Sex hjóla ofurbíllinn Covini 6CW Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 3. desember 2019 14:00 Covini 6CW er á sex hjólum. Vísir/Getty Covini 6CW er eini sex hjóla ofurbíllinn sem má aka á götum. Einstök hönnunin var fyrst frumsýnd 2008 og fékk bíllinn mikla athygli á sínum tíma en lítið hefur spurst til hans síðan. Covini er lítill ítalskur bílaframleiðandi með stóra drauma. Það er enn hægt að panta Covini 6CW samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins. Fyrir áhugasama einstaklinga þá kostar nýr sex hjóla Covini 6CW 600.000 evrur eða um 81 milljón króna. Það er án allra aukahluta. Fjórum framdekkjum er ætlað að tvöfalda veggrip bílsins, enda tvöfalt fleiri dekk. Slíkt á að gera Covini 6CW ógnvænlega góðan í beygjum. Eins eru þá komnar sex bremsur undir bílinn sem ættu að auðvelda hemlun.Covini 6CW er drifinn áfram af 4,2 lítra V8 vél sem á að sögn framleiðanda að skila yfir 500 hestöflum. Bílinn er bæði hægt að fá beinskiptan eða sjálfskiptan með flipaskiptingu. Ef þú lesandi góður ert í leit að einstökum ofurbíl þá er Covini 6CW fullkominn fyrir þig. Hann er að vísu frekar dýr. Tvennum sögum virðist fara af því hvort bíllinn heitir Covini 6SW eða Covini 6CW. Hann heitir 6CW á heimasíðu framleiðanda sem finna má hér og því í þessari umfjöllun. Bílar Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent
Covini 6CW er eini sex hjóla ofurbíllinn sem má aka á götum. Einstök hönnunin var fyrst frumsýnd 2008 og fékk bíllinn mikla athygli á sínum tíma en lítið hefur spurst til hans síðan. Covini er lítill ítalskur bílaframleiðandi með stóra drauma. Það er enn hægt að panta Covini 6CW samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins. Fyrir áhugasama einstaklinga þá kostar nýr sex hjóla Covini 6CW 600.000 evrur eða um 81 milljón króna. Það er án allra aukahluta. Fjórum framdekkjum er ætlað að tvöfalda veggrip bílsins, enda tvöfalt fleiri dekk. Slíkt á að gera Covini 6CW ógnvænlega góðan í beygjum. Eins eru þá komnar sex bremsur undir bílinn sem ættu að auðvelda hemlun.Covini 6CW er drifinn áfram af 4,2 lítra V8 vél sem á að sögn framleiðanda að skila yfir 500 hestöflum. Bílinn er bæði hægt að fá beinskiptan eða sjálfskiptan með flipaskiptingu. Ef þú lesandi góður ert í leit að einstökum ofurbíl þá er Covini 6CW fullkominn fyrir þig. Hann er að vísu frekar dýr. Tvennum sögum virðist fara af því hvort bíllinn heitir Covini 6SW eða Covini 6CW. Hann heitir 6CW á heimasíðu framleiðanda sem finna má hér og því í þessari umfjöllun.
Bílar Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent