Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttamynd

Tvenn verðlaun iF Design Award til Hyundai

Á verðlaunahátíð iF Design Award 2019 hlaut Hyundai Motor nýlega tvenn hönnunarverðlaun, annars vegar fyrir nýja sjö sæta jepplinginn Palisade, sem ætlaður er mörkuðum Norður-Ameríku, og hins vegar fyrir hugmynd sína um sportbílinn Le Fil Rouge.

Bílar
Fréttamynd

Nýr Volvo V40 verður háfættari

Einn fárra bíla Volvo sem ekki hafa verið endurnýjaðir á allra síðustu árum er Volvo V40 bíllinn, en nú er komið að nýrri gerð hans og þar mun fara háfættari bíll en forverinn þar sem farþegar hans fá mun hærri sætisstöðu.

Bílar
Fréttamynd

Ekki hægt að líta fram hjá brotum Procar

Procar var í dag vísað úr Samtökum ferðaþjónustunnar. Bílaleigan hefur viðurkennt að hafa lækkað ekna kílómetra á mælum bíla sinna við endursölu þeirra á árunum 2013 til 2015 en líkur eru á að svindlið hafi staðið eitthvað lengur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

GM stærst í Mexíkó

General Motors framleiddi meira en fjórðung bíla sinna í Mexíkó og það vafalaust við lítinn fögnuð Donalds Trump. Gen­eral Motors hefur verið að minnka framleiðslu bíla sinna í Bandaríkjunum og Kanada en auka hana í Mexíkó þar sem laun eru lægri.

Bílar
Fréttamynd

Lamborghini Urus kominn á bílaleigur vestanhafs

Það var líklega bara tímaspursmál hvenær bílaleigur heimsins byðu Lamborghini Urus jeppann til láns fyrir aðdáendur ofurjeppa og þrjár bílaleigur vestur í Bandaríkjunum hafa riðið á vaðið.

Bílar
Fréttamynd

Audi kynnir nýjan rafmagnsjeppling

Stærð bílsins bendir til þess að Audi muni stefna honum gegn tilvonandi Tesla Model Y bíl og rafmagnsútgáfu af komandi Volvo XC40. Verður á stærð við BMW Q3.

Bílar
Fréttamynd

Aðsóknin á bílasýninguna í Detroit féll

Nokkuð hefur dregið úr fjölda gesta á stærstu bílasýningum heims síðustu árin og það gerðist einnig á þeirri síðustu, þ.e. Detroit Auto Show nú í nýliðnum janúar. Féll aðsóknin um rúm fjögur prósent, en 774.179 gestir mættu á sýninguna, en gestirnir árið áður voru 809.161.

Bílar
Fréttamynd

Reynsluakstur: Bíll sem markar tímamót

Það er eins og stíga inn í framtíðina að prófa Nexo. Svo virðist sem Hyundai hafi náð frábærum tökum á vetnistækninni í þessum vel búna og laglega bíl sem í leiðinni er umhverfisvænn.

Bílar
Fréttamynd

Koenigsegg og NEVS í samstarf 

Sænski ofurbílaframleiðandinn Koenigsegg hefur tilkynnt um samstarf við núverandi eiganda Saab, National Electric Vehicle Sweden (NEVS), svo hér er um að ræða ekta sænskt samstarf.

Bílar
Fréttamynd

Lamborghini takmarkar framleiðsluna

Afskaplega vel gengur hjá Lamborghini og í fyrra varð 51% söluaukning hjá fyrirtækinu og vart dæmi um annað eins hjá bílaframleiðanda, nema helst þá í tilfelli Tesla.

Bílar
Fréttamynd

Reynsluakstur: Gerbreyttur flottari RAV4

Með fimmtu kynslóð bílsins sem bjó til jepplingaflokkinn er kominn gerbreyttur bíll með mun öflugri drifrás, mun betri aksturseiginleikum, meira plássi, flottari innréttingu og með hærra undir lægsta punkt.

Bílar
Fréttamynd

„Lyklalausar“ bifreiðar berskjaldaðri en menn héldu

Bifreiðar sem ekki þarf lykil til að ræsa eru mun berskjaldaðri fyrir því að vera stolið en menn hafa haldið fram. Tækni til að komast inn á tíðni bílsins og „plata“ hann hefur náð fótfestu og með því hægt að opna bifreiðina, ræsa vélina og aka í burtu. Sumar af mest seldu bíltegundum heims eru meðal þeirra sem hægt er að stela með þessari tækni.

Bílar