Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Sindri Sverrisson skrifar 18. ágúst 2025 16:32 Jack Harrison gæti hafa fundið leið til að hressa við stuðningsmenn sem voru óánægðir með að hann tæki ekki slaginn með Leeds í næstefstu deild. Samsett/Getty Fótboltamaðurinn Jack Harrison þarf að vinna til baka traust stuðningsmanna Leeds og hann gæti hafa tekið stórt skref í rétta átt með því að bjóða upp á fría drykki fyrir leik kvöldsins, þegar liðið spilar að nýju í ensku úrvalsdeildinni og mætir þar Everton. Hinn 28 ára gamli Harrison kvaddi Leeds þegar liðið féll fyrir tveimur árum og hefur spilað sem lánsmaður með Everton í úrvalsdeildinni síðan þá, við litla kátínu hluta af stuðningsmannahópi Leeds. Núna, þegar Leeds hefur unnið sér sæti í efstu deild að nýju, verður Harrison hins vegar með liðinu og það má segja að hann hafi gert sitt til að mýkja stuðningsmenn fyrir leikinn við Everton, sem hefst klukkan 19 á Sýn Sport. Harrison hafði nefnilega samband við barinn The Moot Hall Arms, í miðborg Leeds, og sá til þess að stuðningsmenn sem þangað kæmu fengju einn frían drykk hver; bjór, vín eða gos. Í tilkynningu frá barnum segir að Harrison hafi áður verið í samstarfi við eigendurna þegar peningum var safnað til góðgerðamála, en að í þetta sinn vilji hann gleðja stuðningsmenn sem eflaust hafa beðið óþreyjufullir eftir að sjá aftur úrvalsdeildarfótbolta á Elland Road. Í hans höndum að vinna til baka traust stuðningsmanna Í síðasta mánuði sagði Daniel Farke, stjóri Leeds, að hann hygðist nýta krafta Harrison sem á enn þrjú ár eftir af samningi sínum við félagið. „Jack á að baki marga leiki í úrvalsdeildinni og það væri heimskulegt af okkur að vilja ekki nýta það. Vissulega er þetta snúið þegar menn hafa verið tvö ár í burtu en sú ákvörðun var tekin fyrir minn tíma,“ sagði Farke eftir vináttuleik við Manchester United í Stokkhólmi fyrir mánuði. „Núna er hann aftur með okkur. Hann er frábær náungi, harðduglegur og áreiðanlegur. Það er í hans höndum að vinna til baka trú og traust manna,“ sagði Farke en nefndi þó ekki að fríir drykkir væru lykillinn að því heldur stöðug og góð frammistaða innan vallar. Enski boltinn Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira
Hinn 28 ára gamli Harrison kvaddi Leeds þegar liðið féll fyrir tveimur árum og hefur spilað sem lánsmaður með Everton í úrvalsdeildinni síðan þá, við litla kátínu hluta af stuðningsmannahópi Leeds. Núna, þegar Leeds hefur unnið sér sæti í efstu deild að nýju, verður Harrison hins vegar með liðinu og það má segja að hann hafi gert sitt til að mýkja stuðningsmenn fyrir leikinn við Everton, sem hefst klukkan 19 á Sýn Sport. Harrison hafði nefnilega samband við barinn The Moot Hall Arms, í miðborg Leeds, og sá til þess að stuðningsmenn sem þangað kæmu fengju einn frían drykk hver; bjór, vín eða gos. Í tilkynningu frá barnum segir að Harrison hafi áður verið í samstarfi við eigendurna þegar peningum var safnað til góðgerðamála, en að í þetta sinn vilji hann gleðja stuðningsmenn sem eflaust hafa beðið óþreyjufullir eftir að sjá aftur úrvalsdeildarfótbolta á Elland Road. Í hans höndum að vinna til baka traust stuðningsmanna Í síðasta mánuði sagði Daniel Farke, stjóri Leeds, að hann hygðist nýta krafta Harrison sem á enn þrjú ár eftir af samningi sínum við félagið. „Jack á að baki marga leiki í úrvalsdeildinni og það væri heimskulegt af okkur að vilja ekki nýta það. Vissulega er þetta snúið þegar menn hafa verið tvö ár í burtu en sú ákvörðun var tekin fyrir minn tíma,“ sagði Farke eftir vináttuleik við Manchester United í Stokkhólmi fyrir mánuði. „Núna er hann aftur með okkur. Hann er frábær náungi, harðduglegur og áreiðanlegur. Það er í hans höndum að vinna til baka trú og traust manna,“ sagði Farke en nefndi þó ekki að fríir drykkir væru lykillinn að því heldur stöðug og góð frammistaða innan vallar.
Enski boltinn Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira