Karthikeyan biður Button og Vettel afsökunar Birgir Þór Harðarson skrifar 25. mars 2012 20:30 Karthikeyan er ekki ánægður með framgöngu forystusauða í Formúlu 1 en baðst þó afsökunar á óhöppunum í morgun. nordicphotos/afp Indverski ökuþórinn Narain Karthikeyan hjá HRT liðinu hefur beðið þá Jenson Button og Sebastian Vettel afsökunar á óhöppunum sem hann átti þátt í í Malasíska kappakstrinum. Karthikeyan komst upp í 10 sæti áður en keppninni var frestað fyrir aftan öryggisbílinn vegna gríðarlegrar rigningar. Þegar mótið var endurræst tóku þeir hver eftir annan fram úr Indverjanum sem endaði mótið næst síðastur í 21. sæti. Þegar Button ætlaði framúr Karhikeyan fór hann aðeins utan í HRT bílinn og braut framvænginn á McLaren bílnum. Button átti erfitt uppdráttar það sem erftir var í kappakstrinum og endaði í 14. sæti. Undir lok mótsins reyndi Sebastian Vettel að hringa Indverjann en endaði á því að fara utan í framvænginn á HRT bílnum og sprengja afturdekk hjá sér. Karhikeyan var dæmdur brotlegur fyrir það slys. Jenson Button hefur sjálfur lýst ábyrgð á óhappi sínu og Karhikeyan sem er þó ekki nógu ánægður með framgöngu forystumannanna þegar þeir hringa hægari bíla. "Þegar forystumennirnir reyna að hringa þig," sagði Karthikeyan eftir mótið, "reyna þeir að ýta þér út af aksturslínunni og eyðileggja fyrir þér." Formúla Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Indverski ökuþórinn Narain Karthikeyan hjá HRT liðinu hefur beðið þá Jenson Button og Sebastian Vettel afsökunar á óhöppunum sem hann átti þátt í í Malasíska kappakstrinum. Karthikeyan komst upp í 10 sæti áður en keppninni var frestað fyrir aftan öryggisbílinn vegna gríðarlegrar rigningar. Þegar mótið var endurræst tóku þeir hver eftir annan fram úr Indverjanum sem endaði mótið næst síðastur í 21. sæti. Þegar Button ætlaði framúr Karhikeyan fór hann aðeins utan í HRT bílinn og braut framvænginn á McLaren bílnum. Button átti erfitt uppdráttar það sem erftir var í kappakstrinum og endaði í 14. sæti. Undir lok mótsins reyndi Sebastian Vettel að hringa Indverjann en endaði á því að fara utan í framvænginn á HRT bílnum og sprengja afturdekk hjá sér. Karhikeyan var dæmdur brotlegur fyrir það slys. Jenson Button hefur sjálfur lýst ábyrgð á óhappi sínu og Karhikeyan sem er þó ekki nógu ánægður með framgöngu forystumannanna þegar þeir hringa hægari bíla. "Þegar forystumennirnir reyna að hringa þig," sagði Karthikeyan eftir mótið, "reyna þeir að ýta þér út af aksturslínunni og eyðileggja fyrir þér."
Formúla Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira