„Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. ágúst 2025 21:46 Böðvar hefur skartað nýju, snöggklipptu, útliti í síðustu tveimur leikjum. Síðan hann snoðaði sig hefur FH unnið tvo leiki í röð. vísir „Við erum sjálfum okkur verstir á köflum, maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar. Algjör óþarfi að hleypa leiknum upp í þetta, en fyrirfram hefði ég alveg tekið því að skora fimm á móti Íslandsmeisturunum“ sagði Böðvar Böðvarsson, fyrirliði FH, eftir ótrúlegan 4-5 sigur á Kópavogsvelli. Hann segir FH vera að nálgast stöðugleikann sem liðið hefur skort. Böðvar lagði tvö mörk upp í leiknum en þurfti að verjast vel undir lokin, því þrátt fyrir að FH kæmist þremur mörkum yfir í seinni hálfleik var Breiðablik næstum því búið að jafna undir lokin. FH sigur hins vegar niðurstaðan, þeirra fyrsti sigur á gervigrasi í sumar, sem Böðvar segir gefa liðinu mikið. „Sérstaklega á móti Íslandsmeisturunum. Ég geri mér grein fyrir því að þeir eru í Evrópukeppni og kannski ekki ferskastir, búið að vera mikil törn hjá þeim. Þeir eru samt með stærsta hópinn og alvöru breidd, þannig að þetta er risastór sigur fyrir okkur og gífurlega mikilvægur fyrir okkar markmið í sumar.“ Hver eru þau markmið? Spurði Gunnlaugur Jónsson þá. „Nei. Síðast þegar ég talaði um markmið við þig varð allt vitlaust, þannig að ég ætla ekki að segja orð. Ætli það sé ekki bara að vinna næsta leik“ sagði Böðvar og skellti upp úr. Eitthvað hefur greinilega gengið á þeirra á milli í markmiðasetningu en Gunnlaugur færði talið þá aftur að leiknum og spurði hvað hefði breyst hjá FH í hálfleik. „Okkur fannst við ekki vera neitt spes í fyrri hálfleik, vorum full mikið að drífa okkur… Pressan hjá Breiðabliki gefur möguleika á að skipta boltanum milli kanta, ef þú ert rólegur á boltanum. Mér fannst við nýta okkur það töluvert betur í seinni hálfleik, vorum rólegri á boltanum og yfirvegaðir. Náum þannig að skapa okkur mjög góð færi.“ FH hefur skort stöðugleika í sumar en liðið hefur verið á fínu skriði undanfarið og núna unnið tvo leiki í röð. „Ef við vinnum ÍBV held ég að við séum taplausir í sex leikjum. Þannig að það er einhvers konar stöðugleiki“ sagði Böðvar að lokum. Besta deild karla FH Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Sjá meira
Böðvar lagði tvö mörk upp í leiknum en þurfti að verjast vel undir lokin, því þrátt fyrir að FH kæmist þremur mörkum yfir í seinni hálfleik var Breiðablik næstum því búið að jafna undir lokin. FH sigur hins vegar niðurstaðan, þeirra fyrsti sigur á gervigrasi í sumar, sem Böðvar segir gefa liðinu mikið. „Sérstaklega á móti Íslandsmeisturunum. Ég geri mér grein fyrir því að þeir eru í Evrópukeppni og kannski ekki ferskastir, búið að vera mikil törn hjá þeim. Þeir eru samt með stærsta hópinn og alvöru breidd, þannig að þetta er risastór sigur fyrir okkur og gífurlega mikilvægur fyrir okkar markmið í sumar.“ Hver eru þau markmið? Spurði Gunnlaugur Jónsson þá. „Nei. Síðast þegar ég talaði um markmið við þig varð allt vitlaust, þannig að ég ætla ekki að segja orð. Ætli það sé ekki bara að vinna næsta leik“ sagði Böðvar og skellti upp úr. Eitthvað hefur greinilega gengið á þeirra á milli í markmiðasetningu en Gunnlaugur færði talið þá aftur að leiknum og spurði hvað hefði breyst hjá FH í hálfleik. „Okkur fannst við ekki vera neitt spes í fyrri hálfleik, vorum full mikið að drífa okkur… Pressan hjá Breiðabliki gefur möguleika á að skipta boltanum milli kanta, ef þú ert rólegur á boltanum. Mér fannst við nýta okkur það töluvert betur í seinni hálfleik, vorum rólegri á boltanum og yfirvegaðir. Náum þannig að skapa okkur mjög góð færi.“ FH hefur skort stöðugleika í sumar en liðið hefur verið á fínu skriði undanfarið og núna unnið tvo leiki í röð. „Ef við vinnum ÍBV held ég að við séum taplausir í sex leikjum. Þannig að það er einhvers konar stöðugleiki“ sagði Böðvar að lokum.
Besta deild karla FH Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Sjá meira