Whitmarsh segir að Hamilton muni læra sína lexíu Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren liðsins hefur komið Formúlu 1 ökumanninum Lewis Hamilton til varnar, en Hamilton var harðlega gagnrýndur af Felipe Massa eftir mótið í Singapúr í gær. Hamilton keyrði aftan á Massa og hefur lent öðrum árekstrum á árinu. Formúla 1 26. september 2011 15:09
Stewart: Hamilton þarf að skoða hugarástand sitt Jackie Stewart sem er þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1 telur að Lewis Hamilton hjá McLaren þurfi að nálgast aksturinn á annan hátt í mótum en raunin er á köflum. Hamilton ók aftan á Ferrari ökumanninn Felipe Massa í keppninni í Singapúr í gær og hefur lent í óhöppum á þessu ári sem hann var valdur að. Formúla 1 26. september 2011 14:25
Vettel: Mjög ánægður með árangurinn Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu vann Formúlu 1 kappakstursmótið í Singapúr í dag og þegar fimm mótið er ólokið er hann aðeins einu stigi frá því að tryggja sér meistaratitilinn í Formúlu 1, annað árið í röð. Eftir mótið í dag getur aðeins Jenson Button há McLaren liðinu komið í veg fyrir það tölfræðilega séð. Formúla 1 25. september 2011 19:11
Vettel sigraði í Singapore - komin með níu fingur á titilinn Það virðist ekkert geta komið í veg fyrir það að Sebastian Vettel, Red Bull, verði heimsmeistari í keppni ökumanna í Formúlu 1. Formúla 1 25. september 2011 14:32
Vettel getur orðið meistari í dag, en Hamilton í vandræðum Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu getur orðið heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 mótinu í Singapúr í dag, ef úrslitin í mótinu verða honum hagstæð. Vettel er fremstur á ráslínu, en fjórir keppinautar hans um titilinn eru í næstu sætum á eftir. Formúla 1 25. september 2011 10:19
Vettel getur slegið met Sebastian Vettel var ánægður með árangurinn í tímatökunni í Singapúr í dag. Hann náði besta tíma og hefur ellefu sinnum verið fremstur á ráslínu í Formúlu 1 á þessu ári. Vettel getur tryggt sér heimsmeistaratitilinn annað árið í röð ef úrslitin í kappakstrinum á sunnudag verða honum hagstæð. Formúla 1 24. september 2011 23:10
Vettel fremstur á ráslínu í ellefta skipti í ár Sebastian Vettel á Red Bull náði besta tíma í tímatökunni á Formúlu 1 brautinni í Singapúr í dag. Hann ók á tímanum 1:44.381 og Mark Webber á Red Bull náði næst besta tíma og var 0.351 úr sekúndu á eftir Vettel. Jenson Button á McLaren náði þriðja besta tíma og var 0.428 sekúndum á eftir Vettel. Vettel verður fremstur á rásllínu í ellefta skipti á árinu í kappakstrinum á morgun. Formúla 1 24. september 2011 15:34
Webber sneggstur á lokæfingunni fyrir tímatökuna Mark Webber á Red Bull var fljótastur allra ökumanna á síðustu æfingu Formúlu 1 ökumanna í Singapúr í dag. Hann var 0.027 úr sekúndu fljótari en Jenson Button á McLaren, en Sebastian Vettel á Red Bull var með þriðja besta tíma. Vettel var 0.264 á eftir Webber. Formúla 1 24. september 2011 12:23
Vettel fljótastur í Singapúr í dag Sebastian Vettel á Red Bull náði besta aksturstímanum á seinni æfingu Formúlu 1 liða á götubrautinni í Singapúr í dag. Lewis Hamilton á McLaren hafði fyrr um daginn náð besta tíma á fyrri æfingu dagsins. Tími Vettel á seinni æfingunni var sá besti sem náðist í dag. Formúla 1 23. september 2011 15:06
Hamilton fljótastur á fyrstu æfingu Lewis Hamilton á McLaren náði besta tíma á fyrstu æfingu Formúlu 1 liða á götubrautinni í Singapúr í dag. Hann varð 0.406 úr sekúndu á undan Sebastian Vettel á Red Bull, en Mark Webber á Red Bul varð þriðji, 1.467 sekúndu á eftir Hamilton. Formúla 1 23. september 2011 12:16
Vettel er ekkert kappsmál að landa meistaratitlinum um helgina Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu segir enga auka pressu á sér að reyna vinna meistaratitil ökumanna í Formúlu 1 í Singapúr um helgina. Hann á möguleika á því ef hann nær 125 stiga forskoti á næsta ökumann í stigamótinu, jafnvel þó fimm mót verði enn eftir, þegar mótinu í Singapúr er lokið. Vettel er núna með 112 stiga forskot á Fernando Alonso hjá Ferrari í stigamóti ökumanna. Vettel ræddi stöðuna í meistarakeppninni á fréttamannafundi í Singapúr í dag. Formúla 1 22. september 2011 14:52
Kobayashi: Mjög sérstök stemmning í Singapúr Japaninn Kamui Kobayashi er eini ökumaðurinn sem keppir í Formúlu 1 sem er frá Asíu og hann vill ná góðum árangri í Singapúr um næstu helgi áður en hann keppir í Japan. Næsta mót á eftir keppninni í Singapúr er á Suzuka brautinni í Japan og verða því tvö mót í Asíu á dagskrá á næstunni. Formúla 1 21. september 2011 13:04
Button stefnir á sigur í Singapúr Jenson Button hjá McLaren varð í öðru sæti í Formúlu 1 mótinu Ítalíu á dögunum og keppir í Singapúr um næstu helgi, þar sem hann stefnir á sigur. Button er meðal þeirra fimm efstu í stigamóti ökumanna, sem hafa barist á toppnum síðustu mánuði. Sebastian Vettel er eins og staðan er núna með það mikið forskot í stigamótinu að hann á möguleika á að tryggja sér meistaratitilinn í Singapúr. Formúla 1 20. september 2011 16:56
Hamilton telur titilinn nánast úr seilingarfjalægð Lewis Hamilton keppir með Formúlu 1 liði McLaren í Singapúr um næstu helgi, en hann er í fimmta sæti í stigamóti ökumanna. Hamilton er 126 stigum á eftir Sebastian Vettel hjá Red Bull, en Vettel á möguleika á því að tryggja sér meistaratitilinn um helgina ef úrslitin í mótinu verða honum hagstæð. Sex mótum er enn ólokið í Formúlu 1 á árinu. Formúla 1 20. september 2011 15:53
Framfarir hjá Mercedes að mati Rosberg Nico Rosberg og Michael Schumacher hjá Formúlu 1 liði Mercedes keppa í Singapúr um næstu helgi, en Rosberg féll úr leik í síðustu keppni á Monza brautinni á Ítalíu á meðan Schumacher náði fimmta sæti. Formúla 1 19. september 2011 16:44
Webber býst við hörðum stigaslag við þrjá keppinauta Mark Webber hjá Red Bull fékk engin stig úr síðustu Formúlu 1 keppni og er orðinn 117 stigum á eftir liðsfélaga sínum, Sebastian Vettel í stigamóti ökumanna, þegar sex mótum er ólokið. Webber keppir í Singapúr um næstu helgi, en aðeins 14 stig skilja að þá fjóra ökumenn sem eru á eftir Vettel í stigamótinu. Formúla 1 19. september 2011 15:14
Vettel vonast eftir sigri í Singapúr Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu, forystumaður stigamótsins í Formúlu 1 stefnir á sigur í næsta móti sem verður í Singapúr um næstu helgi. Vettel hefur unnið tvö síðustu mót á þessu keppnistímabili og er með 112 stiga forskot á Fernando Alonso hjá Ferrari í stigamóti ökumanna. Alonso vann mótið í Síngapúr í fyrra. Formúla 1 19. september 2011 14:15
McLaren gefst ekki upp í titilslagnum Martin Whitmarsh hjá McLaren segir liðið ekki hafa gefist upp í titilslagnum í Formúlu 1, en Sebastian Vettel á Red Bull er með afgerandi forskot í stigamóti ökumanna eftir sigur á Monza brautinni á Ítalíu á sunnudaginn. Jenson Button varð annar á McLaren á Monza brautinni, Fernando Alonso á Ferrari þriðji og Lewis Hamilton á McLaren fjórði. Formúla 1 13. september 2011 11:28
Vettel skrefi nær öðrum meistaratitilinum Sebastain Vettel hjá Red Bull er með 112 stiga forskot á næsta ökumann í stigamóti ökumanna í Formúlu 1, eftir sigurinn á Monza í dag, sem var hans áttundi á árinu. Vettel vann sinn fyrsta sigur á sömu braut árið 2008 með Torro Rosso liðinu. Formúla 1 11. september 2011 21:24
Sebastian Vettel vann kappaksturinn í Monza Sebastian Vettel, Reb Bull, kom fyrstu í mark í Formúli 1 kappakstrinum í Monza á Ítalíu í dag, en hann færist óðum nær heimsmeistaratitli ökumanna. Formúla 1 11. september 2011 14:15
Vettel bjóst ekki við að verða fljótastur Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu verður fremstur á ráslínu í Monza Formúlu 1 kappakstrinum á Ítalíu í morgun. Hann náði besta tíma í tímatökunni í dag, en Lewis Hamilton á McLaren verður annar á ráslínunni, Jenson Button þriðji á McLaren og Fernando Alonso á Ferrrari fjórði. Formúla 1 10. september 2011 20:52
Vettel fremstur á ráslínu í tíunda skipti i ár Sebastian Vettel hjá Red Bull náði besta tíma í tímatökum í dag fyrir ítalska Formúlu 1 kappaksturinn á Monza brautinni á Ítalíu. Hann er því búinn að ná besta tíma í tíu tímatökum af þrettán á árinu. Lewis Hamilton náði næst besta tíma á McLaren og Jenson Button á samskonar bíl þriðja besta tíma. Formúlu 1 mótið á Monza fer fram á morgun. Formúla 1 10. september 2011 13:37
Vettel fljótastur á lokaæfingunni fyrir tímatökuna Sebastian Vettel hjá Red Bull náði besta tíma á þriðju og síðustu æfingu Formúlu 1 liða á Monza brautinni á Ítalíu í dag. Hann varð 0.364 úr sekúndu á undan Mark Webber, liðsfélaga sínum hjá Red Bull, en Felipe Massa á Ferrari náði þriðja besta tíma og var 0.498 á eftir. Æfingin var sú síðasta fyrir tímatökuna sem fer fram í hádeginu. Formúla 1 10. september 2011 10:25
Vettel rétt á undan Hamilton á seinni æfingunni Sebastian Vettel á Red Bull var með besta tíma á seinni æfingu Formúlu 1 liða á Monza brautinni á Ítalíu í dag. Hann varð aðeins 0.036 úr sekúndu á undan Lewis Hamilton á McLaren. Michael Schumacher var þriðji fljótastur á Mercedes, 0.337 úr sekúndu á eftir. Formúla 1 9. september 2011 14:41
Red Bull og Renault framlengja samstarf um 5 ár Formúlu 1 lið Red Bull og Renault, sem hefur séð liðinu fyrir vélum hafa framlengt samstarfssamning sín á milli um 5 ár. Samskonar vélar verða notaðar næstu tvö ár í Formúlu 1 og eru nú notaðar, en árið 2014 verða 1.6 lítra V-6 vélar notaðar. Formúla 1 9. september 2011 12:36
Hamilton fremstur í flokki á Monza Lewis Hamilton hjá McLaren náði besta tíma á fyrstu æfingu Formúlu 1 liða á Monza brautinni Ítalíu í dag, en keppt verður á brautinni á sunnudaginn í þrettándu umferð meistaramótsins í Formúlu 1. Formúla 1 9. september 2011 10:03
Vettel: Verðum að halda einbeitingu Sebastian Vettel hjá Red Bull er með 92 stiga forskot á næsta ökumann í stigamóti ökumanna í Formúlu 1 og er mættur til Monza á Ítalíu þar sem þrettánda umferð meistaramótsins fer fram um helgina. Liðsfélagi Vettel, Mark Webber er í öðru sæti í stigamótinu, en Fernando Alonso á Ferrari þriðji, en hann er 102 stigum á eftir Vettel. Formúla 1 8. september 2011 18:55
Webber segir undraverða stemmningu á Monza Mark Webber er í örðu sæti í stigakeppni ökumanna í Formúlu 1, á eftir liðsfélaga sínum Sebastian Vettel hjá Red Bull. Sjö mót er enn eftir og næsta mót er á Monza brautinni á Ítalíu um helgina. Fernando Alonso á Ferrari vann mótið á Monza í fyrra, sem skemmdi ekki fyrir stemmningunni meðal áhorfenda, Ferrari liðið er ítalskt. Formúla 1 7. september 2011 15:08
Button telur tilkomumikill tilþrif möguleg á Monza brautinni um helgina Jenson Button hjá McLaren varð í þriðja sæti í síðustu Formúlu 1 keppni sem var á Spa brautinni í Belgíu, en um helgina keppir hann á Monza brautinni á Ítalíu. Button varð í öðru sæti á eftir Fernando Alonso á Ferrari á Monza brautinni í fyrra, en Felipe Massa á Ferrari varð þriðji Formúla 1 7. september 2011 14:40
Ferrari stefnir á sigur á heimavelli Ferrari Formúlu 1 ökumaðurinn Fernando Alonso verður við stjórnvölinn á Ferrari bíl um næstu helgi á heimavelli Ferrari liðsins, í Formúlu 1 kappakstrinum á Monza brautinni á Ítalíu. Rétt eins og Felipe Massa á samskonar bíl. Alonso vann mótið á Monza í fyrra. Formúla 1 5. september 2011 14:28