimissyni varðstjóra hjá Brunavörnum Suðurnesja varði hún í aðeins stutta stund.

Innlent