Mótmælendur mættu Formúlu-liðum er þau mættu til Barein Birgir Þór Harðarson skrifar 18. apríl 2012 22:45 Formúlunni var mótmælt í gær í Barein en þjóðin ætlar að nýta sér alþjóðlegt kastljós fjölmiðla á kappaksturinn til að koma rödd sinni á framfæri. nordicphotos/afp Þegar Formúlu 1-liðin lentu í Manama, höfuðborg Barein, í gærkvöldi mættu þeim hundruðir mótmælenda. Uppreisnarmenn eru mjög óánægðir með að Formúla 1 skuli halda mót í Barein í umboði stjórnvalda þar í landi. Uppreisnarlýðurinn ætlar hins vegar að nýta sér athygli heimsins sem nú er á Formúlu 1-mótið í Barein og hafa opinberlega sagt að þessa vikuna verði dagleg mótmæli. "Friðsæl, friðsæl, mótmæli okkar eru friðsæl!" hrópuðu mótmælendur og héldu skiltum með ábendingum til konungsins um að fara frá. Í Barein er meirihluti þjóðarinnar sjíta-múslimar en meðlimir konungsfjölskyldunnar eru súnní-múslimar og teljast til minnihluta þjóðarinnar. Það er því meirihluti þjóðarinnar sem mótmælir ríkisstjórn konungsins sem hefur styrkt Formúlu 1 kappaksturinn í Barein. Á föstudaginn fyrir kappaksturinn í Kína um liðna helgi var ákveðið að kappaksturinn í Barein skyldi fara fram. Samræður um ástandið í konungsríkinu við Persaflóa og hvort Formúla 1 verði örugg þar, hafa staðið í nokkrar vikur. Formúla Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þegar Formúlu 1-liðin lentu í Manama, höfuðborg Barein, í gærkvöldi mættu þeim hundruðir mótmælenda. Uppreisnarmenn eru mjög óánægðir með að Formúla 1 skuli halda mót í Barein í umboði stjórnvalda þar í landi. Uppreisnarlýðurinn ætlar hins vegar að nýta sér athygli heimsins sem nú er á Formúlu 1-mótið í Barein og hafa opinberlega sagt að þessa vikuna verði dagleg mótmæli. "Friðsæl, friðsæl, mótmæli okkar eru friðsæl!" hrópuðu mótmælendur og héldu skiltum með ábendingum til konungsins um að fara frá. Í Barein er meirihluti þjóðarinnar sjíta-múslimar en meðlimir konungsfjölskyldunnar eru súnní-múslimar og teljast til minnihluta þjóðarinnar. Það er því meirihluti þjóðarinnar sem mótmælir ríkisstjórn konungsins sem hefur styrkt Formúlu 1 kappaksturinn í Barein. Á föstudaginn fyrir kappaksturinn í Kína um liðna helgi var ákveðið að kappaksturinn í Barein skyldi fara fram. Samræður um ástandið í konungsríkinu við Persaflóa og hvort Formúla 1 verði örugg þar, hafa staðið í nokkrar vikur.
Formúla Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira