Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur R. - Leiknir R. 2-0| Víkingur Reykjavík Íslandsmeistari 2021 Víkingur vann Leikni 2-0. Markahæsti leikmaður mótsins Nikolaj Hansen gerði fyrsta markið og lagði upp það seinna.Víkingur Reykjavík er Íslandsmeistari árið 2021. Þetta var sjötti Íslandsmeistaratitil Víkings og sá fyrsti í 30 ár. Íslenski boltinn 25. september 2021 18:31
Umfjöllun og viðtöl: KA - FH 2-2 | KA-menn misstu af þriðja sætinu KA-menn misstu af þriðja sætinu þegar að liðið gerði 2-2 jafntefli gegn FH á Greifavellinum í lokaumferð Pepsi MAx deildar karla í dag. Íslenski boltinn 25. september 2021 17:53
Umfjöllun: Stjarnan - KR 0-2 | KR-ingar tryggðu sér þriðja sætið og eiga enn von á Evrópusæti Stjörnumenn fengu KR-inga í heimsókn í Garðabæinn í dag í lokaleik sínum í Pepsi-Max deild karla. KR-ingar tryggðu sér 3.sæti í deildinni með 2-0 sigri sem gæti gefið Evrópusæti ef Víkingur R. vinnur Mjólkurbikarinn. Íslenski boltinn 25. september 2021 17:44
„Getum alveg eins verið með í baráttunni um titillinn næsta sumar“ Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður ÍA, gat ekki lýst tilfinningum sínum eftir 2-3 endurkomu sigur ÍA á Keflavík á útivelli í dag. Sigurinn gerir það að verkum að Skagamenn halda sæti sínu í efstu deild en ÍA var 2-0 undir þegar rúmur klukkutími var liðin af leiknum. Fótbolti 25. september 2021 17:36
Jafnteflið gegn Val var vendipunkturinn á tímabilinu Víkingur Reykjavík vann Leikni 2-0. Sigurinn tryggði þeim Íslandsmeistaratitilinn og var Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, afar glaður í leiks lok. Fótbolti 25. september 2021 17:25
Brynjar Björn: Skrýtið að helmingi heimaleikja sé lokið þegar fjórir mánuðir eru eftir HK féll úr Pepsi Max deildinni í knattspyrnu karla í dag þegar þeir töpuðu fyrir Breiðablik 3-0 í lokaumferð mótsins. ÍA vann sinn leik á móti Keflavík og því þurfa HK-ingar að bíta súra eplið. Brynjar Björn fór yfir tímabilið og vegferð HK með blaðamanni eftir leikinn. Fótbolti 25. september 2021 17:25
Eftir fyrstu umferðina trúði ég að við gætum orðið Íslandsmeistarar Víkingur Reykjavík varð Íslandsmeistari í dag eftir 30 ára bið. Víkingur lagði Leikni 2-0 og tryggðu sjötta Íslandsmeistaratitil félagsins.Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkings, var í skýjunum þegar hann var tekinn á tal í fagnaðarlátunum eftir leik. Fótbolti 25. september 2021 17:10
Umfjöllun: Breiðablik - HK 3-0 | HK fallið úr efstu deild eftir sannfærandi sigur Breiðabliks Blikar stóðu sína plikt og lögðu granna sína í HK 3-0 í síðustu umferð deildarinnar fyrr í dag og með því hafa HK-ingar lokið veru sinni í efstu deild í þetta sinn. Skagamenn unnu Keflvíkinga og tryggðu veru sína í efstu deild þar sem HK tapaði.Umfjöllun og viðtöl síðar. Íslenski boltinn 25. september 2021 17:05
Rúnar Kristinsson: Við viljum vinna bikar á hverju einasta ári KR-ingar unnu 0-2 sigur á Stjörnunni í Garðabæ í lokaleik þeirra í Pepsi-Max deild karla. Með sigrinum og öðrum úrslitum í dag náðu KR-ingar 3.sætinu í deildinni og eiga því veika von á því að komast í Evrópukeppni á næsta ári. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ánægður í leikslok. Íslenski boltinn 25. september 2021 16:54
Höskuldur Gunnlaugss.: Frábært frammistöðutímabil heilt yfir Fyrirliði Breiðabliks, Höskuldur Gunnlaugsson, var sáttur með sína menn í dag og þó að sá stóri hafi ekki verið landað þá gat hann verið stoltur af sínu liði. Breiðablik lagði HK að velli í síðustu umferð Íslandsmótsins 3-0 og um leið sendu granna sína niður um deild. Fótbolti 25. september 2021 16:41
Úrslit: Fylkir - Valur 0-6 | Valssigur í leik sem skipti litlu Valur vann Fylki í leik sem skipti litlu máli í lokaumferð Pepsi Max deildarinnar í dag. Íslenski boltinn 25. september 2021 16:15
Höskuldur um baráttuna um Kópavog: Vonandi troðfyllist stúkan eins og má Leifur Andri Leifsson, fyrirliði HK og Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks voru teknir tali fyrir leikinn mikilvæga á morgun. Þar getur ýmislegt ráðist bæði á toppi deildarinnar sem og á botninum. Fótbolti 25. september 2021 10:00
Lokaumferð deildarinnar: Íslandsmeistarar krýndir, mögulegt Evrópusæti í boði og hvaða lið fellur? Sjaldan eða aldrei hefur verið eins mikil spenna fyrir lokaumferð efstu deildar karla í fótbolta og er í dag. Klukkan 16.00 í dag verður ljóst hvaða lið er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla árið 2021 sem og hvaða lið mun fylgja Fylki niður í Lengjudeildina. Íslenski boltinn 25. september 2021 08:00
Arnar um stórleik dagsins: „Þetta er bara móðir allra leikja“ „Það hefur gengið mjög vel eftir að við náðum okkur niður eftir KR-leikinn, það var svona tveir dagar og svefnlausar nætur eftir það,“ sagði Arnar Gunnlaugsson aðspurður hvernig vikan hefði verið hjá Víkingum sem spila sinn stærsta leik í að minnsta kosti 30 ár í dag. Íslenski boltinn 25. september 2021 07:01
Óskar Hrafn og Halldór framlengja í Kópavoginum Óskar Hrafn Þorvaldsson og Halldór Árnason hafa framlengt samninga sína við Breiðablik. Eru þeir nú samningsbundnir næstu fjögur árin. Þetta kemur fram á vef Breiðabliks. Íslenski boltinn 24. september 2021 23:02
Segja Hermann líklegastan til að taka við ÍBV Talið er að Eyjamaðurinn Hermann Hreiðarsson sé líklegastur til að taka við ÍBV en liðið mun leika í Pepsi Max deild karla í fótbolta sumarið 2022. Íslenski boltinn 24. september 2021 22:00
Breiðablik og HK án mikilvægra leikmanna í Kópavogsslagnum Breiðablik og HK verða án mikilvægra leikmanna í Kópavogsslagnum í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla á morgun. Íslenski boltinn 24. september 2021 17:01
Fimmta sinn í sögu tólf liða deildar sem titillinn vinnst í lokaumferðinni Úrslitin ráðast í Pepsi Max deild karla í lokaumferðinni á morgun en það er ekki á hverju ári sem Íslandsmeistaratitilinn vinnst ekki fyrr en í síðasta leik. Íslenski boltinn 24. september 2021 15:31
Arnar áfram með KA Arnar Grétarsson og KA hafa komist að samkomulagi um að hann stýri liðinu áfram á næsta tímabili. Íslenski boltinn 24. september 2021 15:18
„Væri ekkert leiðinlegur dagur ef ég yrði Íslandsmeistari og kæmist inn á þing“ Gísli Eyjólfsson verður í þeirri erfiðu stöðu að þurfa að fylgjast með samherjum sínum í Breiðabliki úr stúkunni í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar. Morgundagurinn verður viðburðarríkur fyrir Gísla en hann er einnig í framboði til Alþingis þótt hann sé ekki beint í baráttusæti. Íslenski boltinn 24. september 2021 14:45
Víkingar hafa aldrei unnið Leiknismenn í efstu deild Víkingur verður Íslandsmeistari í knattspyrnu á morgun ef liðið vinnur lokaleik sinn á móti Leikni. Það hafa Víkingar þó aldrei afrekað áður í sögunni í deild þeirra bestu. Íslenski boltinn 24. september 2021 14:16
Víkingar streyma í hraðprófin Segja má að Fossvogurinn sé á yfirsnúningi fyrir morgundeginum og það tengist ekki á nokkurn hátt Alþingiskosningum. Karlalið Víkings á risastóran möguleika á að tryggja sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í þrjátíu ár með sigri á Leikni á heimavelli sínum í Víkinni klukkan 14. Innlent 24. september 2021 14:12
Bikarinn verður miðja vegu á milli Víkinnar og Smárans Íslandsmeistarabikarinn fer annað hvort á loft á Víkingsvelli eða Kópavogsvelli. Á meðan leikjunum í lokaumferðinni í Pepsi Max-deild karla verður bikarinn í vörslu starfsmanns KSÍ á miðlægum stað. Íslenski boltinn 24. september 2021 14:00
Fyrirliði Leiknis stoppaður af Blikum á förnum vegi Fyrirliði Leiknis er uppalinn hjá Breiðabliki og er vel meðvitaður um að hans gamla félags þarf á hjálp Leiknismanna að halda til verða Íslandsmeistari. Íslenski boltinn 24. september 2021 12:01
Víkingar munu skanna hraðprófskóðann við innganginn á morgun Það er búist við troðfullri Vík á morgun þegar Víkingar geta tryggt sér fyrsta Íslandsmeistaratitil sinn í þrjátíu ár. Íslenski boltinn 24. september 2021 11:01
Ætlar að hætta sem formaður Knd. Fram verði hann kosinn í stjórn KSÍ Framarar eru komnir aftur upp í Pepsi Max deild karla í fótbolta eftir frábært tímabil í Lengjudeildinni í sumar en formaðurinn er nú á krossgötum. Íslenski boltinn 23. september 2021 11:01
Halldór Orri spilar kveðjuleik sinn á laugardaginn Stjarnan tekur á móti KR í 22. og síðustu umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta á laugardaginn og þar mun einn maður eiga hug og hjörtu stuðningmanna Stjörnunnar. Íslenski boltinn 23. september 2021 10:30
Þrjú hundruð miðar á Víkingsleikinn fara í sölu klukkan ellefu Víkingar geta orðið Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í þrjátíu ár um næstu helgi og miklu fleiri vilja komast á leikinn en miðar í boði. Víkingar tóku upp hraðpróf til að geta fjölgað áhorfendum upp í 1500 manns. Íslenski boltinn 22. september 2021 09:30
Kjartan Henry og Þórður í þriggja leikja bann Kjartan Henry Finnbogason, sóknarmaður KR, og Þórður Ingason, varamarkvörður Víkings, hafa verið dæmdir í þriggja leikja bann af aganefnd KSÍ eftir að sauð upp úr undir lok leiks þegar að liðin mættust í Pepsi Max deild karla í vikunni. Fótbolti 21. september 2021 17:53
Víkingar nýta hraðpróf og fjölga áhorfendum Víkingar munu geta tekið á móti 1.500 fullorðnum áhorfendum auk barna á laugardaginn, þegar þeir gætu mögulega orðið Íslandsmeistarar í fótbolta karla í fyrsta sinn í þrjátíu ár. Íslenski boltinn 21. september 2021 13:54