Alonso öskureiður út í Rosberg Birgir Þór Harðarson skrifar 23. apríl 2012 17:00 Fernando Alonso, ökumaður Ferrari í Formúlu 1, segist vera afar óánægður með að Nico Rosberg hafi komist upp með glannaskap í kappakstrinum í Barein í gær. Framganga Nico Rosberg þótti full glæfraleg þegar hann varði stöðu sína í tvígang. Fyrst gegn Lewis Hamilton sem komst fram úr honum með því að fara út fyrir brautina og síðar í kappakstrinum gegn Alonso sem var ekki svo heppinn að komast framúr. "Ef það hefði verið veggur þarna væri ég örugglega ekki að segja ykkur hversu óánægður ég er núna," sagði Alonso eftir kappaksturinn. Rosberg vildi ekki tjá sig um atvikið. Það gerði Hamilton ekki heldur. Dómurum í Barein þótti Rosberg full ákafur og skoðuðu atvikið eftir kappaksturinn en komust að niðurstöðu um að Rosberg hafi ekki gerst brotlegur. Alonso vill hins vegar meina að ökumaður sem verji stöðu sína verði alltaf að gefa nægt pláss fyrir hinn til að komast framúr. Alonso tvítaði í gærkvöldi og var mjög óánægður með niðurstöðu dómaranna. "Ég held að þið munið hafa gaman af mótunum í framtíðinni. Það má verja stöðu sína í brautinni eins og maður vill og það má taka framúr fyrir utan brautina! Góða skemmtun!" Formúla Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Fernando Alonso, ökumaður Ferrari í Formúlu 1, segist vera afar óánægður með að Nico Rosberg hafi komist upp með glannaskap í kappakstrinum í Barein í gær. Framganga Nico Rosberg þótti full glæfraleg þegar hann varði stöðu sína í tvígang. Fyrst gegn Lewis Hamilton sem komst fram úr honum með því að fara út fyrir brautina og síðar í kappakstrinum gegn Alonso sem var ekki svo heppinn að komast framúr. "Ef það hefði verið veggur þarna væri ég örugglega ekki að segja ykkur hversu óánægður ég er núna," sagði Alonso eftir kappaksturinn. Rosberg vildi ekki tjá sig um atvikið. Það gerði Hamilton ekki heldur. Dómurum í Barein þótti Rosberg full ákafur og skoðuðu atvikið eftir kappaksturinn en komust að niðurstöðu um að Rosberg hafi ekki gerst brotlegur. Alonso vill hins vegar meina að ökumaður sem verji stöðu sína verði alltaf að gefa nægt pláss fyrir hinn til að komast framúr. Alonso tvítaði í gærkvöldi og var mjög óánægður með niðurstöðu dómaranna. "Ég held að þið munið hafa gaman af mótunum í framtíðinni. Það má verja stöðu sína í brautinni eins og maður vill og það má taka framúr fyrir utan brautina! Góða skemmtun!"
Formúla Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira