Rauð spjöld og dramatík á lokamínútunum í leikjum dagsins í enska boltanum Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. október 2023 16:06 Hwang Hee-Chan lét reka mann af velli og lagði svo upp sigurmarkið fyrir Wolves Það var þéttur leikdagur í ensku úrvalsdeildinni í dag en fimm leikir fóru fram núna síðdegis. Newcastle gekk auðveldlega frá Palace, Wolves vann hádramatískan sigur gegn Bournemouth með marki á lokamínútunum, Chris Wood tryggði Forest sigur og Brentford unnu gegn tíu Burnley mönnum. Newcastle voru ekki lengi að opna markareiking sinn gegn Crystal Palace en Jacob Murphy kom boltanum í netið strax á 4. mínútu leiksins. Hann lagði svo upp annað mark leiksins á Anthony Gordon áður en Sean Longstaff bætti þriðja markinu við rétt fyrir hálfleiksflaut. Crystal Palace áttu mjög erfitt uppdráttar allan leikinn og komu ekki skoti á markið fyrr en langt var liðið á seinni hálfleikinn. Callum Wilson kórónaði svo sterkan sigur heimamanna með fjórða markinu á 66. mínútu. Dominic Solanke braut ísinn og tók forystuna fyrir Bournemouth gegn Wolves en Matheus Cunha jafnaði metin í upphafi seinni hálfleiks. Lewis Cook, leikmaður Bournemouth, fékk svo að líta á rautt spjald eftir átök við Hwang Hee-Chan. Þeir rifust eftir harkalega tæklingu þess fyrrnefnda, stungu saman höfðum og Cook ákvað á endanum að skalla Hwang hressilega í andlitið og var rekinn af velli á meðan Hwang fékk að líta gult fyrir sinn þátt í atvikinu. Hwang gaf svo góða fyrirgjöf á liðsfélaga sinn Kalajdzic sem skoraði sigurmarkið fyrir Wolves á 88. mínútu leiksins. Lokaniðurstaða 1-2 sigur Wolves. Bryan Mbuemo lagði fyrsta markið upp á Yoane Wissa áður en hann skoraði sjálfur í seinni hálfleik með glæsiskoti rétt fyrir utan teig og tvöfaldaði forystu Brentford gegn Burnley. Burnley fóru svo úr öskunni í eldinn þegar Connor Roberts fékk sitt seinna gula spjald og var rekinn af velli fyrir groddaralega tæklingu á Yoane Wissa. Manni fleiri tókst Brentford að setja þriðja markið, sem var engu síðra en skot Mbuemo. Boltinn hrökk til Saman Ghoddos sem dempaði hann niður með bringunni og klippti hann svo framhjá markverði Burnley. Chris Wood var á skotskónum í 2-1 sigri Nottingham Forest gegn Luton. Anthony Elanga lagði bæði mörkin upp fyrir framherjann, gestirnir minnkuðu svo muninn undir lokin með marki frá Chiedozie Ogbene en tókst ekki að sækja stigið. Úrslit dagsins úr ensku úrvalsdeildinni Liverpool - Everton 2-0 Man. City - Brighton 2-1 Newcastle - Crystal Palace 4-0 Bournemouth - Wolves 1-2 Brentford - Burnley 2-0 Nott. Forest - Luton 2-1 Enski boltinn Tengdar fréttir Í beinni: Man. City - Brighton | Rodri mætir aftur sem er frábært fyrir City Manchester City hefur tapað tveimur deildarleikjum í röð en fær núna Rodri aftur úr leikbanni og meistararnir hafa ekki tapað í 35 síðustu leikjum sínum með hann í liðinu. 21. október 2023 13:31 Liverpool - Everton 2-0 | Salah skoraði tvö gegn tíu bláklæddum í nágrannaslag Liverpool tekur á móti nágrönnum sínum í Everton í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar eftir landsleikjahlé og má búast við látum eins og vanalega þegar þau mætast. 21. október 2023 13:30 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
Newcastle voru ekki lengi að opna markareiking sinn gegn Crystal Palace en Jacob Murphy kom boltanum í netið strax á 4. mínútu leiksins. Hann lagði svo upp annað mark leiksins á Anthony Gordon áður en Sean Longstaff bætti þriðja markinu við rétt fyrir hálfleiksflaut. Crystal Palace áttu mjög erfitt uppdráttar allan leikinn og komu ekki skoti á markið fyrr en langt var liðið á seinni hálfleikinn. Callum Wilson kórónaði svo sterkan sigur heimamanna með fjórða markinu á 66. mínútu. Dominic Solanke braut ísinn og tók forystuna fyrir Bournemouth gegn Wolves en Matheus Cunha jafnaði metin í upphafi seinni hálfleiks. Lewis Cook, leikmaður Bournemouth, fékk svo að líta á rautt spjald eftir átök við Hwang Hee-Chan. Þeir rifust eftir harkalega tæklingu þess fyrrnefnda, stungu saman höfðum og Cook ákvað á endanum að skalla Hwang hressilega í andlitið og var rekinn af velli á meðan Hwang fékk að líta gult fyrir sinn þátt í atvikinu. Hwang gaf svo góða fyrirgjöf á liðsfélaga sinn Kalajdzic sem skoraði sigurmarkið fyrir Wolves á 88. mínútu leiksins. Lokaniðurstaða 1-2 sigur Wolves. Bryan Mbuemo lagði fyrsta markið upp á Yoane Wissa áður en hann skoraði sjálfur í seinni hálfleik með glæsiskoti rétt fyrir utan teig og tvöfaldaði forystu Brentford gegn Burnley. Burnley fóru svo úr öskunni í eldinn þegar Connor Roberts fékk sitt seinna gula spjald og var rekinn af velli fyrir groddaralega tæklingu á Yoane Wissa. Manni fleiri tókst Brentford að setja þriðja markið, sem var engu síðra en skot Mbuemo. Boltinn hrökk til Saman Ghoddos sem dempaði hann niður með bringunni og klippti hann svo framhjá markverði Burnley. Chris Wood var á skotskónum í 2-1 sigri Nottingham Forest gegn Luton. Anthony Elanga lagði bæði mörkin upp fyrir framherjann, gestirnir minnkuðu svo muninn undir lokin með marki frá Chiedozie Ogbene en tókst ekki að sækja stigið. Úrslit dagsins úr ensku úrvalsdeildinni Liverpool - Everton 2-0 Man. City - Brighton 2-1 Newcastle - Crystal Palace 4-0 Bournemouth - Wolves 1-2 Brentford - Burnley 2-0 Nott. Forest - Luton 2-1
Enski boltinn Tengdar fréttir Í beinni: Man. City - Brighton | Rodri mætir aftur sem er frábært fyrir City Manchester City hefur tapað tveimur deildarleikjum í röð en fær núna Rodri aftur úr leikbanni og meistararnir hafa ekki tapað í 35 síðustu leikjum sínum með hann í liðinu. 21. október 2023 13:31 Liverpool - Everton 2-0 | Salah skoraði tvö gegn tíu bláklæddum í nágrannaslag Liverpool tekur á móti nágrönnum sínum í Everton í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar eftir landsleikjahlé og má búast við látum eins og vanalega þegar þau mætast. 21. október 2023 13:30 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
Í beinni: Man. City - Brighton | Rodri mætir aftur sem er frábært fyrir City Manchester City hefur tapað tveimur deildarleikjum í röð en fær núna Rodri aftur úr leikbanni og meistararnir hafa ekki tapað í 35 síðustu leikjum sínum með hann í liðinu. 21. október 2023 13:31
Liverpool - Everton 2-0 | Salah skoraði tvö gegn tíu bláklæddum í nágrannaslag Liverpool tekur á móti nágrönnum sínum í Everton í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar eftir landsleikjahlé og má búast við látum eins og vanalega þegar þau mætast. 21. október 2023 13:30