„Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Hjörvar Ólafsson skrifar 17. ágúst 2025 22:04 Þjálfarinn Sölvi Geir Ottesen gefur skipanir. Vísir/Diego Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, gat leyft sér að brosa eftir erfiða daga þegar lið hans lagði ÍA að velli með einu marki gegn engu í 19. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta uppi á Skipaskaga í kvöld. Sigurinn færir Víking þremur stigum nær Val sem trónir á toppi deildarinnar. „Við náðum að hrista af okkur vonbrigðin í Kaupmannahöfn og það sýnir karakterinn í hópnum hvað við mættum sterkir til þessa leiks. Við vorum meira með boltann í fyrri hálfleik en það gekk kannski ekki nógu vel að opna þá. Við vildum vera beinskeyttir en vorum kannski helst til fljótir að fara í úrslitasendinguna,“ sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings. „Við fórum yfir hlutina í hálfleik og ræddum hvar við vildum herja á þá. Það skilaði sér þegar Óskar skoraði í upphafi seinni hálfleiks og við fengum fleiri færi í seinni hálfleik en þeim fyrri. Við vorum líka bara sharp í báðum vítateigum að þessu sinni. Eitthvað sem hefur vantað í leikjum okkar síðustu vikurnar,“ sagði Sölvi Geir enn fremur. „Það er gott fyrir Óskar og okkur að hann sé kominn á blað í markaskorun en hann hefur komið vel inn í þetta eftir að hann kom til okkar. Við náðum að koma Óskari og hinum í framlínunni í góðar stöður í þessum leik og Óskar nýtti sér það vel þegar hann skoraði,“ sagði þjálfarinn um markaskorarann sem var gulls ígildi í kvöld. „Það er gott að ná í þrjú stig eftir dræma stigasöfnun undanfarið. Deildin hefur sem betur fer spilast þannig að við erum ennþá í baráttu um efsta sætið þrátt fyrir að hafa ekki halað inn mörg í síðustu leikjum. Við unnum vel fyrir þessum sigri og leikmenn eiga hrós skilið fyrir vinnusemina þrátt fyrir mikið álag síðustu daga,“ sagði hann. „Nú fáum við níu daga til þess að safna orku fyrir næsta leik hjá okkur. Það er kærkomið að fá smá hvíld og prófa kannski að æfa aðeins milli leikja og vera ekki í stöðugri endurheimt. Það eru þreyttar lappir í leikmannahópnum sem hafa gott af því að fara í smá frí frá leikjaálagi,“ sagði Sölvi Geir um framhaldið. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Sjá meira
„Við náðum að hrista af okkur vonbrigðin í Kaupmannahöfn og það sýnir karakterinn í hópnum hvað við mættum sterkir til þessa leiks. Við vorum meira með boltann í fyrri hálfleik en það gekk kannski ekki nógu vel að opna þá. Við vildum vera beinskeyttir en vorum kannski helst til fljótir að fara í úrslitasendinguna,“ sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings. „Við fórum yfir hlutina í hálfleik og ræddum hvar við vildum herja á þá. Það skilaði sér þegar Óskar skoraði í upphafi seinni hálfleiks og við fengum fleiri færi í seinni hálfleik en þeim fyrri. Við vorum líka bara sharp í báðum vítateigum að þessu sinni. Eitthvað sem hefur vantað í leikjum okkar síðustu vikurnar,“ sagði Sölvi Geir enn fremur. „Það er gott fyrir Óskar og okkur að hann sé kominn á blað í markaskorun en hann hefur komið vel inn í þetta eftir að hann kom til okkar. Við náðum að koma Óskari og hinum í framlínunni í góðar stöður í þessum leik og Óskar nýtti sér það vel þegar hann skoraði,“ sagði þjálfarinn um markaskorarann sem var gulls ígildi í kvöld. „Það er gott að ná í þrjú stig eftir dræma stigasöfnun undanfarið. Deildin hefur sem betur fer spilast þannig að við erum ennþá í baráttu um efsta sætið þrátt fyrir að hafa ekki halað inn mörg í síðustu leikjum. Við unnum vel fyrir þessum sigri og leikmenn eiga hrós skilið fyrir vinnusemina þrátt fyrir mikið álag síðustu daga,“ sagði hann. „Nú fáum við níu daga til þess að safna orku fyrir næsta leik hjá okkur. Það er kærkomið að fá smá hvíld og prófa kannski að æfa aðeins milli leikja og vera ekki í stöðugri endurheimt. Það eru þreyttar lappir í leikmannahópnum sem hafa gott af því að fara í smá frí frá leikjaálagi,“ sagði Sölvi Geir um framhaldið.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Sjá meira