Goðsögnin Bobby Charlton látinn Viktor Örn Ásgeirsson og Valur Páll Eiríksson skrifa 21. október 2023 15:06 Sir Bobby Charlton er látinn, 86 ára að aldri. Getty/Laurence Griffiths Heimsmeistarinn og fótboltagoðsögnin Sir Bobby Charlton lést í morgun, laugardag, 86 ára gamall. Charlton lést friðsamlega í faðmi fjölskyldunnar eftir því sem segir í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC. Charlton er í dýrlingatölu hjá stuðningsmönnum Manchester United. Hann lék fyrir félagið í sautján ár, frá 1956 til 1973, og skoraði 249 mörk fyrir félagið í 758 leikjum. „Manchester United syrgir fráfall Sir Bobby Charlton, eins merkasta og ástsælasta leikmanns í sögu félagsins,“ segir í yfirlýsingu á heimasíðu Manchester United. „Sir Bobby var hetja milljóna, ekki bara í Manchester eða Bretlandi, heldur hvar sem fótbolti er spilaður um allan heim,“ „Hann var dáður jafn mikið fyrir íþróttamennsku sína og heilindi eins og hann var fyrir framúrskarandi eiginleika sína sem knattspyrnumaður; Sir Bobby verður alltaf minnst sem risa leiksins.“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Charlton þótti afar lipur leikmaður.Getty Charlton var hluti af liði Manchester United sem vann enska meistaratitilinn og enska bikarinn árið 1957 og skoraði þar tíu mörk í aðeins 14 deildarleikjum. Það lið var gjarnan nefnt Busby Babes þar sem vísað er í knattspyrnustjórann Sir Matt Busby og ungt liðið sem að mestu samanstóð af mönnum sem komu upp í gegnum unglingastarf Manchester United. Stór hluti þess meistaraliðs, sem var aðeins með meðalaldur upp á 22 ár, lést í flugslysi þegar liðið var á leið í Evrópuleik í München árið 1958. Charlton var á meðal þeirra sem lifðu slysið af og var átti hann stóran þátt í uppbyggingarstarfi United í kjölfarið sem kom sterkt til baka á sjöunda áratugnum og vann Englandsmeistaratitla 1965 og 1967 og Meistaradeild Evrópu 1968. Charlton fagnar heimsmeistaratitlinum á Wembley árið 1966.Getty Hann var lykilleikmaður í sigri Englands á HM árið 1966 og á að baki 106 leiki fyrir England. Hann skoraði í þeim landsleikjum 49 mörk og var markahæsti leikmaður í sögu enska landsliðsins frá því að landsliðsferli hans lauk árið 1970, allt þar til Wayne Rooney bætti metið árið 2015. Charlton skoraði bæði mörk Englands í 2-1 sigri á landsliði Portúgals, sem leitt var Eusébio, í undanúrslitum heimsmeistaramótsins 1966 og átti lykilþátt í eina heimsmeistaratitli Englands sem vannst á heimavelli það ár eftir sigur á Vestur-Þýskalandi í úrslitum. Charlton var valinn besti leikmaður heimsmeistaramótsins en fyrr um vorið hafði hann verið útnefndur besti leikmaður tímabilsins á Englandi. Árið 1966 hlaut hann einnig gullhnöttinn, Ballon d'Or, sem besti leikmaður heims það árið. Eftir að leikmannaferlinum lauk reyndi Charlton við sig í þjálfun hjá Preston North End frá 1973 til 1975 og hann stýrði svo Wigan Athletic tímabundið árið 1983. Árið 1984 hlaut hann sæti í stjórn Manchester United og starfaði hann í stjórn félagsins fram á annan áratug 21. aldarinnar. Charlton fagnar FA-bikartitli ásamt leikmönnum Manchester United.Getty Charlton var valinn besti leikmaður ensku deildarinnar árið 1966.Getty Charlton ásamt tveimur öðrum goðsögnum United, Denis Law og George Best.Getty Fótbolti Andlát Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Salah jafnaði met Rooneys Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Sjá meira
Charlton lést friðsamlega í faðmi fjölskyldunnar eftir því sem segir í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC. Charlton er í dýrlingatölu hjá stuðningsmönnum Manchester United. Hann lék fyrir félagið í sautján ár, frá 1956 til 1973, og skoraði 249 mörk fyrir félagið í 758 leikjum. „Manchester United syrgir fráfall Sir Bobby Charlton, eins merkasta og ástsælasta leikmanns í sögu félagsins,“ segir í yfirlýsingu á heimasíðu Manchester United. „Sir Bobby var hetja milljóna, ekki bara í Manchester eða Bretlandi, heldur hvar sem fótbolti er spilaður um allan heim,“ „Hann var dáður jafn mikið fyrir íþróttamennsku sína og heilindi eins og hann var fyrir framúrskarandi eiginleika sína sem knattspyrnumaður; Sir Bobby verður alltaf minnst sem risa leiksins.“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Charlton þótti afar lipur leikmaður.Getty Charlton var hluti af liði Manchester United sem vann enska meistaratitilinn og enska bikarinn árið 1957 og skoraði þar tíu mörk í aðeins 14 deildarleikjum. Það lið var gjarnan nefnt Busby Babes þar sem vísað er í knattspyrnustjórann Sir Matt Busby og ungt liðið sem að mestu samanstóð af mönnum sem komu upp í gegnum unglingastarf Manchester United. Stór hluti þess meistaraliðs, sem var aðeins með meðalaldur upp á 22 ár, lést í flugslysi þegar liðið var á leið í Evrópuleik í München árið 1958. Charlton var á meðal þeirra sem lifðu slysið af og var átti hann stóran þátt í uppbyggingarstarfi United í kjölfarið sem kom sterkt til baka á sjöunda áratugnum og vann Englandsmeistaratitla 1965 og 1967 og Meistaradeild Evrópu 1968. Charlton fagnar heimsmeistaratitlinum á Wembley árið 1966.Getty Hann var lykilleikmaður í sigri Englands á HM árið 1966 og á að baki 106 leiki fyrir England. Hann skoraði í þeim landsleikjum 49 mörk og var markahæsti leikmaður í sögu enska landsliðsins frá því að landsliðsferli hans lauk árið 1970, allt þar til Wayne Rooney bætti metið árið 2015. Charlton skoraði bæði mörk Englands í 2-1 sigri á landsliði Portúgals, sem leitt var Eusébio, í undanúrslitum heimsmeistaramótsins 1966 og átti lykilþátt í eina heimsmeistaratitli Englands sem vannst á heimavelli það ár eftir sigur á Vestur-Þýskalandi í úrslitum. Charlton var valinn besti leikmaður heimsmeistaramótsins en fyrr um vorið hafði hann verið útnefndur besti leikmaður tímabilsins á Englandi. Árið 1966 hlaut hann einnig gullhnöttinn, Ballon d'Or, sem besti leikmaður heims það árið. Eftir að leikmannaferlinum lauk reyndi Charlton við sig í þjálfun hjá Preston North End frá 1973 til 1975 og hann stýrði svo Wigan Athletic tímabundið árið 1983. Árið 1984 hlaut hann sæti í stjórn Manchester United og starfaði hann í stjórn félagsins fram á annan áratug 21. aldarinnar. Charlton fagnar FA-bikartitli ásamt leikmönnum Manchester United.Getty Charlton var valinn besti leikmaður ensku deildarinnar árið 1966.Getty Charlton ásamt tveimur öðrum goðsögnum United, Denis Law og George Best.Getty
Fótbolti Andlát Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Salah jafnaði met Rooneys Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Sjá meira