Zouma dæmdur til samfélagsþjónustu og má ekki eiga kött í fimm ár Kurt Zouma, dýraníðingur og leikmaður West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, var dag fundinn sekur um tvö brot á lögum er varða velferð dýra. Enski boltinn 1. júní 2022 13:30
Salah opinn fyrir því að færa sig um set innan Englands Mohamed Salah, framherji Liverpool, segist opinn fyrir því að færa sig um set innan Englands ef hann fær ekki þeim mun betra samningstilboð frá Liverpool. Enski boltinn 1. júní 2022 12:30
Pogba fer frá United Manchester United hefur staðfest að franski miðjumaðurinn Paul Pogba muni yfirgefa félagið þegar samningur hans við það rennur út í lok mánaðarins. Enski boltinn 1. júní 2022 11:13
Crawley Town reyndi að ráða þjálfara Englands- og bikarmeistara Chelsea Crawley Town sem leikur í ensku D-deildinni íhugaði að ráða Emmu Hayes, þjálfara Englands- og bikarmeistara Chelsea. Hún afþakkaði pent. Fótbolti 31. maí 2022 16:30
Inter mun hitta lögfræðinga Lukaku til að ræða mögulega endurkomu Endurkoma Romelu Lukaku til Chelsea hefur ekki gengið jafn vel og báðir aðilar vonuðust eftir. Belgíski framherjinn lét þau orð falla seint á síðasta ári að hann gæti vel íhugað sér að snúa aftur til Inter Milan, að gæti raungerst í sumar. Fótbolti 31. maí 2022 16:01
Lampard sektaður um tæpar fimm milljónir fyrir ummæli eftir leikinn gegn Liverpool Enska knattspyrnusambandið hefur sektað Frank Lampard, knattspyrnustjóra Everton, fyrir ummæli hans eftir leik gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í apríl. Enski boltinn 31. maí 2022 15:01
Perisic kynntur til leiks og sendi hjartnæma kveðju Króatinn reynslumikli Ivan Perisic er formlega genginn í raðir enska knattspyrnufélagsins Tottenham og skrifaði hann undir samning við félagið sem gildir til ársins 2024. Enski boltinn 31. maí 2022 14:54
Fyrrverandi markvörður Man Utd og Rangers á aðeins hálft ár eftir ólifað Goðsögnin Andy Goram á aðeins hálft ár eftir ólifað eftir að hafa greinst nýverið með vélindakrabbamein á lokastigi. Goram gerði garðinn frægan með Rangers á tíunda áratug síðustu aldar og lék svo um skamma stund með Manchester United eftir aldamót. Fótbolti 31. maí 2022 12:31
Man United ræður aðstoðarmann yfirmanns knattspyrnumála Andy Boyle hefur verið ráðinn sem aðstoðarmaður yfirmanns knattspyrnumála hjá enska knattspyrnufélaginu Manchester United. Hann var þjálfari í akademíu félagsins fyrir 16 árum en hefur komð víða við síðan. Enski boltinn 31. maí 2022 11:32
Segja Elanga líta út eins og nýjan Ronaldo Anthony Elanga og Cristiano Ronaldo voru að hluta til ljósið í myrkrinu á annars ömurlegu tímabili Manchester United. Það virðist sem Svíinn ungi hafi lært eitt og annað af hinum margreynda Portúgala. Enski boltinn 31. maí 2022 09:01
City rétt að byrja á leikmannamarkaðnum Khaldoon Al-Mubarak, stjórnarformaður Manchester City, segir að félagið muni fá nokkra leikmenn til viðbótar í sumar. Þegar hefur City fest kaup á tveimur framherjum. Fótbolti 30. maí 2022 22:15
Hörður Björgvin mögulega á leið aftur til Englands Landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon gæti verið á leiðinni aftur til Englands eftir að hafa leikið með CSKA Moskvu frá árinu 2018. Tvö ár þar á undan lék hann með Bristol City í ensku B-deildinni. Enski boltinn 30. maí 2022 11:00
Horfa til Katalóníu í leit að arftaka Mané Jürgen Klopp horfir til Katalóníu í leit að arftaka Sadio Mané sem virðist vera á leið frá Liverpool í sumar. Enski boltinn 30. maí 2022 09:00
Tók við liðinu á botni B-deildar og skilaði því upp í deild þeirra bestu Nottingham Forest vann Huddersfield Town 1-0 í úrslitaleik umspils ensku B-deildarinnar og er þar með komið upp í ensku úrvalsdeildina eftir 23 ára bið. Það sem gerir afrek Forest enn merkilegra er að liðið var á botni B-deildarinnar þegar Steve Cooper tók við liðinu í september síðastliðnum. Enski boltinn 30. maí 2022 08:31
Nottingham Forest tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni eftir 23 ára fjarveru Nottingham Forest mun leika í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili eftir 1-0 sigur gegn Huddersfield í úrslitaleik umspilsins á Wembley í dag. Liðið snýr því aftur í deild þeirra bestu í fyrsta skipti síðan árið 1999. Enski boltinn 29. maí 2022 17:26
Segir Mané hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Liverpool Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá því á twitter-síðu sinni í dag að senegalski fótboltamaðurinn Sadio Mané hafi ákveðið að yfirgefa herbúðir Liverpool í sumar. Sport 29. maí 2022 14:34
Rangnick mun ekki starfa sem ráðgjafi hjá Manchester United Ralf Rangnick mun láta af störfum hjá Manchester United í sumar en til stóð að hann myndi færa sig yfir í starf yfirmanns knattspyrnumála eða ráðgjafa hjá félaginu í sumar. Fótbolti 29. maí 2022 13:48
Conte byrjaður að styrkja hóp sinn Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, er að tryggja sér þjónustu fyrrverandi lærisveins síns en króatíski kantmaðurinn Ivan Perisic er að ganga til liðs við félagið. Fótbolti 29. maí 2022 11:02
Segir að United og Barca hafi komist að samkomulagi en De Jong hafi hafnað Miðjumaðurinn Frenkie de Jong hefur verið sterklega orðaður við Manchester United eftir að Erik ten Hag tók við liðinu. Hann er nú sagður hafa ákveðið að halda kyrru fyrir hjá Barcelona. Enski boltinn 29. maí 2022 09:01
Finna til mikillar ábyrgðar Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu þar sem Liverpool og Real Madrid eigast við fer fram í kvöld. Hérlendis má finna fjölda stuðningsmanna Liverpool sem vona ekkert heitar en að lið þeirra vinni. Fótbolti 28. maí 2022 20:09
Roman þakkar fyrir sig: „Heiður að vera hluti af þessu félagi“ „Það eru næstum þrír mánuðir síðan ég tilkynnti áform mín um að selja Chelsea,“ segir í upphafi tilkynningar Roman Abramovich á vefsíðu Chelsea. Auðjöfurinn er að kveðja þar sem loks er búið að finna nýja eigendur. Enski boltinn 28. maí 2022 13:31
Stefnir í að Man Utd mæti með nýja miðju til leiks á næstu leiktíð Það virðist sem nýráðinn þjálfari Manchester United hafi ekki mikla trú á núverandi miðju liðsins ef marka má þá leikmenn sem liðið er orðað við þessa dagana. Talið er að Erik ten Hag sé á höttunum á eftir hvorki meira né minna en þremur miðjumönnum um þessar mundir. Enski boltinn 28. maí 2022 10:31
Stoltur af því að hafa veitt öðrum fótboltamanni innblástur til að koma út úr skápnum Josh Cavallo, leikmaður Adelaide United í áströlsku úrvalsdeildinni í fótbolta, segist vera virkilega stoltur af því að hann hafi veitt öðrum knattspyrnumanni innblástur og hugrekki til að segja frá kynhneigð sinni. Fótbolti 28. maí 2022 08:02
Conte fullvissar stuðningsmenn Tottenham um að hann sé ekki á förum Antonio Conte hefur fullvissað stuðningsmenn Tottenham Hotspur um að hann verði áfram við stjórnvölin hjá liðinu þegar næsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta hefst í haust. Enski boltinn 27. maí 2022 22:31
Mané gefur svar um framtíðina eftir úrslitaleikinn: „Þið fáið allt sem þið viljið heyra þá“ Sadio Mané, sóknarmaður Liverpool, segir að hann muni gefa „sérstakt“ svar um framtíð sína hjá félaginu eftir leik liðsins gegn Real Madrid í úrslitum Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. Enski boltinn 27. maí 2022 22:00
Var búinn að ganga frá samningi við United: „Þá hringdi Klopp“ Sadio Mané, leikmaður Liverpool, greinir frá því í viðtali við Jamie Carragher að hann hafi verið búinn að ganga frá samningi við Manchester United sumarið 2016 en snerist hugur eftir símtal frá Jürgen Klopp. Fótbolti 27. maí 2022 14:31
Drinkwater biður stuðningsfólk Chelsea afsökunar Danny Drinkwater er á förum frá Chelsea. Hann bað stuðningsfólk félagsins afsökunar eftir misheppnaða dvöl hjá því. Enski boltinn 27. maí 2022 12:00
Ferdinand og Terry rífa upp gömul sár í rifrildi á Twitter Fyrrum ensku miðverðirnir Rio Ferdinand og John Terry hafa átt í opinberum deilum á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar metast þeir um hvort þeirra hafi verið betri leikmaður og segja báðir hinn vera viðkvæma sál. Fótbolti 27. maí 2022 11:31
Kane laumaðist í skilaboðin hjá Brady Harry Kane sagði skemmtilega sögu af því hvernig vinátta þeirra Toms Brady hófst þegar hann var gestur í spjallþætti Jimmys Fallon. Enski boltinn 27. maí 2022 10:31
Arsenal vill fá fleiri leikmenn City Arsenal vill ekki bara fá Gabriel Jesus í sumar heldur er annar leikmaður Englandsmeistara Manchester City á óskalista liðsins. Enski boltinn 27. maí 2022 08:01