Stefan Ortega ver mark heimamanna í stað Ederson. Miðjumaðurinn Rodri er kominn aftur í byrjunarlið Manchester City eftir að hafa verið í leikbanni síðustu þrjá deildarleiki.
John Stones hefur ekki byrjað einn leik með Man. City á tímabilinu vegna meiðsla en spilaði rúman klukkutíma með enska landsliðinu gegn Ítalíu í vikunni og verður í byrjunarliðinu í dag.
Jason Steele er kominn aftur í mark Brighton, auk þess kemur James Milner inn í hægri bakvörðinn. Þeir eru enn án bakvarðanna Tariq Lamptey og Pervis Estupinan, góðu fréttirnar úr herbúðum Brighton eru þær að Jakub Moder sneri aftur til æfinga með liðinu í vikunni eftir að slitið krossband í apríl 2022 og gengist undir tvær skurðaðgerðir síðan.
Kairu Mitoma dróg sig á dögunum út úr landsliðsverkefnum Japan vegna veikinda en er mættur í byrjunarlið Brighton fyrir leik dagsins.
Byrjunarlið Man. City
Stefan Ortega
Kyle Walker (f), John Stones, Manuel Akanji, Josko Gvardiol
Bernardo Silva, Rodri
Phil Foden, Julian Alvarez, Jeremy Doku
Erling Haaland
Byrjunarlið Brighton
Jason Steele
James Milner, Lewis Dunk (f), Igor Julio, Solly March
Simon Adingra, Pascal Gross, Carlos Baleba, Kairu Mitoma
Danny Welbeck, Joao Pedro