„Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Hjörvar Ólafsson skrifar 17. ágúst 2025 22:04 Þjálfarinn Sölvi Geir Ottesen gefur skipanir. Vísir/Diego Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, gat leyft sér að brosa eftir erfiða daga þegar lið hans lagði ÍA að velli með einu marki gegn engu í 19. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta uppi á Skipaskaga í kvöld. Sigurinn færir Víking þremur stigum nær Val sem trónir á toppi deildarinnar. „Við náðum að hrista af okkur vonbrigðin í Kaupmannahöfn og það sýnir karakterinn í hópnum hvað við mættum sterkir til þessa leiks. Við vorum meira með boltann í fyrri hálfleik en það gekk kannski ekki nógu vel að opna þá. Við vildum vera beinskeyttir en vorum kannski helst til fljótir að fara í úrslitasendinguna,“ sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings. „Við fórum yfir hlutina í hálfleik og ræddum hvar við vildum herja á þá. Það skilaði sér þegar Óskar skoraði í upphafi seinni hálfleiks og við fengum fleiri færi í seinni hálfleik en þeim fyrri. Við vorum líka bara sharp í báðum vítateigum að þessu sinni. Eitthvað sem hefur vantað í leikjum okkar síðustu vikurnar,“ sagði Sölvi Geir enn fremur. „Það er gott fyrir Óskar og okkur að hann sé kominn á blað í markaskorun en hann hefur komið vel inn í þetta eftir að hann kom til okkar. Við náðum að koma Óskari og hinum í framlínunni í góðar stöður í þessum leik og Óskar nýtti sér það vel þegar hann skoraði,“ sagði þjálfarinn um markaskorarann sem var gulls ígildi í kvöld. „Það er gott að ná í þrjú stig eftir dræma stigasöfnun undanfarið. Deildin hefur sem betur fer spilast þannig að við erum ennþá í baráttu um efsta sætið þrátt fyrir að hafa ekki halað inn mörg í síðustu leikjum. Við unnum vel fyrir þessum sigri og leikmenn eiga hrós skilið fyrir vinnusemina þrátt fyrir mikið álag síðustu daga,“ sagði hann. „Nú fáum við níu daga til þess að safna orku fyrir næsta leik hjá okkur. Það er kærkomið að fá smá hvíld og prófa kannski að æfa aðeins milli leikja og vera ekki í stöðugri endurheimt. Það eru þreyttar lappir í leikmannahópnum sem hafa gott af því að fara í smá frí frá leikjaálagi,“ sagði Sölvi Geir um framhaldið. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
„Við náðum að hrista af okkur vonbrigðin í Kaupmannahöfn og það sýnir karakterinn í hópnum hvað við mættum sterkir til þessa leiks. Við vorum meira með boltann í fyrri hálfleik en það gekk kannski ekki nógu vel að opna þá. Við vildum vera beinskeyttir en vorum kannski helst til fljótir að fara í úrslitasendinguna,“ sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings. „Við fórum yfir hlutina í hálfleik og ræddum hvar við vildum herja á þá. Það skilaði sér þegar Óskar skoraði í upphafi seinni hálfleiks og við fengum fleiri færi í seinni hálfleik en þeim fyrri. Við vorum líka bara sharp í báðum vítateigum að þessu sinni. Eitthvað sem hefur vantað í leikjum okkar síðustu vikurnar,“ sagði Sölvi Geir enn fremur. „Það er gott fyrir Óskar og okkur að hann sé kominn á blað í markaskorun en hann hefur komið vel inn í þetta eftir að hann kom til okkar. Við náðum að koma Óskari og hinum í framlínunni í góðar stöður í þessum leik og Óskar nýtti sér það vel þegar hann skoraði,“ sagði þjálfarinn um markaskorarann sem var gulls ígildi í kvöld. „Það er gott að ná í þrjú stig eftir dræma stigasöfnun undanfarið. Deildin hefur sem betur fer spilast þannig að við erum ennþá í baráttu um efsta sætið þrátt fyrir að hafa ekki halað inn mörg í síðustu leikjum. Við unnum vel fyrir þessum sigri og leikmenn eiga hrós skilið fyrir vinnusemina þrátt fyrir mikið álag síðustu daga,“ sagði hann. „Nú fáum við níu daga til þess að safna orku fyrir næsta leik hjá okkur. Það er kærkomið að fá smá hvíld og prófa kannski að æfa aðeins milli leikja og vera ekki í stöðugri endurheimt. Það eru þreyttar lappir í leikmannahópnum sem hafa gott af því að fara í smá frí frá leikjaálagi,“ sagði Sölvi Geir um framhaldið.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira