Rosberg fljótastur og Force India dregur sig í hlé Birgir Þór Harðarson skrifar 20. apríl 2012 18:00 Rosberg var fljótastur á æfingum dagsins í konungsríkinu Barein við Persaflóa. Nordicphotos/afp Nico Rosberg, á Mercedes-bíl, var fljótastur á seinni æfingu keppisliða fyrir Formúlu 1-kappaksturinn í Barein. Lewis Hamilton á McLaren-bíl var fljótastur á fyrri æfingunni. Force India liðið tók ekki þátt í seinni æfingunni af hræðslu við óeirðirnar í landinu. Tekin var ákvörðun um að aka ekki eftir hádegi því það hefði þýtt að starfsmenn liðsins þyrftu að ferðast upp á hótel eftir myrkur. Allur undirbúningur, sem venjulega fer fram á föstudagskvöldum á mótstað, var framkvæmdur meðan á seinni æfingunni stóð. Rosberg var nánast hálfri sekúntu fljótari en Mark Webber á Red Bull-bíl sem verður að teljast frábær árangur. Rosberg vann sinni fyrsta sigur í Formúlu 1 um síðustu helgi í Kína og ekur nú í Barein með sjálfstraustið í botni. Rosberg á met í Formúlu 1 sem hann setti í Barein árið 2006 þegar hann átti hraðasta mótshring í frumraun sinni í Formúlu 1. Á eftir Webber, á seinni æfingunni, kom liðsfélagi hans Sebastian Vettel, þá Lewis Hamilton og Michael Schumacher var fimmti á Mercedes bíl sínum. Ferrari átti erfitt með að halda í við efstu menn og Fernando Alonso lauk deginum í áttunda sæti og liðsfélagi hans, Felipe Massa, í tólfta. Fátt markverkt gerðist á fyrri æfingunni í morgun nema að liðin náðu að safna þeim gögnum og upplýsingum um ástand brautarinnar og bílanna sem þau þurftu án truflunar. Formúla Tengdar fréttir Kappakstur í skugga mótmæla og óeirða Barein kappaksturinn fer fram um helgina eftir að talsverð óvissa hefur ríkt um hvort mótið verði eða ekki. Tvö ár eru liðin síðan keppt var í Barein síðast því kappakstrinum var aflýst í fyrra vegna gríðarlegra mótmæla í þar í landi. 19. apríl 2012 06:00 Mótmælendur mættu Formúlu-liðum er þau mættu til Barein Þegar Formúlu 1-liðin lentu í Manama, höfuðborg Barein, í gærkvöldi mættu þeim hundruðir mótmælenda. Uppreisnarmenn eru mjög óánægðir með að Formúla 1 skuli halda mót í Barein í umboði stjórnvalda þar í landi. 18. apríl 2012 22:45 Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Nico Rosberg, á Mercedes-bíl, var fljótastur á seinni æfingu keppisliða fyrir Formúlu 1-kappaksturinn í Barein. Lewis Hamilton á McLaren-bíl var fljótastur á fyrri æfingunni. Force India liðið tók ekki þátt í seinni æfingunni af hræðslu við óeirðirnar í landinu. Tekin var ákvörðun um að aka ekki eftir hádegi því það hefði þýtt að starfsmenn liðsins þyrftu að ferðast upp á hótel eftir myrkur. Allur undirbúningur, sem venjulega fer fram á föstudagskvöldum á mótstað, var framkvæmdur meðan á seinni æfingunni stóð. Rosberg var nánast hálfri sekúntu fljótari en Mark Webber á Red Bull-bíl sem verður að teljast frábær árangur. Rosberg vann sinni fyrsta sigur í Formúlu 1 um síðustu helgi í Kína og ekur nú í Barein með sjálfstraustið í botni. Rosberg á met í Formúlu 1 sem hann setti í Barein árið 2006 þegar hann átti hraðasta mótshring í frumraun sinni í Formúlu 1. Á eftir Webber, á seinni æfingunni, kom liðsfélagi hans Sebastian Vettel, þá Lewis Hamilton og Michael Schumacher var fimmti á Mercedes bíl sínum. Ferrari átti erfitt með að halda í við efstu menn og Fernando Alonso lauk deginum í áttunda sæti og liðsfélagi hans, Felipe Massa, í tólfta. Fátt markverkt gerðist á fyrri æfingunni í morgun nema að liðin náðu að safna þeim gögnum og upplýsingum um ástand brautarinnar og bílanna sem þau þurftu án truflunar.
Formúla Tengdar fréttir Kappakstur í skugga mótmæla og óeirða Barein kappaksturinn fer fram um helgina eftir að talsverð óvissa hefur ríkt um hvort mótið verði eða ekki. Tvö ár eru liðin síðan keppt var í Barein síðast því kappakstrinum var aflýst í fyrra vegna gríðarlegra mótmæla í þar í landi. 19. apríl 2012 06:00 Mótmælendur mættu Formúlu-liðum er þau mættu til Barein Þegar Formúlu 1-liðin lentu í Manama, höfuðborg Barein, í gærkvöldi mættu þeim hundruðir mótmælenda. Uppreisnarmenn eru mjög óánægðir með að Formúla 1 skuli halda mót í Barein í umboði stjórnvalda þar í landi. 18. apríl 2012 22:45 Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Kappakstur í skugga mótmæla og óeirða Barein kappaksturinn fer fram um helgina eftir að talsverð óvissa hefur ríkt um hvort mótið verði eða ekki. Tvö ár eru liðin síðan keppt var í Barein síðast því kappakstrinum var aflýst í fyrra vegna gríðarlegra mótmæla í þar í landi. 19. apríl 2012 06:00
Mótmælendur mættu Formúlu-liðum er þau mættu til Barein Þegar Formúlu 1-liðin lentu í Manama, höfuðborg Barein, í gærkvöldi mættu þeim hundruðir mótmælenda. Uppreisnarmenn eru mjög óánægðir með að Formúla 1 skuli halda mót í Barein í umboði stjórnvalda þar í landi. 18. apríl 2012 22:45