FH dæmt í félagaskiptabann ef félagið borgar Morten Beck ekki Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. mars 2023 11:45 Morten Beck Guldsmed lék með FH á árunum 2019-2021. Ef FH greiðir Morten Beck Guldsmed ekki það sem hann telur sig eiga inni hjá félaginu innan þrjátíu daga verður það dæmt í félagaskiptabann. FH fékk einnig 150 þúsund króna sekt. Í úrskurði aga- og úrskurðarnefndar, sem lesa má hér, segir að FH skuli sæta banni í eitt félagaskiptatímabil ef félagið gerir ekki upp við Morten Beck innan mánaðar. FH hefur þrjá daga til að áfrýja úrskurðinum til áfrýjunardómstóls KSÍ. Hjörvar Hafliðason birti úrskurðarorð aga- og úrskurðarnefndar á Twitter síðu Dr. Football. Þar segir: „Knattspyrnudeild FH skal sæta sekt að upphæð kr. 150.000,-. Knattspyrnulið FH í meistaraflokki karla skal sæta félagaskiptabann í eitt félagaskiptatímabil ef ekki er gengið frá uppgjöri í samræmi við niðurstöðu saminga- og félagaskiptanefndar frá 10. ágúst 2022 innan 30 daga frá því að úrskurður þessi er kveðinn upp.“ Stórar fréttir í hús. pic.twitter.com/Aw0DwQIPN4— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) March 30, 2023 Nái FH ekki að gera upp við Morten Beck á næstu 30 dögum virðist því ljóst að FH getur ekki fengið til sín leikmenn í félagsskiptaglugganum í sumar. Í samtali við Vísi um miðjan mars sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson, lögmaður Mortens Beck, að krafa leikmannsins næmi alls rúmlega 24,3 milljónum króna, sem skiptist í launakröfu upp á 17,5 milljónir og dráttarvexti, auk lögmannskostnaðar upp á tæpa milljón. Forsaga málsins er sú að Morten Beck var leikmaður FH á árunum 2019-2021. Hann fékk laun sín greidd sem verktaki en taldi sig hafa gert launþegasamning við FH-inga, og að þar með hefði knattspyrnudeild FH átt að bera ábyrgð á greiðslu skatta og annarra launatengdra gjalda. Samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ úrskurðaði Morten Beck í vil í ágúst síðastliðnum og í kjölfarið freistaði Morten Beck þess að semja við FH um greiðslur. Lögmaður hans fundaði með fulltrúum FH og lögmanni félagsins í janúar til að ná samkomulagi, þar sem að í úrskurði samninga- og félagaskiptanefndar var engin afstaða tekin til þess hve háa upphæð Morten Beck ætti inni. Sá fundur skilaði hins vegar engri niðurstöðu og á endanum kærði Daninn FH til aga- og úrskurðarnefndar, og krafðist sektar og félagaskiptabanns. FH Besta deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Í úrskurði aga- og úrskurðarnefndar, sem lesa má hér, segir að FH skuli sæta banni í eitt félagaskiptatímabil ef félagið gerir ekki upp við Morten Beck innan mánaðar. FH hefur þrjá daga til að áfrýja úrskurðinum til áfrýjunardómstóls KSÍ. Hjörvar Hafliðason birti úrskurðarorð aga- og úrskurðarnefndar á Twitter síðu Dr. Football. Þar segir: „Knattspyrnudeild FH skal sæta sekt að upphæð kr. 150.000,-. Knattspyrnulið FH í meistaraflokki karla skal sæta félagaskiptabann í eitt félagaskiptatímabil ef ekki er gengið frá uppgjöri í samræmi við niðurstöðu saminga- og félagaskiptanefndar frá 10. ágúst 2022 innan 30 daga frá því að úrskurður þessi er kveðinn upp.“ Stórar fréttir í hús. pic.twitter.com/Aw0DwQIPN4— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) March 30, 2023 Nái FH ekki að gera upp við Morten Beck á næstu 30 dögum virðist því ljóst að FH getur ekki fengið til sín leikmenn í félagsskiptaglugganum í sumar. Í samtali við Vísi um miðjan mars sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson, lögmaður Mortens Beck, að krafa leikmannsins næmi alls rúmlega 24,3 milljónum króna, sem skiptist í launakröfu upp á 17,5 milljónir og dráttarvexti, auk lögmannskostnaðar upp á tæpa milljón. Forsaga málsins er sú að Morten Beck var leikmaður FH á árunum 2019-2021. Hann fékk laun sín greidd sem verktaki en taldi sig hafa gert launþegasamning við FH-inga, og að þar með hefði knattspyrnudeild FH átt að bera ábyrgð á greiðslu skatta og annarra launatengdra gjalda. Samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ úrskurðaði Morten Beck í vil í ágúst síðastliðnum og í kjölfarið freistaði Morten Beck þess að semja við FH um greiðslur. Lögmaður hans fundaði með fulltrúum FH og lögmanni félagsins í janúar til að ná samkomulagi, þar sem að í úrskurði samninga- og félagaskiptanefndar var engin afstaða tekin til þess hve háa upphæð Morten Beck ætti inni. Sá fundur skilaði hins vegar engri niðurstöðu og á endanum kærði Daninn FH til aga- og úrskurðarnefndar, og krafðist sektar og félagaskiptabanns.
FH Besta deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira