Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

UEFA og FIFA í ó­rétti gegn Ofurdeildinni

Evrópudómstóllinn hefur tekið fyrir baráttuaðferðir Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, og Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, gegn þeim sem reyna að stofna nýjar knattspyrnukeppnir eins og hina umdeildu Ofurdeild Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Mjög stutt í að Svein­dís Jane snúi aftur

Það er mjög stutt í að við fáum að sjá ís­­lensku lands­liðs­­konuna Svein­­dísi Jane Jóns­dóttur, leik­mann Wolfs­burg, aftur inn á knatt­­spyrnu­vellinum eftir meiðsla­hrjáða mánuði. Þessi öflugi leik­­maður hefur ekki setið auðum höndum þrátt fyrir að hafa ekki geta' sinnt at­vinnu sinni að fullu að undan­förnu. Hún er rit­höfundur nýrrar barna­­bókar sem kom út núna fyrir jólin.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þetta er nú bara svona á hverju ári“

Það má með sanni segja að Orri Steinn Óskarsson hafi tekið stór skref á sínum fótboltaferli ár árinu sem nú er að líða. Eftir að hafa verið sendur á láni til liðs í næst efstu deild Dan­merkur í upp­hafi árs þá sneri Orri Steinn til baka þaðan í lið FC Kaup­manna­hafnar, meira reiðu­búinn en áður til þess að láta til sín taka.

Fótbolti
Fréttamynd

Brösugir Börsungar áttu í vand­ræðum með botnliðið

Barcelona vann 3-2 á heimavelli gegn Almería, neðsta liði spænsku úrvalsdeildarinnar. Mörkin komu frá hægri væng Börsunga, kantmaðurinn Raphinha skoraði fyrra markið og lagði annað markið svo upp á bakvörðinn Sergi Roberto, sem var aftur á ferðinni í sigurmarkinu en þá eftir undirbúning Robert Lewandowski.

Fótbolti
Fréttamynd

Fimm leik­menn litu rautt eftir slags­mál

Deildarkeppnir í knattspyrnu í Tyrklandi hófust aftur í gær, viku eftir að hlé var gert frá öllum keppnum vegna líkamsárásar á dómara af hendi forseta félagsins Ankaragucu. Strax í gær leit annar skandall dagsins ljós og nú í dag urðu hópslagsmál í næst efstu deild. 

Fótbolti
Fréttamynd

Davíð seldur til Álasunds

FH-ingar hafa selt einn sinn albesta leikmann á síðustu leiktíð, U21-landsliðsmanninn Davíð Snæ Jóhannsson, til norska knattspyrnufélagsins Álasunds.

Fótbolti
Fréttamynd

Bannað að kjósa Albert

Albert Guðmundsson kemur ekki til greina sem knattspyrnumaður ársins hjá KSÍ, vegna kæru fyrir kynferðisbrot sem hann kveðst saklaus af.

Fótbolti